Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 2
2 2. maí 2004 SUNNUDAGUR „Nei, ég get nú ekki sagt það. En maður reynir að ná sameiginlegum niðurstöðum með öðrum sem maður er í samstarfi við.“ Kristinn H. Gunnarsson studdi hvorki ákvæði útlendingafrumvarpsins um aldursmörk né um lífsýnatöku, en lét það ekki aftra sér í að styðja frumvarpið í heild. Spurningdagsins Kristinn, ertu þá já-maður eftir allt saman? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir ■ Lottó 1. MAÍ Hertari reglur gegn fólki af erlendum uppruna sem vill setj- ast hér að eru byggðar á ranghug- myndum um útlendinga og því hugarfari að þeir séu annars flokks einstaklingar sem eigi ekki rétt á sömu meðferð og réttindum og aðrir hér á landi. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík leggst gegn þeirri hugmynda- fræði sem útlendingalögin byggja á. Þetta kom fram í 1. maí ávarpi þess. Ráðið bendir á að öryggi þegn- anna sé mikilvægt í kjölfar hryðjuverka undanfarinna miss- era en eftirlitsþjóðfélag, þar sem öryggi þegnanna sé tryggt á kostnað friðhelgi einkalífsins, sé óásættanlegur kostur. Það segir mikilvægt að samtök launafólks tryggi að erlendir starfsmenn njóti sömu kjara og réttinda og Íslendingar. Stjórnvöldum beri að taka í taumana sé brotið á réttind- um þeirra. Öllum stríðsrekstri og hryðju- verkum var mótmælt í ávarpinu. „Atburðir undanfarins árs, inn- rásin í Írak, hryðjuverkin í Madrid og víðar sýna að ofbeldi getur af sér ofbeldi,“ segir í ávarpinu. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna segir niðurskurð ríkisvalds- ins í heilbrigðisþjónustu lands- manna rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi: „Með því sé öryggi þjóðarinnar ógnað.“ Einnig væri áhyggjuefni hversu illa gengi að rétta kjör kvenna á launamarkaði og ljóst væri að tryggja þyrfti réttarstöðu eldri starfsmanna til að koma í veg fyrir að þeim sé mismunað vegna aldurs. Ávinningum launafólks í nýgerðum kjarasamningum var fagnað: „Er sérstaklega ánægju- legt að ríkisstarfsmönnum innan ASÍ skyldi takast að rétta hlut sinn í lífeyrismálum.“ Varað var við samþjöppun á valdi og peningum í efnahags-og fjármálalífi þjóðarinnar. „Siðlausri sjálftöku sumra stjórnenda fjármálastofnanna er mótmælt enda í engu samræmi við þann veruleika sem íslenskt launafólk býr við.“ Að lokum lýsti fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík áhyggjum sínum af að viðvarandi atvinnuleysi væri staðreynd og hærra en hægt væri að sætta sig við. gunnhildur@frettabladid.is SKOÐANAKÖNNUN Tæplega 84 pró- sent landsmanna eru fylgjandi því að Þórólfur Árnason borgarstjóri leiði Reykjavíkurlistann í borgarstjórnarkosn- ingunum árið 2006. Rúmlega 16 prósent eru andvíg því að hann leiði listann. „Þetta er miklu meiri stuðningur en ég hefði getað ímyndað mér,“ segir Þórólfur. „Ég er mjög ánægður með það traust sem mér er sýnt og endurspeglast í þessari niðurstöðu.“ Þórólfur segist ekki hafa íhugað það alvarlega að leiða list- ann. „Ég hef almennt ekki talið tímabært að gera það. Það eru enn tvö ár í kosningarnar. Nánast enginn munur er á afstöðu fólks á í þéttbýli og úti á landsbyggðinni til þess hvort Þórólfur eigi að leiða listann. Þórólfur nýtur þó meiri stuðnings á meðal karla en kvenna. Rúmlega 86 prósent karla segjast fylgjandi því að hann leiði Reykja- víkurlistann, en tæplega 82 pró- sent kvenna. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Tæplega 33% sögðust óákveðnir eða neituðu að svara. ■ Niðurskurður varnarliðsins: Enginn fund- ur á dagskrá VARNARLIÐIÐ Varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli hefur fengið boð um að skera niður reksturinn um 200 milljónir aukalega vegna kostnaðar Bandaríkjamanna af stríðsrekstrinum í Írak. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkis- ráðuneytinu, var inntur eftir áhrifum þess á atvinnumál Íslend- inga á svæðinu. „Varnarliðsmenn reka þessa stöð og verða að finna það út sjálfir hvar þeir geta borið niður í sparnaði. Þeir munu fara yfir það eins vel og þeir geta hvar hægt er að hagræða. Þar getur verið um ýmsa kosti að ræða. Þetta getur komið niður á starf- semi sem er algerlega á þeirra eigin vegum en ekki er hægt að útiloka að þessi niðurskurður geti haft einhverjar uppsagnir ís- lenskra starfsmanna í för með sér. Það kemur í ljós á næstu vik- um eða mánuðum hvernig staðið verði að þessu,“ segir Gunnar Snorri. Ekki var honum kunnugt um væntanleg fundahöld íslenskra stjórnvalda og varnar- liðsins vegna þessara tíðinda. ■ HRAÐAKSTUR Rúmlega 40 öku- menn voru stöðvaðir af lögregl- unni á Blöndósi fyrir of hraðan akstur og aðrir 33 á Holtavörðu- heiði af lögreglunni á Hólmavík á föstudag og laugardag. Sá sem hraðast ók var á 125 km hraða. LÍKAMSÁRÁSIR Í VESTMANNA- EYJUM Tvær líkamsárásir voru kærðar í Vestmannaeyjum eftir föstudagsnóttina og gisti einn fangageymslur lögreglunnar. Sauma þurfti í höfuð og andlit annars fórnarlambsins. RÓLEGT Í REYKJAVÍK Mjög rólegt var í miðbæ Reykjavíkur föstu- dagskvöld og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af skemmt- anahaldi að þessu sinni. Konur í brjóstaskoðun: Fá mis- vísandi upp- lýsingar HEILSA Konur eru bæði óvissar og fá misvísandi upplýsingar um það hvernig þær eigi að finna krabbamein í brjóstum sínum. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn og birtust nið- urstöður hennar í tímaritinu Journal of Medical Ethics. Upplýsingar frá hinu opin- bera eru óskýrar og misvísandi samkvæmt rannsókninni og fyr- ir vikið vita konur ekki að hverju þær eiga að leita. Í rann- sókninni, sem var framkvæmd í austurhluta London, voru kann- aðar upplýsingar sem gefnar höfðu verið út í bæklingum og á heimasíðum á Netinu. ■ FJÖLDASLAGSMÁL Á EGILSSTÖÐ- UM Á annan tug manna slógust við Hótel Valaskjálf við lokun staðarins föstudagskvöld. Lög- reglan á Egilsstöðum stöðvaði slagsmálin sem stóðu milli ís- lenskra verkamanna af Kára- hnjúkum og heimamanna. Enginn þurfti á læknisaðstoð að halda. Lögreglan stöðvaði einnig öku- mann sem grunaður er um ölvunarakstur. INNBROT Í SUMARBÚSTAÐI Brot- ist var inn í tvo bústaði í um- dæmi Selfosslögreglu. Eigandi bústaðs við hliðiná kom auga á opnar dyr og tilkynnti eigundum um innbrotið. Um óvenju snyrti- leg brot var að ræða sagði tals- maður lögreglunnar, en eigendur sakna rafmagnstækja og annarra verðmæta úr bústöðunum. LONDON, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær að öll misnotkun hermanna á íröskum föngum væri algjörlega óásættanleg. Hann bætti því þó við að breskir hermenn væru yfirhöfuð að standa sig með sóma í starfi sínu í Írak. „Ég held að öllum myndi hrylla við þeirri tilhugsun að her- menn bandamanna hafi misnotað íraska fanga,“ sagði Blair. „Ef misnotkun hefur átt sér stað held ég að hún sé einstakt dæmi, en það gerir hana síður en svo ásætt- anlega.“ Bresk yfirvöld hafa nú til rann- sóknar ásakanir um misnotkunina eftir að dagblaðið Daily Mirror birti myndir af hettuklæddum íröskum fanga sem virtist vera misþyrmt af breskum hermönn- um. Á forsíðumynd blaðsins sást hermaður kasta af sér vatni á fangann sem sat á gólfinu. Bæði þessar myndir og þær sem CBS fréttastofan birti af bandarískum hermönnum að pynta írska fanga hafa vakið mikla reiði í Miðausturlöndum. Hafa arabar sakað Bandaríkja- menn um tvöfalt siðgæði í mann- réttindum. „Bandaríkjamenn eiga að skammast sín,“ sagði Mustafa Saad sem AP-fréttastofan ræddi við í Egyptalandi. „Hvernig geta þeir sannfært okkur núna um að þeir séu verjendur frelsis, lýð- ræðis og mannréttinda?“ Bæði George W. Bush Bandaríkjafor- seti og Tony Blair hafa fordæmt athæfið. ■ Tony Blair fordæmir pyntingar á föngum í Írak: Breskir hermenn sakaðir um pyntingar FORSÍÐA DAILY MIRROR Bresk yfirvöld hafa nú til rannsóknar ásakanir um misnotkunina eftir að dagblaðið Daily Mirror birti myndir af hettuklæddum íröskum fanga sem virtist vera misþyrmt af breskum hermönnum. Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Um 84% vilja að Þórólfur leiði R-listann ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Þórólfur segist ekki hafa íhugað það alvarlega að leiða R-listann fyrir næstu kosningar. FYLGJANDI 84% ANDVÍGIR 16% Ertu fylgjandi eða andvígur því að Þórólfur Árnason borgarstjóri leiði R-listann? Útlendingalög byggja á ranghugmyndum Fulltrúaráð verkalýðsfélaga Reykjavíkur gagnrýnir stjórnvöld í ávarpi sínu á baráttudegi verkalýðsins. Ráðið segir niðurskurð ríkisvaldsins í heil- brigðisþjónustu landsmanna rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi. 1. MAÍ Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR Fjöldi fólks hlýddi á ræður verkalýðsforystunnar á Ingólfstorgi í gær. Baráttufundir launþega voru víða um land í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T EINN MEÐ ALLAR RÉTTAR Einn var með allar tölurnar réttar í Lottóinu í gær. Hann fær 17,6 milljónir króna í vinning.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.