Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 47
SUNNUDAGUR 2. maí 2004 Fréttiraf fólki Ápress.is á víst að fara framfagleg umræða um hina ýmsu fleti á starfi blaðamanna en mest- ur tíminn hjá kjaftaglöðum fjöl- miðlunum fer þó í að klóra augun hvor úr öðrum og fagmennskan er ekki meiri en svo að blaðamönn- unum tekst oftast að draga um- ræðuna í svaðið án hjálpar nafn- togaðra kverúlanta á borð við Ingimund Kjarval og Hrafnkel Daníelsson sem villast stundum inn á press.is. Þar sem umræðan er ekki merkilegri en raun ber vitni vakti það athygli að þungavigtar- maðurinn Egill Helgason bland- aði sér í spjall um fjölmiðla- frumvarpið sem skekur þjóðfélagið um þessar mundir. Egill er þó ekki par hrifinn afspjallþráðum sem hann segist yfirleitt forðast þar sem þeir geri hann þunglyndan. Egill brýtur því þarna gegn eigin sannfæringu þegar hann leggur orð í belg til þess að leiðrétta skrítna umræðu sem gengur öll út á það að Norð- urljósamiðlarnir séu ófærir um að flytja fréttir af hræringunum í kringum fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddsson- ar. „En þetta er skrítin umræða. Eiga Norður- ljósafjölmiðlarn- ir ekki að fjalla um fjölmiðlafrum- varpið vegna þess að þeir eru aðil- ar málsins. Mér finnst þeir hafa staðið sig býsna vel í að flytja fréttir af því sem er áhugavert í málinu. Bendi til dæmis á viðtöl við Hrein Loftsson og Sigurð Lín- dal.“ Egill kveður svo á sömu nót- um og hann byrjaði og vonar að hann kveðji sér „ ekki hljóðs framar á þessum vettvangi.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.