Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 8
8 2. maí 2004 SUNNUDAGUR
ÞRUMURÆÐA
Fidel Castro, forseti Kúbu, hélt þrumuræðu
yfir þegnum sínum í Havana í gær þegar
haldið var upp á verkalýðsdaginn,
fyrsta maí.
FLUGMÁL Air Atlanta hefur gert 4,3
milljarða króna samning við
bresku ferðaskrifstofuna Travel
City. Samningurinn kveður á um
leigu á tveimur Boeing 747-200
flugvélum með áhöfn.
Excel Airways, hlutdeildarfé-
lag Atlanta, mun annast flugið
sem verður frá London og
Manchester til Orlando og Las
Vegas í Bandaríkjunum. Í tilkynn-
ingu frá Atlanta kemur fram að
um 200 manns muni starfa við
þessi flug í sumar en 112 manns
næsta vetur. Flestir starfsmann-
anna eru frá Bretlandi.
Í samningnum er ákvæði um end-
urnýjun samningsins til tveggja ára
í viðbót. Komi til þess mun samning-
urinn skila um 13 milljörðum króna
í tekjur til Air Atlanta. Travel City
er ein af stærri ferðaskrifstofum
Bretlandseyja. Air Atlanta er kjöl-
festueigandi í Excel Airways sem er
eitt stærsta leiguflugfélag Bret-
landseyja og hefur sérhæft sig í
flugi til vinsælla ferðamannastaða
við Miðjarðarhaf. ■
-ráð dagsins
Geymið hreinsiefni þar sem börn ná ekki til.
Starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins:
Íslendingar
fengu 157
milljónir
STYRKVEITINGAR Íslendingar fengu
alls 157 milljóna króna styrkupp-
hæð við úthlutun stjórnarnefndar
starfsmenntaáætlunar Evrópusam-
bandsins á mánudaginn var. Styrk-
urinn er veittur til fimm aðila
vegna sex verkefna og eru verk-
efnin sem valin voru af ýmsu tagi.
Háskóli Íslands fær styrk til að
greina lesblindu fullorðinna, Fé-
lagsþjónusta Þingeyinga vegna
starfsmenntunaráætlunar fyrir ör-
yrkja, Háskólinn í Reykjavík fyrir
stuðningskerfi fyrir brottfallsnem-
endur, Myndlistarskólinn í Reykja-
vík fyrir nýja námsaðferð og Há-
skólinn á Akureyri fyrir fjölmenn-
ingartengt námsefni í ensku. ■
Bræður létust í
umferðarslysi:
Kennari
stakk af
BANDARÍKIN, AP Grunnskólakennari í
Tampa í Flórída hefur verið ákærð-
ur fyrir að flýja af slysstað eftir að
hafa ekið á tvo unga drengi með
þeim afleiðingum að þeir létust.
Jennifer Porter ók á fjögur
systkini þann 31. mars. Tveir bræð-
ur þrettán og þriggja ára létust, átta
ára systir þeirra og tveggja ára
bróðir slösuðust alvarlega. Lög-
fræðingur Porter segir hana hafa
verið of hrædda til að stoppa strax
eftir slysið. Daginn eftir hafi hún
hringt í lögregluna og tilkynnt að
hún bæri ábyrgð á slysinu.
Porter gæti átt yfir höfði sér
fimmtán ára fangelsisdóm en
ólíklegt þykir að hún verði dæmd
til hámarksrefsingar. ■
VEIÐI Nokkuð kalt var í veðri þeg-
ar veiði hófst í Elliðavatni í gær.
„Við byrjuðum veiðina út við
tangann en færðum okkur síðan
nær Elliðavatnsbænum,“ sagði
Örn Hjálmarsson sem var einn af
fjölmörgum veiðimönnum sem
tóku daginn snemma. „Við feng-
um nokkra góða urriða en sleppt-
um þeim aftur.“
Þó nokkuð veiddist af fiski
þennan fyrsta dag sem mátti
veiða, en margir veiðimannanna
slepptu aftur fiskunum sem þeir
veiddu.
Systrunum Agnesi og Rebekku
Guðmundsdætrum líkar vel að
veiða í Elliðavatni. Þegar blaða-
maður Fréttablaðsins hitti þær
voru þær nýbyrjaðar að veiða.
Þær sögðust hafa veitt í Elliða-
vatni í fyrra og þá fengið nokkra
fiska. Þær vonuðust eftir því að
sagan myndi endurtaka sig í ár. Á
sama tíma og systurnar köstuðu
óð annar veiðimaður út í vatnið
skammt frá. Hann hafði fengið
tveggja punda bleikju og gaf það
systrunum nokkra von.
Í Hólmsá stóðu tveir veiði-
menn vaktina í gærmorgun. Þeir
drógu smásilung en slepptu hon-
um aftur. Rífandi veiði hefur ver-
ið í Vífilsstaðavatni undanfarið og
stærstu fiskarnir sem veiðst hafa
þar eru um þrjú pund. ■
SYSTUR AÐ VEIÐA
Systurnar Agnes og Rebekka Guðmundsdætur voru að hefja veiði í vatninu.
Veiðimenn fjölmenntu er veiði hófst í Elliðavatni:
Kalt en ágætis veiði
FLUGFLOTI EXCEL AIRWAYS
Excel Airways, hlutdeildarfélag Atlanta, mun annast flugið sem verður frá London og
Manchester til Orlando og Las Vegas í Bandaríkjunum.
Flugfélag í eigu Atlanta flýgur til Orlando og Las Vegas:
Gerir 4 milljarða
leigusamning
Umdeilt útlendinga-
frumvarp orðið að lögum
Með nýjum lögum er útlendingum sýnd andúð í stað vinsemdar og virðingar, segir Rannveig
Guðmundsdóttir. Meirihluti Alþingis samþykkti útlendingafrumvarpið, en tveir stjórnarliðar
studdu ekki aldursákvæði þess.
ALÞINGI Umdeilt frumvarp Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra
um útlendinga var samþykkt á Al-
þingi í fyrradag og hefur verið af-
greitt sem lög. Frumvarpið var
samþykkt með 31 atkvæði stjórn-
a r f l o k k a n n a
gegn 24 stjórn-
arandstöðunnar,
en átta þing-
menn voru fjar-
staddir. Breyt-
i n g a t i l l a g a
minnihluta alls-
herjarnefndar
var felld en
tveir þingmenn
F r a m s ó k n a r -
flokksins, Jón-
ína Bjartmarz
og Kristinn H.
G u n n a r s s o n ,
studdu ekki aldursákvæði frum-
varpsins, en greiddu atkvæði með
frumvarpinu í heild.
Markmiðið með lögunum er
meðal annars að reyna að koma í
veg fyrir að hjúskapur, sem stofn-
að er til í þeim tilgangi einum að
afla dvalarleyfis, geti orðið
grundvöllur að útgáfu slíks leyfis.
Þannig verður útlenskur maki Ís-
lendings að vera orðinn 24 ára til
að geta fengið dvalarleyfi hér-
lendis sem aðstandandi og ætt-
ingjar útlendings eða maka verða
að hafa náð 66 ára aldri til að geta
sótt um dvalarleyfi fyrir aðstand-
anda. Fyrri aldursmörkin byggj-
ast að hluta til á þeim sjónarmið-
um að vernda þá sem minna mega
sín gegn þrýstingi til að ganga í
málamyndarhjónaband en einnig
að vernda þá sem búa við þá
menningarhefð að foreldrar ráð-
stafi börnum sínum í hjúskap.
Heimilt verður fyrir Útlend-
ingastofnun að krefjast rannsókn-
ar á erfðaefni, þegar vafi leikur á
um það að umsækjendur um dval-
arleyfi aðstandenda séu í raun
ættmenni útlendings. Jafnframt
verða núgildandi leitarheimildir
lögreglunnar útvíkkaðar þannig
að þær nái einnig til þess þegar
rökstuddur grunur leikur á því að
stofnað hafi verið til hjúskapar í
þeim tilgangi einum að útvega út-
lendingi dvalarleyfi.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar gagnrýndu lagasetninguna harð-
lega og sögðu mörg mjög vond
ákvæði að finna í frumvarpinu og
því sæju þeir sig tilneydda til að
greiða atkvæði gegn því.
„Málið var mjög vafasamt og ég
var vonsvikin með það hvaða lína
var tekin í því. Það eru mikil mis-
tök að búa til sérlög um hjúskapar-
réttindi og krefjast lífsýna með
þeim hætti sem frumvarpið heimil-
ar. Það er verið að sýna útlending-
um mikla andúð með lögunum, í
stað þess að taka á móti fólki, sem
hingað kemur til að lifa og starfa
með okkur, með vinsemd og virð-
ingu,“ sagði Rannveig Guðmunds-
dóttir, Samfylkingunni.
bryndis@frettabladid.is
ÚTLENDINGAFRUMVARP
Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið með 31 atkvæði gegn 24 atkvæðum stjórnarandstöðunnar. Átta þingmenn voru fjarstaddir.
Markmiðið með lögunum er að reyna að koma í veg fyrir að hjúskapur, sem stofnað er til í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis, geti
orðið grundvöllur að útgáfu slíks leyfis.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Það er ver-
ið að sýna út-
lendingum
mikla andúð
með lögun-
um, í stað
þess að taka
á móti fólki
með vinsemd
og virðingu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
.B
EN
D
ER
AP
/M
YN
D