Fréttablaðið - 11.06.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 11.06.2004, Síða 18
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR18 ÆVINTÝRI GRIMS KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FRJÁLSHYGGJUFÉLAGSINS SKIPTAR SKOÐANIR Á að leyfa vændi? ÞEGAR ÞVÍ ER HALDIÐ FRAM að vændi sé góð og gild atvinnugrein og engin ástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmynd- ina. Í þessu máli þarf að kafa dýpra og ekki næg- ir að spyrja einfaldlega hvort fólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignir sínar. ÞAÐ MÁ TIL DÆMIS EKKI gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmenni hugsa: „Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?“ og ákveða svo að það sé víst mesti pen- ingurinn í vændinu. Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að „fá að selja sig“ þar sem þetta er yfirleitt örþrifa- ráð sem enginn grípur til að gamni sínu. SEM STENDUR ER ÓLÖGLEGT að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hins vegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núver- andi lagaumhverfi þar sem kaupandinn ber enga ábyrgð. RANGT ER AÐ ÞVINGA frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlut- verk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk rík- isvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra. AUGLJÓSLEGA ER RANGT er að neyða fólk til kyn- lífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þving- unin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru sam- þykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku. BESTA LEIÐIN til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfs- menn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðr- um sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin. Við bjóðum þrjá frábæra tilboðspakka 16 44 / TA K T ÍK 2 .6 ’0 4 www.bilanaust.is Borgartún 26 • Sími: 535 9000 ÞVOTTADAGAR Hann spáir sól allir út að þvo bílinn í góða veðrinu 2.4973.885 4.9891 Rétt verð 7.224,- 2 3 Rétt verð 3.479,-Rétt verð 5.406,- TILBOÐ TILBO ÐTILBOÐ tilboðin gilda á meðan birgðir endast Þjóðhagsstofnun Stjórnarandstaðan hefur býsna oft haldið því fram að Þjóðhagsstofnun hafi verið lögð niður vegna þess að stofnunin hafi valið að „standa ekki og sitja eins og vald- stjórnin vill“ eins og Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði það í grein í Morgunblaðinu í gær. Þetta hljómar náttúrlega nógu svakalega, „vald- stjórnin“ er svo voðaleg að hún tekur sig til fyrirvaralaust og leggur niður stofnanir sem henni eru ekki þóknanlegar í einu og öllu. Þetta Borgarness-sjónarmið á sér þó litla stoð í raunveruleikanum og ef Jóhanna og aðrir Samfylkingarmenn mættu vera að því að kynna sér málið er rétt hugsanlegt að þeim liði illa að halda fram slíkum stað- hæfingum. Vefþjóðviljinn á andriki.is Tóbaksfasistar Ég trúi tóbaksfasistunum alveg til að vilja banna mér að reykja heima við, en ég held að sem betur fer sé meirihluti íslensku þjóðarinnar ósammála þeim í því efni. Ís- lendingar bera ennþá nógu mikla virðingu fyrir friðhelgi heimilisins til að vilja ekki sætta sig við að afskiptasöm hönd ríkisins (hvort sem um er að ræða þá hægri eða vinstri) seilist mikið inn fyrir aðaldyrnar. Bjarni Ólafsson á deiglan.com Einstakur forseti Það tekur lengri tíma en 15 ár fyrir mann- kynssöguna að fella dóm yfir verkum Bandaríkjaforseta. Dómur samtímans er sá að [Ronald Reagan] hafi verið einstakur fyr- ir þær sakir hversu vel hann náði til fólksins og höfðaði ávallt til atorku og dugnaðar í hverjum og einum. Hann færði alla stjórn- málaumræðu í Bandaríkjunum til hægri og fékk jafnvel hörðustu demókrata til að sam- sama sig markmiðum hans um minnkuð ríkisumsvif í efnahags- og velferðarmálum. Markmið sem hafa síðan verið leiðarhnoða bandarískra stjórnmálamanna í báðum flokkum. Hulda Þórisdóttir á tikin.is Þjóðaratkvæðagreiðslan Það hlýtur að teljast óskiljanlegt hvernig núverandi ríkisstjórn lætur sér vaxa í augum framkvæmd á þjóðaratkvæðagreiðslu. Fram undir miðbik 20. aldarinnar hafði mönnum tekist klakklaust að halda fimm þjóðar- atkvæðagreiðslur. Oft var aðeins lögð til grundvallar einföld þingsályktunartillaga. Auk þessa hafa Íslendingar gengið í gegn- um fjölmargar kosningar til þings, sveitar- stjórna og forseta. Huginn Freyr Þorsteinsson á murinn.is Formaður SUF Formaður SUF á hins vegar ekki að vera uppburðarlítill og ganga með veggjum, gleypa allt hrátt og kinka kolli. Formaður SUF á að hafa gagnrýna hugsun, benda for- ystu flokksins á það ef hann sér einhverja vankanta á málum. Til þess er seturéttur hans á þingflokksfundum. Til þess er setu- réttur hans í landstjórn flokksins. Hann á jafnframt að vera aflvaki skoðanaskipta meðal félagsmanna, koma með uppá- stungur og ábendingar á spjallrásum, skipt- ast á skoðunum við hinn almenn félags- mann. Jón Einarsson á blog.central.is/framsokn AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.