Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 18
18 2. maí 2004 SUNNUDAGUR ■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ spáir í Ísland í augum Frakka. Sennilega er maður aldreimeiri Íslendingur en í útlönd- um. Um leið og maður fer að heiman er maður byrjaður að svara spurningum um hvernig lífið sé eiginlega þarna hinum- megin. Er ekki kalt? Er ekki dimmt? Er ekki ískalt? Hvernig er arkitektúrinn í Reykjavík? Góð spurning. Ég er í ferðalagi og þessa vik- una staddur í Frakklandi. Þótt þjóðin birtist sem frekar andfúl kelling hefur maður eitthvað verið að spjalla. Öllu heldur set- ið fyrir svörum. Því hér er mað- ur svo mikið frá Íslandi. Ekki að ég viti af hverju, en alltaf skal maður gleyma því að í útlöndum er Ís- land enn nánast óþekkt fyrirbæri. Kannski er þetta komplex. Kannski er þetta þrá eftir að tilheyra heiminum. En alltaf skal maður halda að þetta sé komið, að fólk viti nú flest um Ísland, þar til maður yf- irgefur það. Og byrjar aftur að svara þessum sömu spurningum um kulda, myrkur og ískulda. Ísland í Frakklandi Enn hef ég ekki hitt mann- eskju hér í Frakklandi sem hef- ur komið til Íslands. Flestir segj- ast langa voðalega mikið til að fara þangað en eru vissir um að það sé hrikalega dýrt. Líka þeir sem vita ekkert um landið. Einn og einn hipster hefur hlustað á Sigur rós og heyrt af ýmist mynd eða bók eða bar sem heitir 101 Reykjavík. Stöku furðufugl kemur manni í vandræði með því að vita meira en maður sjálf- ur. Og bendir svo á eitthvað eins og að hálendi Íslands sé í raun stærsta eyðimörk Evrópu. Aldrei séð það þannig. En það sem er almennt vitað í Frakklandi um Ísland er að for- setinn heitir Vigdís. Að landið er lítil eyja með um milljón íbúa sem margir hverjir trúa á álfa. Það er dimmt og kalt og trjá- laust. Geitahöfuð er borðað sem snakk. Fólk liggur mikið í heit- um laugum og horfir á n o r ð u r - l j ó s i n . Enda allt á kafi í snjó og lítið annað hægt að gera. Því er þjóðin frekar drykkelld og sjálfsmorðstíðni sláandi há. Og Björk er frá Íslandi. Semsagt, þetta er ekki enn komið. Ástæðan er sú að fólki á meginlandinu finnst þessi beyglaða mynd af landinu miklu skemmtilegri en veruleikinn. Fólk vill að Ísland sé skrýtna landið. Sambland af teiknimynd og hrollvekju. Það skiptir engu máli hvort eyjan er best eða næstbest. Svo lengi sem á henni eru álfar og stöff. Fyrir fólki í Frakklandi minn- ir Íslendingur á einangraðan bónda sem hefur barist í gegn- um dimma skafla til að komast í kaupstaðinn. Og það nennir ekki að hlusta á hann lýsa venjulegu lífi heima fyrir. Af þeim er nóg. Það vill draugasögur og öðru- vísi. Þessvegna mun þetta aldrei koma. Þessvegna verður þetta alltaf svona. Er ekki kalt? Er ekki dimmt? Er ekki dýrt? Af sömu ástæðum endar maður yf- irleitt á að detta í Thule gæjann og byrjar að ljúga að fólki því sem það vill heyra. Maður lýgur því að Íslending- ar séu á meðal hinna staðföstu þjóða. Lýgur því að pólitískum flóttamanni hafi ekki verið veitt hæli á Íslandi svo árum skipti. Lýgur því að nokkurhundruð innfluttir portúgalskir þrælar séu að reisa lygilega stóra virkj- un undir norðurljósunum. Mað- ur lýgur því að viðskiptalífið stjórnist af höndum tveggja feðga. Lýgur því að stjórnmálin séu í einkaeign ákveðins manns. Maður lýgur því að geimverur hafi átt að lenda á Snæfellsjökli. Og alltaf er fólk meira en tilbúið að trúa þessu öllu. Enda gott stöff. Frakkland í Frakklandi Annars er allt í allrabesta lagi í Frakklandi. Lóan er farin, löngu komið sumar og lífið líður jafn átakalaust áfram og nýi Air diskurinn. Þeim sem tala frön- sku er gaman að segja frá því að fyrirsögnin framan á Le Figaro í dag er: „Chirac: l’Europe est une chance pour notre avenir“ Það hlýtur að þýða eitthvað gott. En þrátt fyrir nokkra tilgerð og þörf á þjóðarátaki í almennri tannhirðu er landið vel dá- samlegt á köflum. Því fær það 7,3 af tíu mögulegum. ■ ■ „Maður lýgur því að Íslend- ingar séu á meðal hinna staðföstu þjóða. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR „En það sem er almennt vitað í Frakklandi um Ís- land er að forsetinn heit- ir Vigdís. Að landið er lítil eyja með um millj- ón íbúa sem margir hverjir trúa á álfa. Það er dimmt og kalt og trjálaust. Geitahöfuð er borðað sem snakk.“ Íslönd Tuttugumanna loftfimleikaatriði er meðal þess sem boðið verður upp á á fyrstu dögum Listahátíðar í Reykjavík. Gísli Örn Garðarsson hefur unnið að undirbúningi atriðisins og hrósar íslensku verkviti. Ástin er í loftinu Listahátíð í Reykjavík verðursett eftir tæpar tvær vikur og að vanda er dagskrá hennar fjöl- breytt. Meðal þess sem vakið hef- ur sérstaka spennu og eftirvænt- ingu er atriðið: „Að dýfa sér fram af 15 metra byggingu“ en um það hefur aðeins verið sagt: „Hið víð- förla Vesturport verður með mikil- fenglegt áhættuatriði í miðborg- inni“. Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, hefur veg og vanda af atriðinu en loftfimleikar af ýmsu tagi standa honum nærri eftir við- fræga uppfærslu hans og félaga á Rómeó og Júlíu í Reykjavík og Lundúnum. Nú í fyrsta skipti hef- ur hann fallist á það að greina frá því hvað hið dularfulla atriði mun fela í sér. „Starfsfólk Listahátíðar hafði samband við mig og bað mig um að setja saman atriði sem gæti gerst utan dyra í miðbæ Reykjavíkur og höfðaði til allrar fjölskyldunnar. Ég hugsaði málið og ræddi við mitt nánasta samstarfsfólk og svo kom hugmyndin,“ segir Gísli Örn en Vesturport og Artbox standa að verkefninu. Og líkt og í Rómeó og Júlíu er ástin í aðalhlutverki í þessu atriði. „Þetta verður sumsé ástaratriði sem gerist í háloftunum.“ En hvað munu áhorfendur sjá? „Þeir munu sjá unga og fagra konu í mikilli lofthæð og karla sem keppast um hylli hennar.“ Góðir samstarfsmenn Um 20 manns taka þátt í atrið- inu sem fram fer í Austurstræti, laugardaginn 15. maí og stendur í um 20 mínútur. Gísli Örn segir undirbúning hafa tekið langan tíma og ýmsu sé til tjaldað. „Þarna sameinast verkfræðikunnátta og færni í að kasta sér fram úr hárri hæð án þess að hálsbrotna.“ Og hann hrósar þeim sems að verkefninu hafa komið. „Starfs- menn Orkuveitunnar og GP-krana hafa verið okkur innan handar og þar fara miklir og góðir fagmenn. Við unnum með sirkussérfræðing- um í London þegar við settum upp Rómeó og Júlíu þar og ég verð að segja að Íslendingarnir eru klassa yfir ofan Bretana í þessum málum. Við erum að komast að því að það er hægt að búa til svona atriði hér á Íslandi af engu minni stórfeng- leika en maður sér erlendis.“ Gísli Örn segir gaman og spennandi að vinna að þessu, ekki síst í ljósi þess að ekki sé hægt að taka upp símann og slá á þráðinn til kunnáttumanna í sirkusatriðum og leita ráða. Hann og hans fólk verði að leysa úr sínum vandamál- um sjálft og á sama tíma sé búin til þekking á þessum fræðum á Ís- landi. Á ekki að vera hættulegt Loftfimleikum fylgir áhætta en Gísli Örn vill ekki gera mikið úr henni. „Það á ekki að fylgja þessu áhætta en það má svo sem segja að þetta sé áhættuíþrótt. Menn eiga hinsvegar að kunna sitt fag og vera það vel undirbúnir að slysin gerist ekki en auðvitað geta þau gerst í þessu eins og öðru.“ Hann ítrekar hinsvegar að undirbúningurinn eigi að vera þannig að þó þetta líti hættulega út þá viti menn hvað þeir eru að gera og hangi fastir þegar þeir láti sig detta. Sjálfur ætlar Gísli Örn að standa á jörðinni á meðan atriðið fer fram, hann tekur sumsé ekki þátt í því sjálfur. Og hann er ófáan- legur til að láta nokkuð uppi um hverjir svífi um loftin blá í mið- borginni, annan laugardag. Rómeó og Júlía í Borgarleikhúsinu í maí? Gísli Örn hefur að vanda í mörg horn að líta. Nú á föstudag var síðasta sýning á leikritinu Brimi eftir Jón Atla Jónasson en verkið var skrifað fyrir Vestur- port sem farið hefur með það um landið að undanförnu. Og Rómeó og Júlía eru enn uppi á borðum. „Við erum alltaf með þau á hliðarlínunni,“ segir hann. „Það er mjög líklegt að við verðum með nokkrar sýningar í Borgarleikhúsinu nú í maí.“ Þegar hann er spurður hvort líklegt sé að uppsetning Vestur- ports á þessum ástarharmleik Shakespeare’s verði færð á fjalir í útlöndum á ný, svarar hann: „Framtíðin er björt á því sviði.“ Stutt og laggott. Og um næstu spor sín á leiksviði segir hann: „Það verður á einhverjum góðum stað með góðu fólki.“ Sem sagt, ekkert hægt að toga upp úr hon- um. Gísli Örn hefur hinsvegar hug- ann við loftfimleikana í miðborg- inni þessa dagana og ekki að efa að margir munu horfa opinmynnt- ir upp í loftið þegar þar að kemur. bjorn@frettabladid.is ÚR RÓMEÓ OG JÚLÍU Dágóð þekking á sirkus og loftfim- leikum er að verða til í landinu. GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Fólk mun sjá unga og fagra konu í mikilli lofthæð og karla sem keppast um hylli hennar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.