Fréttablaðið - 10.06.2004, Side 45

Fréttablaðið - 10.06.2004, Side 45
Síðustu tónleikar Sinfóníu-hljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætl- ar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí: Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót. Öll þessi þrjú verk Stravinskís eru samin sem balletttónlist, en Vorblótið er þeirra frægast, og ekki bara fyrir þær hrikalegu móttökur sem það fékk við frum- flutninginn í París hinn 29. maí árið 1913, þegar áheyrendur trylltust bókstaflega af bræði og kalla þurfti á lögregluna til að rýma salinn. Vorblótið var vægast sagt byltingarkennt verk á þeim tíma, þar sem áheyrendur áttu hvorki að venjast jafn ómstríðum tónum og brjálæðislegum hrynjanda, þótt slíkt þyki afar hversdagslegt nú á tímum. Æ síðan hefur þetta verk átt miklum vinsældum að fagna. Samhliða æfingum hefur Ash- kenazy unnið að upptökum fyrir nýjan geisladisk með Sinfóníu- hljómsveitinni fyrir japanska fyrirtækið Octavia, sem hefur áður gefið út í Japan tvo diska með flutningi hljómsveitarinnar undir stjórn Ashkenazys. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Klukkutíma fyrir tónleik- anna efnir Vinafélag Sinfóníu- hljómsveitar Íslands til samveru- stundar í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Árni Heimir Ingólfsson kynnir efni tónleikanna og kemur með hljóðdæmi. ■ FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 Ný sending! Bikini frá kr. 3.980 Sundbolir frá kr. 5.790 Undirfatasett frá kr. 3.580 Stærðir 70A - 100H VERSLUN FYRIR ALLAR KONUR SMÁRALIND Sími 517 7007 ■ ■ DANSLIST  20.00 Dansleikhús. Níu dansverk eftir 14 höfunda taka þátt í sam- keppni í Borgarleikhúsinu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Vorblót í Vesturbænum ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ASHKENAZY Á ÆFINGU MEÐ SINFÓNÍUNNI Sinfónían flytur Vorblótið, Eldfuglinn og Pulcinellu eftir Stravinskí á tónleikum í Háskólabíói í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.