Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 21
21SUNUDAGUR 2. maí 2004 Fosshótel ehf. auglýsir eftir fólki með ástríðu fyrir gestrisni til starfa á sumarhótelum fyrirtækisins á komandi sumri. Eftirtalin störf eru í boði: Fosshótel Áning - Frístundaleiðbeinandi ferðamanna Fosshótel Laugar - Frístundaleiðbeinandi ferðamanna - Yfirkokkur - Kokkur - Aðstoðarmaður í eldhúsi - Starfsmaður í veitingasal - Herbergisþrif Fosshótel Hallormsstaður - Aðstoðarmaður í eldhúsi - Starfsmaður í veitingasal Fosshótel Egilsstaðir - Móttökustörf, 20 ára lágmarksaldur - Morgunmatsþjónusta / herbergisþrif Fosshótel Vatnajökull – frá 15. maí til 25. september - Aðstoðarmaður í eldhúsi - Herbergisþrif Fosshótel Höfði Reykjavík - Morgunmatsþjónusta / herbergisþrif Umsjón með ráðningum hefur Þórður B. Sigurðsson sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar um auglýst störf. Hafðu samband í gegnum tölvupóstfangið thordur@fosshotel.is eða í síma 5624000 (-5) til að fá umsóknarblöð. - vinalegri um allt land www.fosshotel.is Tryggingar og ráðgjöf (T&R) er ein öflugasta vátryggingarmiðlun landsins með um 45000 virka tryggingarsamninga. Hjá T&R starfar 25 manna samheldinn og kraftmikill hópur. Vegna gríðarlegrar sölu og mikilla verkefna fra- mundan, leitum nú að 2-3 reyndum ráðgjöfum í söludeild okkar. Það sem við höfum uppá að bjóða: Frábær vinnuandi Mikið af verkefnum framundan Góð vinnuaðstaða Gott launakerfi Mikill stuðningur við ráðgjafa Þeir kostir sem þér þurfa að fylgja eru eftirfarandi: Reynsla og árangur í sölu trygginga og/eða sparnaðar Sjálfstæði í vinnubrögðum Dugnaður Heiðarleiki Vera sigurvegari í hugsun Umsóknum skal skilað inn fyrir 15. mai á netfangið: tryggir@tryggir.is Tryggingar og ráðgjöf ehf Skeifunni 19, 108 Reykjavík s. 590 1600 Ert þú sölumaður? Tölvunarfræði Hægt er að læra tölvunarfræði á há- skólastigi í Háskóla Íslands, í Há- skólanum í Reykjavík og Tæknihá- skólanum. ■ Við Háskóla Íslands er tölvunar- fræði kennd í tölvunarfræðiskor inn- an verkfræðideildar. Nám í tölvunar- fræði er þrjú ár og útskrifast nem- endur með B.S. gráðu í tölvunar- fræði og kallast tölvunarfræðingar. 60 einingar af 90 eru skylda, 30 val. Tæplega 200 nemendur stunda nám við skorina í vetur. Tölvunar- fræðiskor býður einnig upp á meist- aranám í tölvunarfræði. Talið er æskilegt að nemendur sem hefja nám í tölvunarfræði hafi lokið prófi af eðlisfræði- eða náttúrufræðibraut- um framhaldsskóla. Nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðu verk- fræðideildar Háskólans, www.verk.hi.is. ■ BS nám í tölvunarfræði við Há- skólann í Reykjavík er einnig þriggja ára nám. Tölvunarfræðinámið býr nemendur undir framhaldsnám sem og atvinnulífið kemur fram á heima- síðu háskólans: „Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér viður- kenndar og nútímalegar aðferðir við hugbúnaðarþróun.“ Í háskólanum í Reykjavík er einnig boðið upp á að nemendur ljúki námi eftir tveggja ára nám og heita þeir þá kerfisfræð- ingar. Framhaldsnám að loknu BS prófi stendur einnig til boða. Nánari upplýsingar www.ru.is. ■ Tækniháskóli Íslands býður upp á BS nám í tölvu- og upplýsingatækni- fræði. Um er að ræða sjö anna nám. Inntökuskilyrði eru raungreina- deildarpróf frá THÍ, stúdentspróf af raungreinasviði eða sambærilegt nám. Ekki er gerð krafa um starfs- reynslu en gert er ráð fyrir að nem- endur öðlist viðurkennda starfs- reynslu meðan á náminu stendur. Námið er þverfaglegt og tengir sam- an tölvu-, tækni- og rekstrargreinar. Nánari upplýsingar www.this.is. „Með Nýsköpunarsjóði komast nemar í áhugaverð verkefni og beita m.a. þeim aðferðum sem þau læra í námi, en bæta einnig heilmiklu við þekkinguna.“ segir Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem nú gengur inn í þriðja sumar sitt sem verkefnastjóri rannsóknarverkefnis, sem hlýtur styrk úr sjóðnum. Nýverið úthlutaði sjóðurinn 140 styrkjum til verkefna í sumar. Björn Þór verður í ár umsjónarmaður tveggja verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum og hefjast rannsóknir þann 1. júní. „At- vinnuástandið hefur verið síðra undanfarin ár og má segja að mikilvægi sjóðsins aukist ennfremur fyrir vikið.“ Björn segir verkefni sem slík oft góðan undirbúning fyrir framhaldsháskóla- nám, þar sem nemar leggi niðurstöður rannsókna oft fram þegar sótt er um skólavist fyrir áframhaldandi sérnám. „Ég tengist nem- endum mínum betur við rannsóknarvinnu á sumrin og get út frá vinnurannsóknum gefið meðmæli sem taka mið af vinnubrögðum nema yfir sumartímann. Í einhverjum tilfellum birtir fólk einnig rannsóknargreinar í framhaldinu, sem tekur sig svo aftur gríðar- lega vel út á umsókn. Rannsóknarstörf, unnin af háskólanemum hafa einnig skilað talsverðum afrakstri og er skemmst að minnast þess að í framhaldi af verkefni sem unnið var í fyrra, fannst hvorki meira né minna en ný dýrategund, eða áður óþekktar örver- ur í úrgangi hreindýra.“ ■ Nýútskrifaður kerfisfræðingur: Vona að einhver vilji ráða mig Hvernig verð ég? Blómaskreytir Starfið: Á Íslandi starfa á fimmta tug blómaskreyta. Blóma- skreytar veita ráðgjöf við val og meðferð helstu teg- unda afskorinna blóma, greina og pottaplantna. Starfið felur einnig í sér að útbúa skreytingar, hönnun blóm- vanda, kransagerð og alhliða útfararskreytingar. Blóma- skreytar hanna gjarna útlit veislusala. Algengasti starfs- vettvangur blómaskreyta eru blómaverslanir en sumir starfa þó sjálfstætt við fjölbreyttar skreytingar. Blóma- skreytir verður að búa yfir ríkulegu hugarflugi og ákveð- inni útsjónarsemi, þar sem starfið útheimtir tilfinningu fyrir litasamsetningu, formgerð og lögun gróðurs. Inntökuskilyrði Krafa er gerð um stúdentspróf eða sambærilega menntun. Heimilt er þó að meta reynslu úr atvinnulífi til hluta fornáms á framhaldsskólastigi og er það skoð- að hverju sinni. Umsókn um skólavist skulu fylgja próf- skírteini frá framhaldsskóla, vottorð um verklegt nám og reynslutíma og ósk um samþykki verknámsstaðar. Inntökupróf Gildur verknámssamningur er skilyrði fyrir inngöngu, sem þarf að liggja fyrir þegar umsókn er lögð inn. Verk- námssamningur er gildur starfssamningur lærlings og verknámsstaðar, blómaverslunar eða garðplöntustöðvar. Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða blómaverslunarstörf, auk hluta af dagbókarskyldu verknámi, áður en þeir hefja bóknám. Námið Nám á blómaskreytingabraut tekur þrjú ár með verk- námi. Bóknám og verklegar æfingar fara fram við skól- ann og spanna fjórar annir. Verknám tekur 17 mánuði, eða 72 heilar vinnuvikur og skiptist í þriggja mánaða ósérhæft verknám eða reynslutíma og 14 mánaða sér- hæft dagbókarskylt verknám. Verknámsstaðir eru gildar blómaverslanir eða aðrir verknámsstaðir á borð við gróðrarstöðvar, sem skólinn samþykkir, en öll störf nema eru unnin undir stjórn leiðbeinanda. Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild Há- skólans í Reykjavík: „Rannsóknarverkefni eru gríðar- lega góður undirbúningur fyrir sérháskólanám“ Nýsköpunarsjóður: Rannsóknarstörf skila dýrmætum afraksti Jökul Jóhannsson langar að komast að hjá hugbúnaðarfyrirtæki í sumar. Jökull Jóhannsson er að ljúka námi í forritun og kerfisfræði frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum og er á leið út á vinnumarkaðinn í sumar. Hann ætlar þó að bæta við sig alþjóðlegri gráðu í kerf- isfræðinni því atvinnuhorfur í faginu eru ekki allt of góðar. „Ég er að leita mér að vinnu í sumar og vildi auðvitað helst komast að í einhverju hugbúnaðar- fyrirtæki. Ég er búinn að sækja um víða en hef ekki enn fengið svör.“ Jökull segir að ef ekki gangi að fá vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtæki muni hann reyna fyrir sér hjá verslunum sem selja tölvur. „Ég er alveg þokkalega bjartsýnn á sumarið og vona að einhver vilji ráða mig. En í þessu fagi er nauð- synlegt að sérhæfa sig og þess vegna ætla ég að bæta við mig alþjóðlegri gráðu. Þá eiga atvinnuhorfur að vera góðar, hvort sem er hér heima eða er- lendis.“ ■ ATVINNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.