Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 31
24 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Fólk leitar sér lífsfyllingar áýmsa vegu. Sumir taka þátt í Idol-stjörnuleit eða stunda golf til að finna orku sinni farveg. Aðrir reyna hvað þeir geta til að leggja rækt við hugsjónamanninn í sjálf- um sér – manninn sem vill hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Aukning hefur orðið í sjálf- boðaliðastarfi hjá mörgum sam- tökum og hjálparstofnunum á Ís- landi að undanförnu. Sem dæmi má nefna hefur sjálfboðaliðum hjá Rauða krossi Íslands fjölgað um 120 frá áramótum og bætast þeir í hóp um 1100 manns sem sinna reglubundnu sjálfboðaliða- starfi á vegum samtakanna. Á síð- asta ári fjölgaði sjálboðaliðunum um 28%. Það virðist einnig færast í aukana að ungt fólk láti gott af sér leiða. Hlutfall sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum sem eru 35 ára eða yngri hefur aukist mikið og er nú um 40%. Sjálfboðaliðastarf Það kemur í raun á óvart hversu gríðarlegur fjöldi fólks stundar einhvers konar sjálf- boðaliðavinnu á Íslandi. Ýmis samtök sem sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í eru starfandi hér á landi en auk Rauða krossins má nefna skátana, björgunarsveitir, Amnesty International, Hjálp- ræðisherinn, kirkjurnar, íþrótta- félög, foreldraráð í skólum og svo mætti lengi telja. Hugsjónir fólks liggja víða og margir reyna að nýta frítíma til hjálpar öðrum með því að gefa vinnu sína og tíma. Misjafnt er í hverju hjálpin er fólgin. Sumir sjá sér ekki fært að gefa tíma eða vinnu og leggja þá baráttu félagasamtakanna lið með peningagjöf. Einnig er hægt að gerast félagi í mörgum af samtökunum en félagagjöldin eru oft eina tekjulind þeirra. Þeir sem vilja leggja annað, og oft meira, af hendi geta leitað til við- komandi samtaka og gefið örfáar stundir á mánuði til að reyna að láta öðrum líða betur. Erfitt að komast út Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er gríðarlegur fjöldi samtaka eða félaga starfandi hér innanlands. Flestir ættu því að geta fundið sér eitthvað sér við hæfi vilji þeir láta gott af sér leiða. Öðru máli gegnir hins veg- ar ef hugsjónafólk vill leita út fyrir landsteinana til að leggja sitt af mörkum. Þeir fulltrúar sem fara út á vegum samtaka gera það oftast að undangengnu námskeiði og eru á launum á meðan á verkefninu stendur. Á vegum Rauða krossins starfa til dæmis launaðir sendifulltrúar en aðeins fimm slíkir komast að á hverju ári. Sömu sögu er að segja af Friðargæslunni. Ís- landsdeild Amnesty Internation- al er ekki með sendifulltrúa á sínum snærum. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta haft samband við aðalskrifstofu Am- nesty í London en þar er um 400 manna launuð sendinefnd sem rannsakar mannréttindabrot um allan heim. Á eigin vegum Áður fyrr var auðveldara að komast í launalaust sjálfboða- liðastarf í útlöndum. Þá var til dæmis hægt að keyra út matvæli í þróunarlöndunum og aðstoða við dreifingu. Þrátt fyrir al- þjóðavæðinguna umtöluðu hefur umhverfið breyst og nú þurfa hjálparstarfsmenn oft að upp- fylla ákveðin skilyrði um at- vinnuleyfi til að komast inn í löndin. Hugsjónafólk sem vill hjálpa til í löndum, án þess að þiggja laun fyrir, verður því oft að reyna að leita til samtaka sem starfrækt eru í öðrum löndum eða fara á eigin vegum í von og óvon um að komast á réttan stað. Nokkur félög á Íslandi senda þó launalausa sjálfboðaliða til útlanda. Má þar meðal annars nefna Félagið Ísland - Palestína. Rúmlega 30 sjálfboðaliðar hafa farið á vegum félagsins til að veita hjálp á átakasvæðum í allt að fjórar vikur. Sjálfboðaliðarnir hafa freistað þess að bjarga mannslífum, hindra limlesting- ar og koma í veg fyrir að hús saklausra borgara væru jöfnuð við jörðu. Sumir hafa einnig hjálpað til við landbúnaðarstörf eða sinnt æskulýðsstarfi. kristjan@frettabladid.is 8 leiðir til að láta Það færist í vöxt að Íslendingar sinni sjálfboðaliðastarfi. Misjafnt er í hverju starfið er fólgið og getur það bæði verið innt af hendi innanlands sem utan. Fréttablaðið leggur hér fram nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að rífa sig upp og gera nú loksins eitthvað til þess að bæta heiminn og gera mannlífið betra. Rauði kross Íslands Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi, með starfsemi í 178 löndum. Markmið Rauða krossins eru sjö og eftir þeim fara 97 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða og 300 þúsund starfsmenn hreyfingarinnar um allan heim. Rauði krossinn heldur úti einu öflugasta sjálfboðaliðastarfi landsins. Um 1200 manns sinna reglubundnu sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. Innan Rauða krossins er 51 deild sem hægt er að ganga til liðs við og eru störfin fjölbreytt eftir því; flokka föt, aðstoða aldraða eða geðfatlaða, heimsækja sjúka og einmana, svara í síma hjá Vinalínunni og svo mætti lengi telja. Þeir sem vilja láta gott af sér leiða í gegnum Rauða krossinn geta skráð sig til þátttöku á heimasíðu félagsins, www.rki.is, eða heimsótt félagið að Efstaleiti 9. Amnesty International Amnesty International berst fyrir alþjóðlega viður- kenndum mannréttindum um allan heim. Samtök- in sinna rannsóknum og grípa til aðgerða í því skyni og hindra og stöðva alvarleg mannréttinda- brot. Amnesty International varð til í kjölfar tímabund- innar bréfaherferðar árið 1961 og bein áköll í bréfaformi til stjórnvalda sem ábyrg eru fyrir mann- réttindabrotum. Sú starfsemi er enn hornsteinn í starfi samtakanna. Hópar og félagar fá upplýsingar um mál þar sem þörf er á beinu ákalli og ábend- ingar um efni bréfanna. Þessar upplýsingar eru ým- ist sendar gegnum aðgerðaskýrslur, svæðisnet, skyndiaðgerðir, ákall um hjálp, eða í ýmsu herferð- arefni sem snertir sérstök mannréttindaefni og ein- stök lönd. Hægt er að ganga til liðs við samtökin í gegnum heimasíðu þeirra, www.amnesty.is, eða á skrifstofu þeirra að Hafnarstræti 15. Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evang- elísk hreyfing, hluti af hinni almennu kirkju. Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni og er verkefni hersins að boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist og í nafni hans mæta mannlegri neyð án þess að mismuna fólki. Um 30 sjálfboðaliðar starfa hjá hernum; hlúa að þeim sem minna mega sín, sinna safnaðarstarfi eða starfa í fata- verslun hersins sem er mikilvægur þátt- ur í fjármögnun hans. Fyrirhugað er stærra og viðameira starf hjá hernum sem krefst fleiri sjálfboða- liða. Þeir sem vilja leggja sitt af mörk- um geta haft samband við herinn og komið í höfuðstöðvar hans að Garða- stræti 38. 1 2 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.