Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Brosandi hraðahindrun Fólk er svo misjafnt. Sumir lendaaldrei í neinu, aðrir eru enda- laust í vanda. Það kemur fyrir allra vandaðasta fólk, sem má ekki vamm sitt vita. Og svo er það svo merki- legt að þeir sem rata oftast í sjálf- heldu virðast svo saklausir og mein- lausir. Gott fólk. Einn hafði ráðið sig til starfa í sveitahéraði í Danmörku. Vanur sveitastörfum varð hann hvers manns hugljúfi. Vann vel og kunni sig. Gekk meira að segja í augun á dömunum. Var feiminn en var farinn að gefa þeim auga. Og þær honum. ÞAÐ var sólskin og veður eins og best verður á kosið. Hann var á traktorn- um, ekki neinum Farmal Cub. Nei, á stórum Ford, skjannabláum. Með stórri kerru þar sem heybaggar voru í stórum stæðum. Til að nýta ferðina sem best var félaginn með þrjá bagga á kló fremst á traktornum. Hann var svo aldeilis lánsamur, að hann hélt, að þurfa að aka í gegnum þorpið mitt. Fólk var á gangi í sólskininu. Líka sæta stelpan sem hafði gefið honum hýrt auga. Hann sá hana og hún hann. Hann hætti að horfa fram. Horfði bara á hana. ÞAÐ hefði hann ekki átt að gera. Þó að umferðin hafi ekki verið mikil voru samt hættur fram undan. Þar á meðal hraðahindrun. Ekki stór, en hindrun samt. Hann gleymdi stað og stund. Horfði dreyminn á stelpuna og hún á hann, svo fannst honum allavega. Var viss um að hann tæki sig vel út á hlöðnum og gljáandi traktornum. Það styttist í hraðahindrunina. Hún brosti og hann brosti. Honum hitnaði. Spenn- an jókst. ÞAÐ var fleira að gerast. Með ótrú- legum hávaða og hamagangi hentist hastur traktorinn yfir hraðahindrun- ina og kerran líka. Baggarnir á klón- um hrundu af og traktorinn fór ekki aðeins yfir hraðahindrunina heldur líka baggana með svo miklum látum að fólk hentist út úr húsum og sund- um og margmenni safnaðist saman þar sem traktorinn hafði stöðvast. Framöxullinn brotinn, heybaggar um allt og fólk óttaðist að særður traktorsstjórinn væri slasaður. Hann var það ekki. Ekki líkamlega. Ótta- sleginn leit hann á allt fólkið. Sá ekki andlit hennar. Hvernig sem hann leitaði. Sá hana aldrei meir. Sem betur fer. ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.