Fréttablaðið - 01.06.2004, Page 6

Fréttablaðið - 01.06.2004, Page 6
6 1. júní 2004 ÞRIÐJUDAGURVEISTU SVARIÐ? 1Alþingi fékk á föstudag langþráð sum-arleyfi. Prentuð þingskjöl hafa aldrei verið fleiri. Hve mörg voru þau? 2Kirkja fylgdi fyrir mistök með í kaup-unum þegar ríkið seldi jörð eina fyrir austan fjall. Hvað heitir þessi jörð? 3Ríkisfyrirtæki sem einkavætt var fyrirfáum árum komst í vikunni aftur í ríkiseigu. Hvaða fyrirtæki er það? Svörin eru á bls. 22 HEILBRIGÐISMÁL Samningar um einkarekna heilbrigðisþjónustu kosta ríkið ríflega 3,6 milljarða króna á ári hverju. Á samningstím- anum kosta þeir samtals 28,3 millj- arða, að því er fram kom í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Dagnýjar Jónsdóttur alþingismanns um kostnað við slíka samninga. Nú eru í gildi 18 samningar milli heilbrigðisráðuneytisins og ýmissa fyrirtækja og félaga um heilbrigðisþjónustu. Gildistími þeirra er mjög misjafn, allt upp í 27 ár. Sá samningur er gerður við Öldung hf. vegna hjúkrunar aldr- aðra í Sóltúni og gildir til 26. apríl 2027. Samningurinn kostar ríkið tæplega átján milljarða króna á samningstímanum og er dýrastur saminga sem í gildi eru. Næst- lengstur gildistími er á samningi heilbrigðisyfirvalda vegna rekst- urs heilsugæslu að Salavegi í Kópavogi. Hann gildir til áramóta 2011–2012 og kostar ríkið rúmr sex hundruð milljónir. Loks má nefna samning við Reykjalund vegna endurhæfingarþjónustu sem rennur út í lok þessa árs. Samnigurinn kostar ríkið tæpa þrjá komma fjóra milljarða. Samningur við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna aðstoð- ar við fæðingar í heimahúsum er útrunninn. Alls renna sjö samn- ingar af þessum 18 út um næstu áramót. ■ Tjónið á Hernesi gífurlegt Ljóst er að fjárhagslegur skaði vegna óhapps Herness hleypur á annað hundrað milljónum. Vikurfarminum var dælt á land. Ekki hefur verið ákveðið hvort það borgi sig að gera við skipið. STRAND „Það er ljóst að skemmdirn- ar einar kosta okkur hundrað millj- ónir. Þá á eftir að reikna kostnað- inn við að draga skipið af strand- stað og til Hafnarfjarðar, legu í höfninni þar og kostnað við að af- ferma, skemmdir á farmi og tekju- missir af skipinu í sex til átta vikur. Það hleypur áreiðanlega á tugum milljóna,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nes- skipa sem gerir út Hernes. Að kröfu flokkunarfélags Nes- skipa, Germanischer Lloyd, var tæpum sjö þúsund tonnum af vikri losað úr skipinu við höfnina í Hafn- arfirði svo hægt væri að komast að skemmdunum og gera við þær til bráðabirgða. Guðmundur segir að minnsta kosti 1.500 tonn hafi blotn- að og væru ónýt fyrir vikið, en lík- legt væri að meira skemmdist. Skipið sjálft er metið á rúmlega hundrað milljónir króna. Ekki liggur enn fyrir hvað kostnaður fyrir þjónustu Landhelg- isgæslunnar verður mikill, en Guð- mundur segir að forstjóri Land- helgisgæslunnar hafi staðfest sím- leiðis við sig að gæslan yrði „sann- gjörn í verðlagningu sinni“. Ekki hefur verið ákveðið hvort gert verður við Hernes hér á landi eða erlendis. „Það er bara hægt að draga skipið á þurrt á Akureyri hérlendis, en það yrði dýrt að láta draga það til útlanda. Það yrði þá að öllum líkindum farið með það til Póllands. Svo er líka spurning hvort það borgi sig yfirleitt að gera við skipið. Við sjáum til.“ bergsteinn@frettabladid.is RÚSSAR AUKA OLÍUFRAMLEIÐSLU Rússar hafa ákveðið að auka olíu- framleiðslu. „Ef olíuverð er hátt aukum við framleiðslu til að njóta góðs af því, ef verðið lækk- ar reynum við ekki að hamla vexti í efnahagslífi heimsins,“ sagði Alexei Kudrin fjármála- ráðherra. KÓNGSSONUR Í STJÓRNMÁLIN Leka Zog, sonur Ahmets sem var konungur Albaníu þar til Ítalir hernámu landið árið 1939, hefur stofnað stjórnmálahreyfingu og hyggst komast til valda og áhrifa. Meðal þess sem hann vill ná fram er sameining Albaníu og Kosovo. SÓSÍALISTAR VINNA Á Spænskir sósíalistar njóta 43% fylgis fyrir Evrópukosningarnar í næstu viku, sex prósentustigum meira en Lýðflokkurinn sem hann velti af stalli í óvæntum kosningasigri í mars. Þrír af hverjum fjórum Spánverjum segjast stefna að því að greiða atkvæði í kosningun- um. www.plusferdir.is Benidorm 29.955 kr. N E T M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð með 1 svefnherbergi í 7 nætur á Halley 16. júní. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 16. júní Verð frá SAMNINGAR SAMNINGSAÐILI ÁRLEGA SAMTALS Öldungur hf./Sóltún 706,5 17896,7 Reykjalundur/endurhæfing 926,8 3394,2 SÁÁ/meðferðarþjónusta 453,5 1730,5 NLFÍ/endurhæfing 372,7 1048,0 Sjómannadagsráð/hjúkrun 244,0 1078,3 Aðrir samningar 967,2 3155,1 Samtals 3,670,7 28,302,8 Kosningar á Filippseyjum: Tveir lýsa yfir sigri MANILA, AP Filippseyingar hófu í gær talningu atkvæða úr forseta- kosningunum þann 10. maí. Stuðn- ingsmenn tveggja frambjóðenda, núverandi forseta eyjanna, Gloriu Macapacal Arroyo og kvikmynda- stjörnunnar Fernando Poe Jr., hafa þegar lýst yfir sigri og haft í hótunum um afleiðingar þess að sigurinn sé hafður af frambjóð- anda þeirra með svindli. Lögreglan stóð vörð um þingið og allar öryggisráðstafanir eru hertar meðan talningin fer fram en talið er að hún geti staðið yfir vikum saman. Nýr forseti mun taka við embættinu þann 30. júní næstkomandi. ■ ATKVÆÐI TALIN Filippseyingar hófu í gær talningu atkvæða eftir forsetakosningar þann 10. maí. Deilur hafa staðið um framkvæmd talningarinnar og því ekki verið hægt að telja atkvæðin fyrr. FARMURINN KOMINN Á LAND Að minnsta kosti 1.500 tonn af vikri er ónýtur en búast má við að meira hafi skemmst. Samningar um einkarekna heilbrigðisþjónustu: Kosta ríkið 3,6 milljarða á ári Farinn í útlegð: Aristide til Suður-Afríku SUÐUR-AFRÍKA, AP Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta Haítí, var vel tekið þegar hann kom til Suð- ur-Afríku, þar sem hann kemur til með að dvelja í útlegð frá heima- landi sínu. Sjálfur segir Aristide reyndar að aðeins sé um tíma- bundið hæli að ræða enda sé hann enn löglega kjörinn forseti Haítí og ætli sér að snúa aftur heim. Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, tók á móti Aristide á flug- vellinum í Jóhannesarborg og veitti honum sömu viðtökur og þjóðhöfðingja í opinberri heim- sókn. ■ ARISTIDE BOÐINN VELKOMINN Forseti Suður-Afríku tók á móti fyrrum for- seta Haítí. ■ EVRÓPA Söfnun SÞ fyrir Palestínu: Vantar 16 milljón dali JERÚSALEM, AP Ein umboðsstofnana Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir milljónum dollara til kaupa á mat og skýlum fyrir palestínskar fjölskyldur sem misst hafa heim- ili sín í hernaðaraðgerðum Ísra- elshers á Gaza-svæðinu. Stofnunin segist þurfa sextán milljónir dollara, rúmlega millj- arð íslenskra króna, til þess að veita hundruðum fjölskyldna í Rafah-f lót tamannabúðunum neyðaraðstoð. Tugir húsa voru eyðilagðir meðan á vikulöngum hernaðarað- gerðum Ísraelshers á Gaza-svæð- inu stóð. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.