Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 2. maí 2004 Bestu og verstu stundirnar Watkinson lagði mikla áherslu á að stjórnendur sem legðu upp í þessa för yrðu að vera heiðarlegir við sjálfa sig og aðra. Mat og áætl- anir yrðu að vera raunsannar. „Það gerir að verkum að ferlið og áreiðanleikakönnun verður til- tölulega léttbær.“ Enginn þjónar tveimur herr- um, stendur einhvers staðar. Staða stjórnenda sem kaupa fyrir- tæki er nú samt sem áður sú. Þeir þurfa að sitja beggja vegna borðs og sýna trúfestu fyrri herrum sín- um og sjálfum sér og nýjum við- skiptafélögum. Watkinson sagði erfitt að lýsa tilfinningunum sem fylgdu slíkri stöðu. „Þetta voru samhliða mínar bestu og verstu stundir.“ Watkinson segir ferlið hafa verið eins og réttarfars- drama þar sem hann var allt í senn sækjandi, kviðdómur og höf- uðvitni verjandans. „Verðið breyttist og ég varð að koma fram ánægður með tilboð okkar fyrir hönd beggja. Síðan kom hærra til- boð frá keppinaut og ég birtist aft- ur ánægður með tilboðið fyrir hönd seljendanna.“ Fagfjárfestar á bremsunni Lýsing Watkinson og Lovelock á kostum stjórnendakaupa með stuðningi fjárfesta eins og Baugs var samhljóma. Forstjóri Hamleys var myndrænni í lýsingum sínum á ferlinu. Kannski að nálægðin við margbreytileg leikföng örvi notk- un myndmálsins og frá- sagnarhæfileika. Lovelock sagði að Oasis hefði byggt upp nýtt vöru- merki sem hefði skilað árangri. „Við töldum okkur vera búin að byggja upp innviði til þess að halda áfram.“ Hann segir eigendurna hafa viljað fara sér hægar en stjórnendurna. Sama hafi verið uppi á teningnum þegar stjórnend- ur fyrirtækisins vildu fara í sam- starf í Kína. „Fyrir fjárfestana sem áttu fyrirtækið var slíkt talið flækja málin. Þeir vildu skýran einfaldan vöxt í núverandi starf- semi.“ Lovelock segir þetta rótina að því að stjórnendur fóru að leita leiða til þess að kaupa fyrirtækið. Hann segir markmiðið að auka við vörumerki fyrirtækisins. „Ekki umfram það sem núverandi inn- viðir ráða við. Ég vil ekki stjórna of stóru fyrirtæki, það er bara ekki minn stíll.“ Ekki einstefnugata Lovelock segir stjórnendur Oasis ánægða með samstarfið við Baug. Watkinson tekur undir það. Þeir segast upplifa eigendur fyr- irtækjanna sem hóp sem er ein- huga um markmiðin. Íslendingar hafa átt láni að fagna í viðskiptum sínum við Breta en skortur á formlegheitum hefur stundum þvælst fyrir í viðskiptum við Norðurlandaþjóðir. Þeir vildu ekki gera mikið úr þætti þjóðern- isins og menningarinnar í við- skiptunum við Baug. „Við höfum lært af þeim og þeir af okkur,“ segja þeir. Afskráning og kaup fyrirtækja er ekki einstefnugata. Watkinson og Lovelock útiloka ekki að síðar meir verði Hamleys og Oasis aft- ur skráð á markað. Meðan unnið sé að róttækum breytingum á fyr- irtækjunum og óvíst um hvernig til tekst með einstaka þætti sé vænlegra að vera utan markaðar, þar sem boðleiðir eru styttri og þolinmæðin meiri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.