Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 40
28 2. maí 2004 SUNNUDAGUR THIERRY HENRY Thierry Henry sýndi stuðningsmönnum Arsenal bikarinn sem hann fékk fyrir að vera valinn besti leikmaður tímabilsins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Draumatímabil að baki hjá Keflvíkingum í körfuboltanum Átta titlar og milljónahagnaður KÖRFUBOLTI Keflvíkingar áttu ein- stakt tímabil í vetur í körfubolt- anum og nú er komið í ljós að það gekk jafn vel utan vallar sem inn- an hans því fyrstu tölur frá gjald- kera körfuknattleiksdeildarinnar boða 2-3 milljóna hagnað af starf- seminni. Þetta er líka fjórða árið í röð sem körfuknattleiksdeildin hefur verið rekin með hagnaði. Inni á vellinum settu meistara- flokkslið félagsins met með því að vinna átta titla, bæði liðin urðu Íslands- og bikarmeistarar og unnu einnig meistarakeppni KKÍ. Þá urðu stelpurnar einnig Hóp- bílameistarar og deildarmeistar- ar. Á heimsíðu Keflavíkur er sagt frá því að reksturinn gekk mjög vel og skilaði umtalsverðum af- gangi, þrátt fyrir að karlalið Kefl- víkinga hafi hellt sér út í metnað- arfulla en jafnframt mjög kostn- aðarsama þátttöku í bikarkeppni Evrópu. Fram kemur á heimasíð- unni að sú þátttaka hafi kostað um sex milljónir króna. Fyrstu útreikningar gefa til kynna að hagnaður af starfsem- inni hafi verið um 2-3 milljónir króna sem er með því allra besta sem náðst hefur hjá Körfuknatt- leiksdeild Keflavíkur en ná- kvæmar tölur verða birtar á aðal- fundi hennar 11. maí næstkom- andi. ■ Reiknar með að Valur og KA leiki til úrslita Árni Stefánsson, fyrrum þjálfari HK, spáir í spilin í handboltanum en oddaleikir í undanúrslitum RE/MAX-deildar karla fara fram í dag. HANDBOLTI Í dag fara fram odda- leikirnir í undanúrslitum RE/MAX-deildar karla í hand- knattleik. Þá mætast annars vegar Haukar og KA á Ásvöllum og hins vegar Valur og ÍR á Hlíðarenda og hefjast þeir báðir klukkan 16:15. Fréttablaðið fékk Árna Stefáns- son, fyrrum þjálfara HK, til að spá fyrir um útkomu leikjanna og svo framhaldið af þeim: „Þetta verða án efa hörkuleikir og úrslit- in ráðast væntanlega ekki fyrr en í blálokin eða í framlengingu. Koma suður og vinna Ef við byrjum á Ásvöllum þá liggur það ljóst fyrir að KA-menn hafa ekki verið að spila neitt sér- staklega vel á útivelli eftir ára- mót. Ég held þó samt að þeir séu það miklir kappar að þeir komi hingað suður og vinni Haukana. Þeir sýndu það í öðrum leiknum hversu sterkur karakterinn er í liðinu því það er alls ekki auðvelt að ná sér á strik eftir eins arfa- slakan leik og þeir sýndu í þeim fyrsta. Þetta lið er þekkt fyrir að standa undir nafni og koma sterkt upp í svona stöðu eins og nú blasir við. Hraðinn verður mikill í leiknum en þetta mun snúast að mestu um hvort liðið nær betri tökum á varnarleik sínum. Haukarnir hafa verið að fá á sig mikið af mörkum og þá sérstak- lega í leikjunum gegn ÍBV og vörnin hefur dálítið verið að stríða þeim, þannig að það er þeirra helsti höfuðverkur. þeir eru þó með sterkasta lið landsins á pappírunum en ég held einfald- lega að það sé meiri seigla og kraftur í KA-strákunum og ef þeir ná upp góðum varnarleik þá kemur markvarslan í kjölfarið. Markvarslan lykillinn Það er ekki síður erfitt að spá fyrir um leik Vals og ÍR en ég efa ekki að sú viðureign verður ekki síður spennandi en leikur Hauka og KA. Það var ánægjuefni fyrir ÍR-inga að sjá hversu sterkur Ingimundur Ingimundarson var í síðasta leik og frammistaða hans getur skipt sköpum fyrir þá. Þegar hann spilar eins og hann gerði þá eru ÍR-ingar illviðráðan- legir en þeir eru um leið afar brot- hættir enda er breiddin ekki mjög mikil. Lykillinn að sigri mun þó líklega verða markvarslan en í síðasta leik höfðu ÍR-ingar þar klárlega betur. Ólafur Helgi Gísla- son varði frábærlega en Pálmar Pétursson fann ekki fjölina sína. Mín tilfinning er þó sú að í þessum leik muni þetta snúast við og Pálmar muni koma sterkur inn og í kjölfarið muni hin góða breidd þeirra nýtast til fullnustu sem þó hefur orðið fyrir skakkaföllum, samanber meiðsli Markúsar Mána og Bjarka. Fullt af hörkustrákum Þeir eru hins vegar með fullt af hörkustrákum sem einfaldlega stíga upp þegar mest á reynir. Mín tilfinning er sú að leikgleðin, breiddin, seiglan og karakterinn muni fleyta Valsmönnum alla leið í lokaúrslitin eftir hörkuleik. Ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að Valsmenn tapi oddaleik gegn ÍR-ingum fyrir kjaftfullu húsi á Hlíðarenda,“ sagði Árni Stefáns- son. Ef þetta gengur eftir munum við sjá Val og KA mætast í loka- úrslitum í fjórða sinn – Valur vann 1995 og 1996 en KA 2002. Þetta hafa alltaf verið hörkuviðureignir og Árni býst fastlega við að sú verði raunin. „Það er alltaf gaman að sjá Val og KA kljást en skemmtilegast þó þegar liðin mætast í lokaúrslitum eða bikar- úrslitum. Það er nánast ógerning- ur að spá einhverju um niðurstöðu þeirra leikja en líklegast verða þeir ekki færri en fimm,“ sagði Árni að lokum. ■ MÆTIR BALDVIN ÞORSTEINSSON GÖMLU FÉLÖGUNUM Í KA Í ÚRSLITUM? Baldvin Þorsteinsson hefur skorað 39 mörk fyrir Valsmenn í úrslitakeppninni og Árni Stefánsson spáir því að Baldvin fái að glíma við gömlu félagana sína í úrslitaeinvíginu. Hér skorar Baldvin gegn KA í vetur. Sumarkaup Arsenal: Beckham alltof dýr FÓTBOLTI Arsene Wenger hlær að sögusögnum um að Arsenal sé að undirbúa tilboð í David Beckham hjá Real Madrid. Stjóri nýju meistaranna segir að liðið hafi ekki efni á að kaupa enska lands- liðsfyrirliðann því Real Madrid muni eflaust setja risaverðmiða á kappann. „Ég er ekki búinn að lesa um þetta en af hverju ætti Beckham ekki að vilja koma til okkar. Hann er hrifinn af þeim fótbolta sem við spilum en því miður endar þetta ævintýri í blöð- unum, því miður fyrir þau,“ segir Wenger. ■ Ársþing KKÍ á Selfossi: Pétur fékk tvö gull- merki KÖRFUBOLTI Ársþing Körfuknatt- leikssambands Íslands 2004 var sett í gærmorgun og í kjölfar þing- setningar voru mönnum veittar heiðursviðurkenningar fyrir störf í þágu körfuboltans á Íslandi. Í dag verður kosið um tillögur. Pétur Hrafn Sigurðsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri KKÍ, fékk tvö gullmerki við þetta tæki- færi, fyrst gullmerki KKÍ frá Ólafi Rafnssyni, formanni KKÍ og svo gullmerki ÍSÍ frá Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ. Ólafur Rafnsson af- henti einnig Ellert gullmerki KKÍ og Gylfa Þorkelssyni silfurmerki KKÍ fyrir störf sín í þágu körfu- boltans á Selfossi. Pétur Hrafn Sigurðsson, lætur í vor af störfum framkvæmda- stjóra KKÍ en hann hafði lengstan starfsaldur starfsmanns sérsam- bands innan íþróttahreyfingarinn- ar eða alls sautján ár. ■ Deildabikar karla: Hefnir FH bikarsins? FÓTBOLTI ÍA og FH mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleik deilda- bikars karla en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 20. Þessi sömu lið mættust í bikar- úrslitaleiknum í lok síðasta tíma- bils og þar hafði ÍA betur og skor- aði Garðar Gunnlaugsson eina mark leiksins 12 mínútum fyrir leikslok. FH-ingar enduðu því í öðru sæti bæði í deildinni og bikarkeppninni í fyrrasumar. Garðar skoraði ennfremur bæði mörk Skagamanna þegar þeir unnu Fylki, 2-1, í átta liða úr- slitum í vikunni en FH-ingar sóttu hinsvegar sigur til KA-manna í Bogan fyrir norðan og unnu 4-3 eftir að hafa bæði lent 0-1 undir og komist 4-1 yfir í leiknum. Skagamenn unnu deildabikarinn í fyrra en FH-ingar unnu fyrir tveimur árum í þessarri keppni. FH-ingar eiga því í dag harma að hefna, ófaranna í bikarúrslit- unum gegn Skagamönnum, auk þess að þeir unnu þá 4-1 í riðla- keppni deildabikarsins á dögun- um. Í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fer á morgun mætast lið KR og Víkings. ■ FRÁBÆRAR FRÉTTIR ÚR KEFLAVÍK Keflvíkingar unnu átta titla í körfuboltan- um í vetur ásamt því að ná fram milljóna- hagnaði. hvað?hvar?hvenær? 29 30 1 2 3 4 5 MAÍ Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  13.00 Deildabikar kvenna í knatt- spyrnu Leikur Vals og KR í undan- úrslitum í Fífunni.  15.00 Deildabikar kvenna í knatt- spyrnu Leikur Breiðabliks og ÍBV í undanúrslitum í Fífunni.  16.15 Íslandsmótið í handbolta. Oddaleikur Hauka og KA í undan- úrslitum karla á Ásvöllum.  16.15 Íslandsmótið í handbolta. Oddaleikur Vals og ÍR í undan- úrslitum karla á Hlíðarenda.  16.15 Íslandsmótið í handbolta. Oddaleikur ÍBV og FH í undan- úrslitum kvenna í Höllinni í Eyjum.  20.00 Deildabikar karla í knatt- spyrnu Leikur ÍA og FH í undan- úrslitum í Egilshöll. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Allt um leiki helgarinnar.  12.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Bolton og Leeds.  14.55 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Liverpool og Middlesbrough.  16.10 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá oddaleik Hauka og KA. 19.25 NBA-deildin á Sýn. Bein út- sending frá leik San Antonio og Lakers.  21.45 Helgarsportið á RÚV.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.