Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 16
5,7%* – Peningabréf Landsbankans www.li.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.03.2004–31.03.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 42 39 4 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 42 39 4 /2 00 4 Banki allra landsmanna á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Smærri smásalar í Bretlandihafa verið að breyta eignar- haldi sínu frá því að vera skráð al- menningshlutafélög yfir í að vera óskráð og í einkaeigu. Baugur hef- ur tekið fullan þátt í þessari þróun og keypt fyrirtæki með stjórnend- um þeirra. Tveir stjórnendur slíkra fyrirtækja héldu stutt er- indi í Háskólanum í Reykjavík á vegum Baugs. John Watkinson, forstjóri leikfangakeðjunnar Hamleys, og Derek Lovelock, for- stjóri tískukeðjunnar Oasis, reka ólík fyrirtæki með ólíka stefnu. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa fengið Baug í lið með sér til að kaupa fyrirtækin og skrá þau af markaði. Um borð í lest Þeir lýstu sjónarhorni sínu og reynslu af því sem stjórnendur fyrirtækis að skrá það af markaði. „Það er eins og að stíga um borð í lest,“ sagði Watkinson. „Hún fer hægt af stað en áður en maður veit af er maður kominn á fleygi- ferð niður í móti. Maður horfir á skelfda samferðamenn sína og veit að hlutverk manns er að sann- færa þá um að allt fari vel um leið og maður efast um að lestin muni stansa á réttum stað.“ Hann bætti því við að í þessari ferð hefði hann og hans fólk komist á leiðar- enda heilu og höldnu. Það er liðið á þriðju öld frá því að Hamleys var stofnað árið 1760. Oasis er ungt fyrirtæki byggt upp af frumkvöðlum og fór síðan á markað. Niðurstaða stjórnenda beggja fyrirtækja var sú sama. Að stefnu þeirra og framtíð væri betur borgið utan markaðar. Watkinson og Lovelock voru á einu máli um það að litlum fyrir- tækjum sem ætluðu að gera rót- tækar breytingar á stefnu sinni hentaði betur að vera utan mark- aðar. „Fagfjárfestar og sjóðstjór- ar vilja sjá jafnan vöxt og hagn- að,“ sagði Watkinson. Hann sagði það samræmast illa miklum breytingum sem óhjákvæmilega fælu í sér áföll. Góð laun fyrir árangur „Fjárfestir sem sjálfur er í smásölu og þekkir greinina veit að sumir hlutir ganga ekki upp. Slíkur fjárfestir kippir sér ekki upp þótt eitthvað fari úrskeiðis á einu sölutímabili ef stefnan og heildarmyndin er í lagi,“ sagði Lovelock. Watkinson nefndi þann kost við að fyrirtækið væri ekki á markaði að stjórnendur gætu ein- beitt sér að rekstrinum án þess að þurfa að upplýsa markaðinn um allar stærri ákvarðanir. Einnig væru boðleiðirnar styttri. Einn kostur kaupa stjórnenda með kjöl- festufjárfesti fylgi líka. „Ef við náum þeim markmiðum sem við setjum okkur til framtíðar þá högnumst við vel á því. Ég vona að þið teljið það ásættanlega ástæðu fyrir kaupum stjórnenda,“ sagði Watkinson og bætti því við að skilyrði þess að menn legðu út í slíka ferð væri að menn hefðu mikla trú á því sem þeir væru að fást við. „Slíkt ferli reynir á stað- festuna og hafi menn ekki fulla trú á því sem þeir eru að gera mun það koma í ljós í ferlinu. Óvissuferð í hraðlest Forstjórar leikfangakeðjunnar Hamleys og Oasis stjórna ólíkum fyrirtækjum. Þeir eiga það sam- eiginlegt að hafa leitað sér bakhjarla og keypt fyrirtækin og skráð þau af markaði. Bakhjarlinn er sá sami, Baugur Group sem leitar slíkra tækifæra á breskum markaði. KLEMMDIR Á MILLI Í erindum sínum lýstu forstjórar Hamleys og Oasis þeirri sérkennilegu stöðu stjórnenda sem taka þátt í kaupum og afskráningu fyrirtækisins að vera í senn fulltrúar kaupenda og selj- enda. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, bauð þá félaga velkomna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JOHN WATKINSON „Þetta voru samhliða mínar bestu og verstu stundir.“ DEREK LOVELOCK „Ég vil ekki stjórna of stóru fyrirtæki, það er bara ekki minn stíll.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.