Fréttablaðið - 02.05.2004, Page 36

Fréttablaðið - 02.05.2004, Page 36
24 2. maí 2004 SUNNUDAGUR Þar sem bókasafn Hafnarfjarðarvar áður til húsa, við Mjósund í miðbæ Hafnarfjarðar, er nú rekin margþætt starfsemi fyrir ungt fólk. Á efri hæðinni, sem áður hýsti tón- listarsafn bókasafnins og lessal, eru samtökin Regnbogabörn með að- stöðu sem og heilsumiðstöð Gaua litla. Á neðri hæðinni, þar sem áður var að finna bækur til útláns, er nú starfrækt kaffi- og menningarhús fyrir ungt fólk, sextán ára og eldri. Hugmyndin að kaffihúsinu er kom- in frá ungu fólki og sömu sögu er að segja af skipulagningu þess og starfsemi. Í raun má segja að í þessu gamla húsi í Hafnarfirði sé nú að finna lýðræði unga fólksins í sinni ýktustu mynd. Hugmynd ungra stjórnmála- manna „Það var lengi á stefnuskrá hjá ungliðum stjórnmálaflokkanna í Hafnarfirði að ýta svona húsi úr vör. Í kjölfar bæjarstjórnarkosn- inganna var vinnuhópi ungra stjórnmálamanna falið að skoða hvernig ætti að koma svona húsi á og hvernig væri skynsamlegt að standa að því. Hópurinn ræddi meðal annars við nemendafélög skólanna. Yfirvöldum leist vel á hugmyndina, því hún var ekki dýr í sjálfu sér,“ segir Geir Bjarna- son, forvarnarfulltrúi og for- stöðumaður Gamla bóka- safnins, eins og húsið er kallað. Bæjar- yfirvöld tóku vel í hug- myndina og ákváðu að leggja pen- ing í verkefnið. Á sama tíma keypti Vífilfell Gamla bókasafnið sem það lánaði síðan áfram til Regnbogabarna. Bærinn leigir nú hluta hússins. Skipulagning í höndum unga fólksins Húsnæðið var afhent síðasta sumar og þá voru nemendur úr Iðnskóla Hafnarfjarðar fengnir til að leggja grunn- hugmynd að skipulagi þess. H a f n f i r s k i r unglingar voru einnig fengnir til að skipu- leggja opnunar- hátíð sem haldin var í lok októ- ber. „Hugmynda- fræðin var sú að hér væri ekki um húsgagnaversl- un að ræða, þar sem allt væri til- búið, heldur var settur ákveðinn rammi sem unga fólkið átti að móta eftir eigin höfði. Við áttum í raun ekki pening til að innrétta húsnæðið tipp topp heldur leituðum til bæjarbúa eft- ir hús- gögnum og fylltum húsið á einni helgi. Það voru allir tilbúnir að leggja málinu lið og um leið fengu bæjarbúar skilning á starfinu hér,“ segir Geir. Unga fólkið mótar starf- semina Starfsemi Gamla bókasafnsins hefur verið í mótun síðustu mán- uði og hefur unga fólkið leitt hug- myndavinnuna. „ H u g m y n d a - fræðin sem á að ríkja hér er að ekkert er gefið fyrirfram. Mínar skoðanir og ákvarðanir skipta til að mynda litlu máli heldur þeirra sem nota húsið. Þegar unga fólkið kemur með hug- mynd til okkar verðum við að taka jákvætt í hana. Það er markmiðið með okkar starfi og við reynum að styðja fólkið til góðra verka,“ segir Geir og nefnir sem dæmi drengi úr Iðnskólanum sem vildu spila tölvuleiki á nettengdum tölvum, í gegnum svokallað Lan. „Við höfum áttað okkur á því að Lan er eitthvað sem verður áfram. Það er ekki gott fyrir neinn að það fari neðanjarðar, frekar viljum við draga það upp og gera það betra. Hér er s t a ð u r - inn þeirra og þá fannst okkur gott að þeir gætu spilað hér, sem þeir gerðu í einn og hálfan sólarhring.“ Stuðningur við góðar hug- myndir Gamla bókasafnið er með fasta opnun fjóra daga í viku, frá tvö til tólf. Þá er kaffihúsið opið og unga fólkið getur spilað, spjallað, horft á sjónvarpið, farið á netið og í raun gert það sem það vill. Ekki er þó rekin formleg hópastarfsemi eins og tíðkast í félagsmiðstöðvum fyrir grunnskólanema. Þá er einnig opið aðra daga eftir þörfum og hug- myndum þeirra sem sækja kaffi- húsið. „Fyrir jól kom til dæmis upp sú hugmynd að vera með tískuhönn- unarnámskeið sem nemi úr Lista- háskólanum stýrði,“ segir Geir. „Það komu líka krakkar úr tónlistar- skólanum sem vildu vinna við tón- list í sumar. Við tókum jákvætt í hugmyndina og reynum síðan að finna leið til að framkvæma hana. Þau koma til dæmis með að vinna að Björtum dögum, sem er menningar- og listahátíð Hafnarfjarðar. Þau munu fá svigrúm til að æfa sig sem hljómsveit og fara í leikskóla og aðrar stofnanir til að kynna tónlist og hljóðfæri.“ Geir segir stefnuna var þá að starfsemin snúist meira um að vera stuðningur við góðar hug- myndir. „En við erum á fyrsta ári, erum fáliðuð og náum því ekki að gera næstum allt sem við viljum gera,“ segir hann. „Það eru ýmis námskeið sem við viljum koma á ef áhugi er fyrir hendi. Þá myndi bærinn ekki standa straum af kostnaði af því heldur unga fólkið sem er áhugasamt um þau. Við myndum kannski reyna að niður- greiða þau að einhverju leyti en aðallega reyna að skapa umgjörðina í kringum það.“ Alræði unga fólksins Í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði er starfrækt kaffi- og menningarhús fyrir ungt fólk. Hugmyndin að húsinu er komin frá unga fólkinu sem kemur auk þess með hugmyndir að starfseminni og sér um skipulagningu. UNGMÖMMUMORGNAR Ungar mæður í Hafnarfirði sækja m.a. kaffihúsið sem er á neðstu hæðinni. GAMLA BÓKASAFNIÐ Fjölbreytt starfsemi fyrir ungt fólk er nú rekin í húsinu þar sem Bókasafn Hafnarfjarðar var áður til húsa. TÓNLEIKAR Hljómsveitum gefst nú kostur á að spila fyrir gesti og gangandi í Gamla bókasafn- inu og eru tónleikarnir jafnan fjölsóttir. Góður drengur Spurt er um karlmann. Sam-dómaálit manna er að hann sé einstaklega hæfileikaríkur á sínu sviði, beri raunar af öðrum um þessar mundir. Hann er leiðtogi í sínum hópi og nýtur talsverðrar virðingar. „Þetta er góður drengur með fallegt hjartalag,“ segir kunningi hans. Sá telur að fólk velti al- mennt lítið fyrir sér innri manni viðkomandi þó nafn hans sé á hvers manns vörum á stundum. „Ég held reyndar að hann sé svo- lítið misskilinn og það bitnar á honum í umtali. Án þess svosem að hann láti það á sig fá,“ bætir hann við. Okkar maður er oft áberandi í fjölmiðlum og kemur það ekki alltaf til af góðu. Starfs síns vegna er hann áberandi en eins og gengur þykir mörgum einka- líf hans áhugavert þó lítið hafi verið látið uppi um það. Sjálfur talar hann helst aldrei um sjálfan sig og sína hagi. Hann varð fyrir áfalli fyrir nokkrum árum en það er til marks um styrk hans að hann reif sig upp úr því og kom sér á rétt ról á ný. Til þess naut hann aðstoðar manna sem höfðu sterka trú á honum og einnig kom eðli hans og innræti sterklega í ljós þegar á móti blés. Framtíðin er talin blasa við okkar manni, hann er sagður eiga möguleika á að ná enn lengra en hann hefur þegar gert en það er undir honum sjálfum, Guð og lukkunni komið. Og nú spyrjum við: Hver er maðurinn? Svarið er á blaðsíðu 26. ■ GEORGE BUSH Drengur í Bandaríkjunum teiknaði hann í líki djöfulsins og rataði í vanda fyrir vikið. Unglingur í Washington: Í vanda vegna Bush- teikningar Fimmtán ára unglingur í Was-hington er undir smásjá skóla- yfirvalda þessa dagana vegna teikningar af George Bush for- seta. Drengurinn var í myndlist- artíma í skóla sínum þegar athug- ull kennarinn tók eftir að hann var að teikna mynd af Bush í líki djöf- ulsins. Það sem meira var, djöfull- inn Bush var að skjóta eldflaug- um. Þetta þótt kennaranum ekki þjóðræknisleg iðja og kallaði til lögreglu. Lögreglan taldi málið svo alvarlegs eðlis að leyniþjón- ustan var kölluð til og yfirheyrði drenginn. Drengurinn slapp við handtöku en skólayfirvöld hafa gert ráðstafanir svo þessi alvarlegi atburður endurtaki sig ekki. ■ Hver er maðurinn?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.