Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 16
Augu og eyru Davíðs
Sagt er að Davíð Oddsson sé staðráðinn í
að láta mistökin með fjölmiðlanefndina
ekki endurtaka sig. Þó að sú nefnd væri
skipuð „málsmetandi mönnum“, sem
hlotið höfðu meðmæli úr innsta hringn-
um, kláraði hún ekki verk sitt samkvæmt
upphaflegri forskrift forsætisráðherra. Er
hermt að hann hafi lesið einstökum
nefndarmönnum pistilinn í
gremju sinni og von-
brigðum. Kosninga-
nefndin nýja er einnig
skipuð „málsmetandi
mönnum“, sem valdir
hafa verið af innsta
hring beggja stjórnar-
flokkanna. En til að
tryggja að þar
byrji ekkert
gáleysistal eða undanhald fyrir „óábyrgum
kröfum“ hefur forsætisráðherra sett per-
sónulegan fulltrúa sinn til að sitja nefndar-
fundi, skrifa niður allt sem sagt er og gefa
sér reglulega skýrslu; þannig geti hann
gripið inn í ef þörf krefur.
Augu og eyru forsætisráðherra í kosninga-
nefndinni tilheyra hlýðnasta snúninga-
manni hans í ráðuneytinu undanfarin ár,
Kristjáni Andra Stefánssyni lögfræðingi.
Hann er náfrændi Þórarins Eldjárn, einka-
vinar frá Matthildarárunum.
Samhljómur
Björn Bjarnason birti pistil um Ronald
Reagan á heimasíðu sinni mánudaginn 7.
júní og skrifaði þá m.a. „[Ronald Reagan]
sætti gagnrýni ekki síst frá hinum talandi
stéttum, fjölmiðlungum, háskólafólki og
kaffihúsaspekingum, án þess að láta það
hið minnsta á sig fá“. Tveimur dögum
seinna birti Jakob F. Ásgeirsson rithöfund-
ur pistil í Viðskiptablaðinu og komst þá
svo að orði: „Ekkert var til
sparað í lýsingum fjöl-
miðlafólks, háskólakenn-
ara og kaffihúsaspekinga
á heimsku Reagans, fljót-
færni og leti“. Jakob
vitnaði ekki í
Björn, enda þykja
tilvitnanir fá-
fengilegar með-
al ákveðinna
s j á l f s t æ ð i s -
manna, en hinn
andlegi sam-
hljómur er aug-
ljós.
Umræðan um þjóðaratkvæða-
greiðslu um fjölmiðlafrumvarpið er
orðin rimma um málsmeðferð.
Þannig raða þekktir menn úr þjóð-
lífinu sér á skoðanasíður dagblað-
anna og skjóta föstum skotum hver
á annan.Virðulegir lögfræðingar
sem til þessa hafa talist gamal-
grónir sjálfstæðismenn – en þó
kannski laustengdir núverandi for-
ustu – eru skyndilega dottnir inn í
miðja hringiðu umræðunnar, bæði
sem gagnrýnendur og þolendur
gagnrýni. Eftirtektarverð er t.d. sú
hvassa og nánast persónulega gagn-
rýni sem bæði Björn Bjarnason og
Jón Steinar Gunnlaugsson hafa
beint að Jónatan Þórmundssyni pró-
fessor, sem sjálfur hafði stigið fram
fyrir skjöldu með afgerandi gan-
grýni á að setja háa þröskulda um
kosningaþátttöku í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Það virðast ætla að verða örlög
þessa fjölmiðlafrumvarps að kalla á
meiri umræðu um málsmeðferð en
um sjálft frumvarpið. Tilefnið er
enda ærið og sú málsmeðferðar-
umræða sem nú á sér stað er grund-
vallarumræða um lýðræði og flest
bendir til að brýn þörf sé á því að
þessir hlutir séu ræddir. Efnis-
umræða um fjölmiðlafrumvarpið
kemur í framhaldinu.
Grundvallarspurningarnar um
lýðræði snúast um málskotsréttinn,
þingræði, og þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur. Mjög misvísandi sjónarmið hafa
heyrst frá stjórnmálamönnum í um-
ræðunni í tengslum við þessar þrjár
spurningar. Mest hefur verið rætt
um málskotsréttinn og þá lagalegu
textaæfingu sem ættuð er frá Þór
Vilhjálmssyni að framkvæmdavald-
ið eða ráðherra, en ekki forseti, fari
í raun með löggjafarvaldið ásamt
þinginu. Fáir virðast skilja þessa
röksemdafærslu almennilega og
enn færri telja að hún eigi að ráða
ferðinni, samanber þau orð Davíðs
Oddssonar að ekki sé annað hægt í
stöðunni en að halda sig við við-
tekna skoðun um að málskotsréttur
forseta sé raunverulegur.
Afar sérstæðar yfirlýsingar
hafa heyrst frá ráðandi stjórnmála-
mönnum varðandi þingræðið og
óspart er látið í það skína að aðgerð
forsetans sé með einhverjum hætti
aðför gegn þingræðinu, rétt eins og
þingræði snúist um eitthvað eitt-
hvað allt annað en að vilji kjósenda
komi fram. Þannig talaði fjármála-
ráðhera hneykslaður um að forset-
inn hefði í yfirlýsingu sinni nefnt að
lýðræði, frelsi og mannréttindi
væru grundvöllur íslenskrar stjórn-
skipunar, en hann hefði gleymt mik-
ilvægu atriði, nefnilega þing-
ræðinu! Miðað við svona yfirlýs-
ingu mætti ætla að þingræði væri
eitthvað allt annað og meira en lýð-
ræði og frelsi og mannréttindi, en
ekki praktískt útfærslukerfi til að
koma lýðræðinu í framkvæmd.
Nú síðast eru að koma fram
miklar skoðanir og kenningar um
nauðsyn þess að setja háa þrösk-
ulda um þátttöku í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Jafnvel hafa verið viðrað-
ar skoðanir um að 75% þátttaka
væri nauðsynleg og til að rökstyðja
það bent á að þátttaka í þingkosn-
ingum sé alla jafnan mun hærri.
Það er einmitt þröskuldur af þessu
tagi sem Jónatan Þórmundsson tal-
ar um að kunni að „ræna“ þjóðina
málskotsréttinum, enda augljós
rangindi í því ef mikill meirihluti,
t.d 70%, kosningabærra manna
greiddi atkvæði gegn tilteknu
frumvarpi, en það dygði ekki til að
fella það úr gildi eingögnu vegna
þess að það vantaði fimm prósent
upp á kosningaþátttökuna.
Hugsunin að baki þröskuldi af
þessu tagi er væntanlega sú, að það
þurfi að koma til verulegur fjöldi
einstaklinga til að hnekkja löglegri
ákvörðun þings sem hefur verið
kosið með 80–90% kosningaþátt-
töku. Fleiri hafi þá veitt þinginu
umboð til ákvörðunartöku um við-
komandi lög í alþingiskosningum,
en kusu að taka ákvörðun sjálfir í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi
hugsun er þó að ýmsu leyti vara-
söm. Þannig hefur aldrei verið tal-
in ástæða til að innleiða slíkan
þröskuld í þingkosningum og segja
að þingmenn nái ekki kosningu
nema með tiltekinni kosningaþátt-
töku. Enda væri slíkt frátleitt.
Hver er þá eðlismunurinn á því að
kjósa til þings og að taka ákvörðun
um að kjósa í þjóðaratkvæða-
greiðslu? Hví skyldi það skipta
meira máli hvort kjósandi sitji
heima eða í sumarbústað eða hvar
sem er og sjái ekki ástæðu til að
fara á kjörstað þegar um þjóðar-
atkvæðagreiðslu er að ræða heldur
en þegar um þingkosningu (eða
forsetakosningu) er að ræða?
Langeðlilegast væri að vitaskuld
að sama reglan gilti í öllum þessum
tilfellum. En þó má, ef menn eru á
annað borð á þeim buxunum, finna
ákveðinn mun á kosningunum ann-
ars vegar og þjóðaratkvæðinu hins
vegar. Í öðru tilfellinu er verið að
kjósa menn til að taka ákvarðanir í
framtíðinni og í hinu tilvikinu er
verið að kjósa um ákvörðun sem
þegar er búið að taka og afgreiða
með löglegum hætti. Það er með
öðrum orðum verið að kjósa um
hvort synja eigi löglegum gerningi
í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef
menn telja þörskulda nauðsynlega
þá er eðlilegast að þeim sé beint að
synjuninni sem slíkri, en ekki
kosningaþátttökunni almennt. Ætli
menn að setja einhverja þröskulda
í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu –
sem í sjálfu sér er engin ástæða til
– hlýtur sá þröskuldur að felast í
því að ákveðinn lágmarksfjöldi
kosningabærra manna greiði at-
kvæði gegn frumvarpinu, en bein-
ist ekki að kosningaþátttökunni
sem slíkri. ■
Á litsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkis-útvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess laga-grundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á.
Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarps-
starfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að
halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru
tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna
með sölu auglýsinga á netinu.
En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með
þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er
um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur
neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að
nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga
uppi. Netið er að verða mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar
nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar
munu eiga erfitt uppdráttar.
Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta
lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa
starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er
aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem
ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna sérstaklega um
hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í
brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin
ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.
Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að
nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi
mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skap-
að stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í
alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nú-
tímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og
einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til
að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjöl-
miðla einkaaðila – án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina
á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.
Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að
taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðar-
stefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála-
ráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu
þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um.
Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur
ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin for-
réttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni
með eðlilegum hætti. ■
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Álitsgerð umboðsmanns Aþingis um fréttavef Ríkis-
útvarpsins er rökrétt frá lagasjónarmiði en óviðunandi
fyrir fjölmiðil sem starfar í samkeppnisumhverfi
Hraða þarf endur-
skoðun útvarpslaga
Þátttökulágmark í þingkosningum?
ORÐRÉTT
Vanhugsaðar tarkmarkanir?
Öll skilyrði sem sett eru á
atkvæðagreiðsluna minnka sjálf-
krafa líkur á samþykkt laganna.
Það skyldi nú ekki vera að ein-
hverjir þeirra sem vilja setja
slík skilyrði hafi alls ekki
hugsað út í þetta?
Reynir Axelsson, stærðfræðikennari
við Háskóla Íslands.
Morgunblaðið 10. júní.
Á brosvaktinni
Eftirtektarverðari var hins vegar
svipurinn á Halldóri [Ásgríms-
syni í sjónvarpsviðtali á þriðju-
dagskvöld]. Því hann var skæl-
brosandi allan tímann, nánast
skellihlæjandi reyndar. Og Hall-
dór hefur aldrei verið kunnur að
því að vera maður brosmildur.
Illugi Jökulsson ritstjóri.
DV 10. júní
Er hann ekki í framboði?
Nei, ég fylgist ekkert með forseta-
frambjóðendunum, en þeim mun
meira með forsetanum sjálfum.
Eiríkur Guðmundsson bókmennta-
fræðingur. Spurningin er þá hvort
val kjósenda standi á milli Ástþórs
og Baldurs.
DV 10. júní.
Meirihluti – og einum betur
Það má ekki fara milli mála að
það er öruggur meirihluti þjóðar-
innar, sem hefur lögmæta sam-
þykkt Alþingis að engu. Það
verður aðeins gert með þeim
hætti að meirihluti atkvæðis-
bærra manna ónýti lögin. Að
óháð kjörsókn þurfi helmingur
manna á kjörskrá og einum
betur að ógilda þau.
Andrés Magnússon blaðamaður setur
frekari skilyrði fyrir því að taka
mark á þjóðaratkvæðagreiðslu um
fjölmiðlalögin.
Morgunblaðið 10. júní
FRÁ DEGI TIL DAGS
Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn
þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og
marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef
henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg
sem víðtæk sátt gæti skapast um.
,,
ÚTSALA ÚTSALA
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl.10.00-18.00
Og margt margt fleira
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Peysa m/gatamynstri 5.200 2.900
Dömupeysa 6.400 2.900
Tunika 3.500 2.100
Kreptoppur 2.900 1.800
Skyrta m/bróderíi 5.300 2.200
Hettupeysa 4.900 1.900
Satínkjóll 7.900 3.200
Sítt pils 4.900 1.900
Dömujakki 5.900 2.900
Íþróttagalli 8.900 3.600
Hörbuxur 4.900 2.900
Gallabuxur 4.900 2.900
Dömuskór 5.300 2.500
HEFST Í DAG
40—60% afsláttur
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift
ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
degitildags@frettabladid.is
Í DAG
UMRÆÐAN UM
ÞJÓÐARATKVÆÐI
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Hví skyldi það skipta
meira máli hvort
kjósandi sitji heima eða í
sumarbústað eða hvar sem
er og sjái ekki ástæðu til að
fara á kjörstað þegar um
þjóðaratkvæðagreiðslu er
að ræða heldur en þegar
um þingkosningu (eða for-
setakosningu) er að ræða?
,,