Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 2. maí 2004 33 AÐDÁENDUR Aðdáendur bresku rokkhljómsveitarinnar The Cure smella myndum af handarförum meðlima hljómsveitarinnar eftir að þeir greyptu þau í stein fyrir Rockwalk-gang- stéttina í Hollywood á föstudaginn. Robert Smith stofnaði The Cure árið 1976 og hún hefur selt yfir 28 milljónir platna út um all- an heim. Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki Mál Michaels Jackson Dramatíkin á milli leikaransTom Sizemore og fyrrverandi kærustu hans Heidi Fleiss heldur áfram. Í fyrra var leikarinn dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að berja hana á heimili þeirra. Dómarinn frestaði fangelsis- vistinni með því skilyrði að Sizemore færi í meðferð og ynni að því að hafa stjórn á skapi sínu. Nú hefur Heidi kært Sizemore fyrir skemmdir á heimili sínu, fyrir að stela munum í hennar eigu og aftur fyrir heimilis- ofbeldi. PINK Vakti mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í myndinni „The Gospel According to Janis.“ Pink vekur Janis til lífsins TÓNLIST Penelope Spheeris, leik- stjóri kvikmyndarinnar „The Gospel According to Janis“ segir að söngkonan Pink, sem heldur tónleika hér á landi í ágúst, hafi staðið sig með miklum sóma í að- alhlutverkinu. „Að sjá þessa stúlku vekja Janis aftur til lífsins var stórkost- legt,“ sagði Spheeris í nýlegu við- tali. „Þetta var mest gefandi stundin á öllum mínum ferli,“ bætti hún við. Myndin, sem er frumraun Pink á hvíta tjaldinu, kemur í kvikmyndahús á næsta ári. Auk þess að fara með aðal- hlutverkið í myndinni syngur Pink öll lögin sjálf. Þess má geta að önnur mynd um goðsögnina Joplin er í undir- búningi þar sem Óskarsverð- launaleikkonan Renee Zellweger verður í aðalhlutverkinu. ■ FÓLK Popparinn Michael Jackson lýsti yfir sakleysi sínu er hann mætti fyrir dómara í Kaliforníu á föstudag. Hann er ákærður fyrir kynferðislega áreitni á 14 ára dreng. Ákæran er lögð fram í tíu hlutum. Í gær kom einnig fram að Jackson er ákærður fyrir að hafa reynt að ræna barni. Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákveðið að nægi- legar sannanir séu gegn Jackson svo hægt sé að höfða mál og var honum formlega stefnt fyrr í þessum mánuði. Fyrir utan dómhúsið þakkaði Jackson aðdáendum sínum og fjölskyldu sérstaklega fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka öllum aðdáendum mínum um allan heim fyrir þá ást og stuðning sem ég hef fengið frá öllum heimshorn- um,“ sagði hann. „Fjölskyldu minni, bróður mínum Randy sem hefur verið ótrúlegur, og sam- félaginu í Santa Maria.“ Nýr lögfræðingur Jacksons fór fögrum orðum um skjólstæðing sinn eftir áheyrnina. „Þetta mál fjallar bara um eitt atriði, reisn, heiðarleika, velsæmi, heiður, mannkærleik, sakleysi og full- komna réttlætingu yndislegrar manneskju að nafni Michael Jackson,“ sagði hann. Jackson þarf að mæta næst fyrir dómara 28. maí. Þá verða gefin upp frekari upplýsingar um mannránskæruna nýju. ■ Lýsti formlega yfir sakleysi sínu MICHAEL JACKSON Var brosmildur þegar hann mætti í réttarsalinn. Brúðar búðin Mm... nei! Of rómantískt! Of harmonikku- legt! Of þröngt! BINGÓ! Þetta er málið! Fylgist með!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.