Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 12
Síðasta vor fengum við mennta- skólanemar að vita að sett yrðu á samræmd stúdentspróf í íslenskum framhaldsskólum. Reglugerð um það hafði að vísu verið í lögum frá 1996 en þeir menntaskólanemar sem þreyta íslenskuprófið í vor voru 11 ára árið 1996 og hafa af ein- hverjum ástæðum fáir lesið þau. Mikil óánægja hefur verið meðal framhaldsskólanema og kennara með hugmyndina á bak við sam- ræmdu stúdentsprófin, og fram- kvæmd þeirra. Tilgangur prófanna, samkvæmt menntamálaráðuneytinu, er að: • Gefa skólunum möguleika á að sjá hvar þeir standa í samanburði við aðra skóla • Gera háskólum innanlands og erlendis kleift að sjá hvar nemend- ur sem sækja um skólavist standa í samanburði við aðra nemendur • Gera menntamálaráðuneytinu kleift að sjá hvort markmiðum aðal- námskrár hafi verið náð og sjá til þess að allir framhaldsskólanemar útskrifist með ákveðna grunnþekk- ingu. Þetta hljómar vissulega vel en eru þetta rök sem halda vatni? Samræmd stúdentspróf á ein- ungis að leggja fyrir í íslensku, ensku og stærðfræði. Hvað með líf- fræði, hvað með frönsku og spænsku, hvað með hagfræði, hvað með alla félagsfræðideildina eins og hún leggur sig? Er frammistaða skóla í þessum greinum minna virði? Samræmd próf í grunnskóla hafa ekki verið til mikils góðs. Skól- arnir eru dæmdir eftir samræmdu einkunnunum einum. Þessi ofur- áhersla á samræmdu fögin stuðlar að því að skólarnir verði einsleitari og minna fjölbreyttir því að aðrar greinar vilja gleymast í fjölmiðla- fárinu í kringum samræmdu ein- kunnirnar og sama efnið verður að kenna í öllum greinum. Háskóli Íslands hefur þegar gef- ið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki nýta samræmdar stúdents- einkunnir við að taka inn nemendur, enda geta fáar deildir tekið mark á þessum prófum. Ef einstaklingur ætlar t.d. að skrá sig í sálfræði gagnast próf í ensku, íslensku og stærðfræði honum lítið og fáránlegt að hugsa til þess að inntökupróf í sálfræði yrði lagt niður vegna sam- ræmdra stúdentsprófa. Á kannski að fjölga prófunum með tímanum? Hvað verður þá um gildi hinna upprunalegu stúdentsprófa? Íslenskir nemendur hafa hingað til komist inn í erlenda skóla án þess að hafa samræmd próf. Af hverju ætti það að verða öðruvísi núna? Þar að auki gilda sömu rök og við nefndum áðan: hvaða fög í erlend- um háskólum eru það sem geta stuðst við íslensk samræmd próf í stærðfræði? Hvað varðar ensku- kunnáttu er lítið mál að taka alþjóð- legt stöðupróf í ensku við Mennta- skólann í Hamrahlíð. Vissulega er skiljanleg sú þörf menntamálaráðuneytisins að vita hvort verið sé að fara eftir aðal- námskrá. En það hlýtur að vera hægt að kanna það með öðrum og betri leiðum en samræmdum stúd- entsprófum. Innan menntamála- ráðuneytisins starfar sérstök mats- og eftirlitsdeild sem á að hafa eftir- lit með innra starfi skólanna. Er ekki hægt að virkja þessa deild til að tryggja að farið sé eftir aðal- námskrá? Eftir íslenskuprófið 3. maí verð- ur efnt til mótmæla á Austurvelli kl. 13:30. Við hvetjum alla sem eru á móti prófunum, hvort sem það eru nemendur, kennarar eða aðrir, til að mæta og sýna andstöðu sína. ■ Mér, eins og fleirum, er farið að blöskra framgangur íslenskra stjórnvalda. Hvað eftir annað verður almenningur vitni að því- líkum valdhroka að leita þarf langt aftur í tímann og til ráð- stjórnarríkja til að finna eitthvað sambærilegt. Ég sem hélt að hér væri virkt lýðræði og frelsi! Stað- reyndin virðist hins vegar sú að hér á landi ræður einn maður meira eða minna ferðinni. Lög eru jafnvel sett sem beinast gegn ein- stökum aðilum eða fyrirtækjum, allt eftir geðþótta stjórnarherr- ans. Við göngum til alþingiskosn- inga alla jafna á fjögurra ára fresti. Þar kjósum við þá 63 þing- menn sem við treystum (auðvitað misvel) til að gæta hagsmuna lands og lýðs næstu fjögur árin. Það hvern við kjósum, hverjum við treystum, fer auðvitað eftir ýmsu. Sumir eru nánast fæddir inn í ákveðinn flokk, aðrir fara eft- ir loforðalistum þeim sem settir eru fram fyrir kosningar og enn aðrir dæma menn af verkum sín- um. Ég leyfi mér að fullyrða að sama hvaða aðferð menn nota þá gerum við ráð fyrir að allir þessir fulltrúar hafi eitthvað um land- stjórnina að segja. Auðvitað hafa stjórnarþingmenn meiri áhrif en stjórnarandstæðingar eðli máls samkvæmt. En hvaða áhrif hafa óbreyttir stjórnarþingmenn hér á landi um þessar mundir? Mér birt- ist stjórnarfarið þannig að for- maður Sjálfstæðisflokksins ákveði hlutina og formaður Fram- sóknarflokksins taki síðan undir, því ekki má styggja þann fyrr- nefnda, það er stór stóll í veði. Það er að verða nokkuð löng hefð í Sjálfstæðisflokknum að þar geri menn bara það sem formað- urinn segir, óháð því hvort um ráð- herra eða óbreytta þingmenn er að ræða. Það er reyndar hálf aumk- unarvert að sjá ungliðana sem komust inn á þing sl. vor í krafti æskudýrkunar, sem þá þóttust hafa miklar hugsjónir og skoðanir, lyppast nú niður og tala eins og endurómun af orðum formanns- ins. Það örlar ekki á sjálfstæðri skoðun, á gagnrýnni hugsun, á virðingu fyrir þeim sem kusu við- komandi vegna orðræðu í kosn- ingabaráttunni. Í Framsóknar- flokknum er staðan sú að formað- urinn heldur öllum ráðherrunum í heljargreipum vegna stólaskipt- anna í haust. Allir hafa ráðherr- arnir lýst yfir vilja sínum til að halda áfram í stóli ráðherra. Val á ráðherrum gengur þannig fyrir sig, eins og menn vita, að formað- urinn leggur tillögu fyrir þing- flokk sem „að sjálfsögðu“ sam- þykkir tillöguna. Hver og einn ráðherra á því stól sinn undir því að styggja ekki formanninn. Þegar allir ráðherrar Framsóknar hafa samþykkt hugmyndir formanns- ins í einstökum málum er létt verk og löðurmannlegt að fá samþykki þingflokksins því ráðherrarnir eru jú sex að tölu, þ.e. helmingur þingflokksins. Auk þess ganga einhverjir hinna óbreyttu með ráðherrann í maganum og þeir gera sér jafnvel vonir um að hausthrókeringarnar færi þeim stól. Ekki geta þeir tekið áhættuna að styggja formanninn! Opinber umræða um málefni líðandi stundar, um samfélagsleg- ar áherslur, um áherslur í utanrík- ismálum, í menntamálum, í heil- brigðismálum o.s.frv. finnst mér fremur veikburða. Ég tók þátt í kosningabaráttu vegna alþingis- kosninganna 1999. Þá voru fleiri en einn og fleiri en tveir sem ekki töldu sig geta opinberað pólitískar skoðanir sínar, stuðning við ákveðna frambjóðendur eða flokka, vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem slíkt kynni að hafa á störf þeirra. Menn töldu sem sagt að þeir gætu misst starf eða starfstækifæri ef þeir væru ekki í réttum lit. Þetta var fyrir fimm árum og síðan hefur skörin aldeil- is færst upp í bekkinn. Nú þora menn enn síður en fyrir fimm árum að hafa skoðanir og láta þær umbúðalaust í ljós. Jafnvel á fund- um innan ákveðinna stjórnmála- flokka, þar sem samherjar hittast, vilja menn eingöngu vera í já-kór. Það heitir í hinni nýju gerð míns gamla flokks „að tala einum rómi“! Um stjórnmál og stjórnmála- menn gildir hið sama og í annarri stjórnun að allir hafa gott af því að fá viðbrögð (feedback) við hug- myndum sínum. Það er hverjum og einum hollt að heyra bæði já- kvæðar og hugsanlegar neikvæð- ar hliðar og afleiðingar mála, að rökræða hugmyndir og áætlanir, að þurfa að rökstyðja sitt mál. Það er engum stjórnanda hollt að safna í kringum sig óreyndum já- mönnum, reynslulitlu fólki sem gagnrýnislaust gerir það sem þeim er sagt í von um persónuleg- an frama þegar fram líða stundir. Ég vona að þessir síðustu at- burðir á stjórnarheimilinu hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá almenningi. Að botninum sé náð og breyting til hins betra, til virks lýðræðis, til rökræðu og skoðana- skipta, til opinnar stjórnsýslu, sé á næstu grösum. ■ 2. maí 2004 SUNNUDAGUR12 Metnaðarfullt starf Leikskóla Reykjavíkur Kröfur þær sem við gerum til leikskólanna okkar og þjónustu þeirra eru miklar. Fólk man tím- ana tvenna. Það eru ekki mörg ár síðan fólk var ánægt að koma börnunum sínum að, þó ekki væri nema hálfan daginn og það þó börnin hafi verið orðin 3 ára eða eldri. Þjónustan er allt önnur í dag. Börn fara á leikskóla allt niður í 18 mánaða og mikill meirihluti, eða 88%, dvelja allan daginn. Það er því ljóst að umönnun og mennt- un sú sem þar fer fram er mjög mikilvæg í þroskaferli barnanna fyrstu æviár þeirra. Kannanir meðal foreldra sýna að þeir telja leikskóla borgarinnar standa vel undir þeirra væntingum. Í leikskólum borgarinnar fer fram gott og metnaðarfullt starf hjá vel menntuðu og hæfu starfs- fólki. Hver leikskóli gerir sína námskrá og er hún endurskoðuð á 5 ára fresti. Námskráin er byggð á aðalnámskrá leikskóla. Leikskól- arnir eru með mismunandi leiðir en vinna allir að sama markmið- inu. Námskráin er gerð til að festa í sessi ákveðnar leiðir og aðferðir við menntun og uppeldi barna. Hún er visst aðhaldstæki að þeim leiðum sem unnið er eftir. For- eldrar hafa fullan aðgang að nám- skránni og vita því nákvæmlega hvaða uppeldisstefnu leikskóli barnsins aðhyllist. Leikskólar Reykjavíkur hafa alla tíð lagt mikla áherslu á góða starfsmannastefnu. Liður í henni er metnaðarfull áætlun um sí- og endurmenntun sem leikskóla- stjórar sjá um að útfæra eftir þörfum hvers leikskóla. Þá hefur verið í gangi heilsu- eflingarátak á vegum Leikskóla Reykjavíkur. Verkefnastjóri var ráðinn sem sér um að taka út allan aðbúnað leikskólans til hagsbóta fyrir börn og starfmenn. Þetta hefur gert það að verkum að starfsfólk hefur orðið meðvitaðra um líkamsbeitingu og aðra þætti sem varða eigin heilsu sem og heilsu barnanna. Eins og að framan greinir fer fram mikið og metnaðarfullt starf innan Leikskóla Reykjavíkur þar sem höfuðáhersla er lögð á að hvert barn fái notið sín sem best. Allt okkar starf miðar að því að börnin verði sjálfstæð, glöð og öðlist heilbrigða sjálfsmynd. Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins og því er mikilvægt að hlúa að þörfum barnsins og leggja metnað í að gera leikskóladvölina ánægjulega þroskandi og umfram allt að barnið njóti sín sem ein- staklingur í nútíma þjóðfélagi, því lengi býr að fyrstu gerð. ■ UMRÆÐAN LEIKSKÓLARNIR Hver leikskóli gerir sína námskrá og er hún endurskoðuð á 5 ára fresti. ,, HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR OG KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR SKRIFA UM MÁLFUNDAFÉLAG KVENNASKÓLANS HEIMSMÁLIN DAGSKRÁ Þetta er bara vorhret. Ekkert mál. Hvíti maðurinn segist bara eiga leið hjá! Ef þú létir klippa þig tæki fólk kannski mark á þér! Við munum ná takmarki okkar í Írak Enn ein heimskuleg uppfinning? Þú átt eftir að sjá eftir þessu þegar þú fellur fram af endi- mörkum heimsins, Kólumbus! Þvílíkt fífl! Kornið sem fyllir mælinn ELSA B. FRIÐFINSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG FYRRVERANDI AÐSTOÐARKONA HEILBRIGÐISRÁÐHERRA UMRÆÐAN VALDHROKI Formaður Sjálfstæð- isflokksins ákveður hlutina og formaður Fram- sóknarflokksins tekur síðan undir, því ekki má styggja þann fyrrnefnda, það er stór stóll í veði . ,, Samræmd stúdentspróf Fræg ummæli sögunnar GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR LEIKSKÓLASTJÓRI FOLDABORGAR OG ÞORLÁKUR BJÖRNSSON FORMAÐUR LEIKSKÓLARÁÐS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.