Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 46
Ritstjórn vefritsins deiglan.comer að mestu skipuð ungum hægrimönnum sem virðast í auknum mæli vera að missa tiltrú á Sjálfstæðisflokkinn sem er stöðugt að taka á sig skýrari mynd kommúnistaflokks í gömlu ráðstjórnarríkjunum. Í nýlegri bullfrétt á vefnum, sem kennd er við Flugufót, greinir Deiglan frá því að Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hyggist hefja bananaræktun á Arnarhóli á 60 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní. Myndmálið er þó gegnsætt og dýpri merking „ekki“ fréttar- innar ætti ekki að vefjast fyrir nokkrum manni. Hrósið 34 2. maí 2004 SUNNUDAGUR ... fá Magnús Bergsson og félagar hjá CCP fyrir tölvuleikinn Eve Online sem er að slá í gegn á Internetinu. Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Í takt við tímann Göngu-Hrólfs ferðir hafa svo sannarlega slegið í gegn. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í göngu- ferðir okkar í ár. Aðeins fáein sæti laus. • Mallorca • Pyreneafjöll • Toscana • Dólómítafjöll á Ítalíu • Krít • Nýtt Tatrafjöll í Slóvakíu Allar upplýsingar hjá Úrval-Útsýn í Smáranum, s. 585 4100, www.urvalutsyn.is (sérferðir, gönguferðir) Gönguferðir erlendis í Smáranum, sími 585 4100 F I M M T I L F Y R I R M Y N DA R ! Fimm manna fjölskylda óskar eftir leiguhúsnæði frá 1. ágúst til a.m.k. tveggja ára í Reykjavík, Garðabæ eða Kópavogi. Fjárhags- lega traust, reyklaus og snyrtileg í umgengni. Leitar þú að traust- um leigjendum? Viltu öruggar greiðslur og góða umgengni? Hafðu þá samband við Hönnu eða Snorra í síma 565-2502. Bloggið á Netinu virðist vera ágóðri leið með að leysa skriftarstóla, vinalínur og AA-fundi af hólmi en á persónulegum dagbókarsíð- um opna nú landsmenn hjörtu sín í gríð og erg. Nokkrir útvaldir bloggarar, sem hingað til hafa látið móðan mása í sýndarveruleikanum, munu öðl- ast alvöru rödd í kjötheimum í sumar en RÚV hefur ákveðið að bjóða nokkrum útvöldum net- verjum að vaða elginn og leika uppáhaldstónlistina sína í sér- stökum þáttum. Ekki fylgir sög- unni hvort frægir bloggarar á borð við Betu rokk og Stefán Pálsson fái að láta ljós sitt skína í útvarpinu en líklegt þykir að út- sendarar RÚV í sýndarveruleik- anum hafi fundið nýja og minna þekkta stílsnillinga. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóriíslenskra bóka hjá Pennan- um, hefur nokkuð mótaðar hug- myndir um hinn fullkomna frí- dag. „Minn fullkomni frídagur gæti til dæmis hafist í glampandi sól og hita í Phoenix Arizona meðal annars vegna þess að þar geta frjóofnæmissjúklingar lifað heilbrigðu lífi án þess að hitastig fari niður fyrir frostmark,“ segir hún. „Dagurinn hæfist á góðri sturtu og kjarngóðum amerískum morgunverði og ferskum appel- sínusafa. Því næst væri notalegt að láta eiginmann minn leiða mig upp í opna Corvettu eða Porsche og keyra með mig um nágrenni borgarinnar sem hann þekkir mjög vel - til dæmis upp í fjöllin til auðkýfingabæjarins Sedona. Ég mundi líka treysta honum til að „væna“ mig og „dæna“ á góðum veitingastöðum bæði í hádeginu og um kvöldið enda er amerískt hráefni í miklu uppáhaldi hjá mér, sér í lagi grænmetið þeirra. Fyrir eða eftir kvöldmat væri svo ef til vill tilvalið að skreppa með flug- vél yfir til Las Vegas og eyða nótt- inni þar - en ég hefði svo sem held- ur ekkert á móti því að eyða kvöld- inu á góðu hótelherbergi í Phoenix með mínum ektamanni og ótak- mörkuðum aðgangi að amerískum sjónvarpsstöðvum. Líklega tengist þessi hugmynd mín um fullkominn frídag fréttum sem Flugleiðir voru að senda frá sér um væntanlegt áætlunarflug til vesturstrandarinnar - ég vona að þeir hefji flugið sem fyrst svo þessi draumadagur geti fljótlega orðið að veruleika...“ ■ Rocky Þú sagðir Emilíu sem sagt að þig langaði til að fela pylsuna með systur hennar! Heldurðu að það hafi verið gáfulegt? Já hva, einhver gella sem verður fúl þegar hún fær heiðarlegt svar við spurningu er náttúrlega ekki þess virði að púkka upp á! Það var gott að hún batt enda á þetta! Fyrirgefðu að ég segi það, en ég heldað þú hefðir gott af bæði heila- skurðaðgerð og geldingu! Það er sem sagt gott að þú þurfir núna að sofa kven- mannslaus á sófanum hjá mér? Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tíu Henrik Larsson CBS Frídagurinn BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR ■ Gæti vel hugsað sér að eyða full- komnum frídegi í Arizona laus undan oki frjókornanna. Frídagur að amerískum hætti BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR „Minn full- komni frídagur gæti til dæmis hafist í glamp- andi sól og hita í Phoenix Arizona meðal annars vegna þess að þar geta frjóof- næmissjúkling- ar lifað heil- brigðu lífi án þess að hitastig fari niður fyrir frostmark.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.