Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 34
22 2. maí 2004 SUNNUDAGUR „Miklar skemmdir urðu á austur- horni netagerðarbryggjunnar í Neskaupstað í norðaustan stormi sem var á þriðjudagskvöldið, þeg- ar landfestar skips sem lá við hana gáfu sig. Skipið, Bjarni Ólafsson AK, skemmdist hins vegar ekki en talið er að vindhvið- an sem skall á því hafi verið 36 metrar á sekúndu. Ekki verður ráðist í viðgerðir fyrr en í sumar.“ Þetta sagði meðal annars í stuttri frétt frá fréttaritara Fréttablaðs- ins í Norðfirði í annarri viku febr- úar. En það var einmitt vegna þessara skemmda sem lík Vaidasar Jucevicius fannst. Þor- geir Jónsson kafari fann líkið. „Mér brá hrikalega og get varla lýst því hvernig mér leið,“ sagði hann í viðtali við Fréttablað- ið um þessa sérstöku reynslu. „Það var algjör tilviljun að lík- ið fannst svona fljótt,“ sagði Gísli Sigurbergur Gíslason, hafnar- stjóri á Neskaupstað. Gísli sagði að bryggjan hafi skemmst í óveðri. Hann segir að viðgerðir á bryggjunni hefðu ekki verið áætlaðar fyrr en seinna á ár- inu eða jafnvel því næsta. Hann hafi hins vegar rætt við Þorgeir Jónsson kafara á þriðjudag og beðið hann að athuga hvort skemmdir væru á stólpum bryggjunnar. Þorgeir hafði sam- band við Gísla daginn eftir til að láta vita að hann ætlaði að fara niður þá um daginn þar sem veðr- ið væri svo gott. Fyrst benti allt til morðs Lögreglan heima fyrir og sér- fræðingar frá Reykjavík hófu strax rannsókn. Allt benti til morðs. „Áverkarnir sem eru á líki mannsins sem fannst í höfninni í Neskaupstað benda til að maður- inn hafi verið myrtur á kaldrifjað- an hátt. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa hver varð manninum að bana. Lögregla hefur fáar vís- bendingar til að styðjast við við rannsóknina,“ sagði í Fréttablað- inu 13. febrúar. Fimm stungusár eru á líkinu, á kvið og brjóstholi. Áfram beindist athygli rannsóknarinnar fyrst og síðast að því að framið hefði verið ógeðfellt morð. Líkið var sent til krufningar og þá tók málið kúvendingu. Strax hermdu heim- ildir Fréttablaðsins að niðurstaða krufningarinnar hafi leitt til að lögregla teldi sig nokkru nær um málið. Mynd af þeim látna var send til norsku lögreglunnar þar sem hún var sýnd skipverjum norska loðnuskipsins Senior en skipið var í Neskaupstað fáum dögum fyrir líkfundinn. Ekki var útilokað að skipverjarnir gætu gefið gagnlegar upplýsingar. Kúvendingin mikla Við krufninguna kom fram að Vai- das Jucevicius hafði innbyrt mik- ið magn amfetamíns. Sannað þótti að Vaidas hefði látist af völdum fíkniefnanna og var í fyrstu talið hugsanlegt að gat hefði komið á umbúðir og amfetamín komist í blóðið. Það var þó útilokað eftir greiningu sýna úr líkinu. Fimm stungusár eru á líkinu, á kvið og brjóstholi og er talið að þau hafi verið veitt eftir að maðurinn lést og það hafi verið gert til að forð- ast gasmyndun sem veldur því að líkið flýtur upp eftir ákveðinn tíma í vatni eða sjó. Þeir sem til þekkja segja sárin veitt af kunn- áttumönnum. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og lögregla leitaði tveggja Íslendinga og eins Litháa sem eru grunaðir um að hafa kom- ið líkinu fyrir í höfninni. Hverjir hinir grunuðu voru var ekki gefið upp. Svo fór að þeir gáfu sig fram við lögreglu og eftir að hafa rætt við réttvísina var þeim sleppt. Þá- verandi lögmaður þremenning- anna sagði sér ekki kunnugt um að þremenningarnir hafi haft rétt- arstöðu grunaðra manna. „Rannsóknin beinist að stórum hluta að því að kortleggja eins ná- kvæmlega og unnt er ferðir allra grunaðra og allra sem til greina koma og kortleggja þá sólar- hringa sem þessir atburðir eiga sér stað. Við vinnum eftir öllum þeim staðreyndum sem við getum safnað saman,“ sagði Arnar Jens- son hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi. Við réttarkrufningu kom í ljós að Vaidas var ekki með minna en 400 grömm af hvítu efni, meðal annars amfetamíni, innvortis í 50 til 60 sérútbúnum plasthylkjum. „Í gær kom staðfesting frá Vilníus þess efnis að fingraför mannsins, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað, væru samkennd við fingraför þarlends ríkisborgara,“ sagði Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eski- firði, föstudaginn 20. febrúar. Þrír í gæsluvarðhald Tveir Íslendingar og einn Lithái voru úrskurðaðir í ellefu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur sunnudaginn 22. febrúar. Mennirnir eru þeir Grét- ar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragn- arsson og Litháinn Tomas Mala- kauskas. Þeir eru grunaðir um ólögleg fíkniefnaviðskipti, ósæmi- lega meðferð á líki og að bjarga ekki manni í lífsháska eða um morð af yfirlögðu ráði. Lögregla telur að Tomas og Jónas hafi tekið á móti Vaidasi annan febrúar. Eitt af því sem tengir þá við Vaidas er að Jónas breytti flugmiða hans og bókaði hann í flug frá landinu tveimur dögum síðar en hann upphaflega átti að fara. Síðar var brottför Vai- dasar seinkað um óákveðinn tíma. Lést í Reykjavík Allt bendir til að Vaidas Jucevici- us hafi látist í Reykjavík og að ekið hafi verið með líkið til Nes- kaupstaðar. Talið er víst að Jónas og Tomas hafi ferðast með líkið í tvo daga pakkað inn í teppi sem keypt var í Byko. Á leiðinni urðu þeir veður- tepptir á Djúpavogi frá föstudags- kvöldi til sunnudags. Þeir komu til Neskaupstaðar sunnudaginn 9. febrúar og héldu aftur til Reykja- víkur daginn eftir. Líki Vaidasar var sökkt við netabryggjuna í Neskaupstað um miðnætti á sunnudagskvöldið. Rannsóknin hélt áfram og lög- reglan lagði hald á tvo bíla, fólks- bíl og jeppa, sem taldir eru tengj- ast þremenningunum. Að sögn Arnars Jenssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns hjá ríkislögreglu- stjóra, hefur lögregla tekið bílana Tilviljun að málið komst upp Ellefu vikur eru frá því að Þorgeir Jónsson kafari fann lík Juceviciusar í höfninni við netagerðarbryggjuna í Neskaupstað. Ríkislögreglustjóri hefur lokið rannsókn og sent málið til ríkissaksóknara. HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS LÍKFUNDARMÁLIÐ Í NESKAUPSTAÐ SKEMMDIR Á BRYGGJUNNI Ef Þorgeir Jónsson kafari hefði ekki farið niður að kanna tjón á stólpum netagerðarbryggju Neskaupstaðarhafnar væri Vaidas Jucevicius sjálfsagt enn á hafsbotni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.