Fréttablaðið - 10.06.2004, Side 47

Fréttablaðið - 10.06.2004, Side 47
35FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 Sjóvá-Almennar hafa veri› a›alstyrktara›ili Kvennahlaupsins í 12 ár. Vertu me› í Kvennahlaupinu 19. júní. Nánari uppl‡singar á www.sjova.is. Njóttu lífsins – áhyggjulaus Sjóvá-Almennar eru í eigu Íslandsbanka. A4 / HG M 1. deild kvenna í knattspyrnu: Keflavíkurkonur byrja af krafti FÓTBOLTI Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu hefur byrjað frá- bærlega í fyrstu leikjum sínum undir eigin merkjum í 13 ár en liðið hefur ekki spilað undir nafni Keflavíkurliðsins í kvennafótboltanum síðan sum- arið 1991. Undanfarin fimm ár hefur liðið leikið undir merkjum RKV ásamt Reyni Sandgerði og Víði úr Garði en í sumar eru Keflavíkurkonur til alls líkegar og gætu komist upp í efstu deild eftir 16 ára bið en þær léku þar síðast sumarið 1988. Keflavík hætti við þátttöku árið eftir en nú er endurreisnin kominn á fullt á nýjan leik. Keflavík vann fyrsta leikinn á Íslandsmótinu gegn Haukum, 10-0, á Keflavík- urvelli á föstudag og annan leik- inn gegn liði UMF Bessastaða, 12-0, í fyrrakvöldi. Ólöf Helga Pálsdóttir, betur þekkt sem landsliðskona í körfubolta, skor- aði fimm mörk í fyrri leiknum og sex samtals og Bergey Erna Sigurðardóttir skoraði fernu í síðari leiknum og einnig sex mörk samtals í báðum leikjun- um. Þær Hrefna Magnea Guð- mundsdóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir skoruðu síðan báð- ar þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Spilandi þjálfari Kefla- víkur er Ásdís Þorgilsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og leikmaður með KR. ■ SNÚNINGSPUNKTURINN? Kobe Bryant tryggir hér Lakers framlengingu með þriggja stiga skoti þegar aðeins 2,1 sek- únda var eftir. Staðan jöfn hjá Lakers og Pistons í lokaúrslitum NBA: Kobe Bryant enn og aftur KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers mörðu sigur á Detroit Pistons í öðr- um leik lokaúrslita NBA-deildarinn- ar í körfubolta. Þar með er staðan jöfn, 1-1, en það verður að segjast eins og er að leikmenn Detroit voru klaufar og hentu frá sér unnum leik. Þeir voru sex stigum yfir, 83-89, þegar aðeins 47 sekúndur voru eftir. Í framhaldinu náði Shaquille O’Neal frákastinu eftir misheppnað skot Ko- bes Bryant og skoraði tveggja stiga körfu og fékk vítaskot að auki, sem merkilegt nokk, hann nýtti. Þá voru 35 sekúndur eftir. Detroit náði ekki að skora og Lakers fékk boltann og um leið síðustu sókn venjulegs leik- tíma. Segja má að Detroit hafi gert nokkuð stór mistök í þessari loka- sókn Lakers því liðið ákvað að brjóta ekki á öðrum af tveimur skelfilegum vítaskyttum, Shaquille O’Neal og ný- liðanum Luke Walton, undir lokin en treystu þess í stað að Lakers næði ekki að setja niður þrist. Það er varasamt að taka slíka áhættu gegn liði sem er með leik- mann að nafni Kobe Bryant innan- borðs. Hann nærist á aðstæðum sem þessum og þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma setti hann niður þristinn sem þurfti og tryggði þannig Lakers framlengingu. Í framlengingunni tók Lakers síð- an völdin og skoraði 10 stig gegn að- eins 2 komu frá Pistons. Ekki er ólíklegt að þessi þriggja stiga karfa Bryants hafi verið snún- ingspunktur þessa einvígis því þau lið sem hafa tapað tveimur fyrstu heimaleikjunum í lokaúrslitum hafa aldrei náð að snúa dæminu sér í vil og verða meistarar. „Við höfum alltaf trú á því að Kobe geti gert kraftaverk þegar við þurfum á einu að halda, jafnvel þeg- ar hlutirnir eru ekki að ganga alveg upp hjá honum,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers eftir leik. Atkvæðamestir hjá Lakers voru þeir mátar, Kobe Bryant, með 33 stig og sjö stoðsendingar, og Shaquille O’Neal, með 29 stig og sjö fráköst. Hjá Detroit var Chauncey Billups með 27 stig og níu stoðsendingar. Richard Hamilton kom næstur með 26 stig og átta fráköst. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.