Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 20

Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 20
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur sími 564 2100 vingerdin@simnet.is www.vingerdin.is Víngerðin Verslun víngerðarmannsins Frábær tilboð Ef halda skal hið fullkomna matarboð þá er best að hafa nóg af fallegum fylgihlutum ásamt því að elda góðan mat. Falleg hnífapör, sparistellið, fíngerðir servíettuhringar og dásamlegar diskamottur eru allt hlutir sem fullkomna matarboðið þitt. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur sími 566 6103 F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 sími 568 6440 Allt í eldhúsið Skrýtnasti matur sem ég hef fengið: Aðeins kristnir menn borða mýs Tapas er eitt af því sem e i n k e n n i r s p æ n s k a matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veit- i n g a h ú s u m fyrir hádeg- ismat og kvöldmat til að seðja s á r a s t a hungrið. Ekki eru allir á eitt sáttir hvaðan tapas kemur og eru marg- ar tilgátur til um uppruna þess. Sumir halda því fram að fyrsta tapasið hafi verið sneið af skinku sem var borin fram ofan á glasi af sérrí til að halda flugum úr sérrí- inu. Þá uppgötvuðu barþjónar að viðskiptavinirnir urðu svengri vegna seltu í skinkunni og þannig varð hefðin til. Aðrir segja að Alfonso tíundi, konungur Spánar, sem uppi var á 13. öld hafi þurft að fá sér matar- bita með víni á milli máltíða vegna veikinda. Þegar Alfonso batnaði skipaði hann svo fyrir að vín væri aldrei borið á borð án matar. Enn aðrir halda því fram að bændur og verkamenn hafi þurft að fá sér smá matarbita á milli máltíða til að geta haldið út í vinnu og þannig hafi tapas orðið til en lengi má deila um hver hefur rétt fyrir sér. Tapas rekur uppruna sinn til Andalúsíu-héraðs í Suður Spáni og er þar hægt að taka sem sjálfsagð- an hlut að fá frítt tapas með drykk sem pantaður er. Á flestum öðrum stöðum þarf að borga fyrir tapas og er hægt að fá bæði heita og kalda rétti. Tapas getur verðið jafn einfald- ur réttur og skál af ólífum og saltaðar kartöfluflög- ur og allt upp í matarmikilli rétti eins og ýmsa rækju- rétti og fyllt- ar kartöflur. Tapas er aðal- lega til þess að gefa mag- anum eitt- hvað annað en vín og bjór svo fólk verði ekki of hífað. Margir siðir fylgja þessari hefð og er það til dæmis regla í borg- inni Granada að henda servíettunni á gólfið á barnum ef þér líkar tapasinn sem þér er boðið. Tapas er hægt að finna á hvaða stað sem er á Spáni og fleiri lönd hafa einnig tekið upp þennan sið. Tapas er aðallega félagslegur hlutur nú til dags og á milli máltíð skellir fólk sér á bar eða veitinga- stað til að hitta vini og kunningja til að rífast, spjalla eða jafnvel daðra og tapas er það sem heldur þeim gangandi. Að fara út og fá sér tapas er frábært tækifæri til að finna púlsinn á þjóðfélaginu og kynnast menningunni almenni- lega. Best er náttúrlega að fara á tapas rölt og rölta á milli margra staða. Bestu tapas barirnir eru í háskólabæjum og stærri borgum. Nú er sumrið heilsar er um að gera að halda veislu með suð- rænni stemmingu. Góð hugmynd er að halda tapas partí. Réttirnir þurfa ekki að vera flóknir heldur bara nógu margir og fjölbreyttir. Bjóddu fólki upp á brauð með tómötum og hvítlauk, ekta spæns- ka eggjaköku og brauð með hrá- skinku ásamt Sangriu og það fer enginn leiður heim. lilja@frettabladid.is Uppskriftir Pan con tomate, ajo y jamón – Brauð með tómati, hvítlauk og skinku Brauðsneiðar Hvítlaukur Tómatur Sneiðar af reyktri skinku Best er að pönnu- steikja brauðið en ein- nig er hægt að rista það. Meðan það er enn heitt er hvítlaukn- um nuddað á það þangað til hvítlauksbragð kemur. Síðan er brauðinu nuddað upp úr hálfum tómatn- um. Svo er saltað eftir smekki, en ekki of mikið, örlítið af olíu hellt yfir og loks er einni skinkusneið skellt á brauðsneiðina. Tortilla de patatas - Kartöflueggjakaka Kartöflur Einn laukur Fjögur egg Olía Salt Flysjaðu kartöflurnar og sneiddu þær í mjög þunnar sneiðar. Skerðu laukinn í mjög litla bita og bættu honum við kartöflurnar. Þessu er svo skellt á pönnu og steikt með mikilli olíu á lágum hita. Eftir steik- inguna verður að ná allri olíu úr blönd- unni. Hrærðu eggin í annarri skál og blandaðu þeim svo við kartöflublönd- una. Láttu það vera í skálinni í nokkrar mínútur svo kartöflurnar nái að liggja vel í eggjunum. Hitaðu pönnu með einni teskeið af olíu og helltu blöndunni í pönnuna á lágum hita og leyfðu henni að hleypa. Síðan er henni snúið við á pönnunni og steikt í smá tíma og síðan sett beint á diskinn. Gambas al Pil Pil - Snarkandi rækjur Rækjur Paprika Hvítlaukur Chili pipar Olía Settu olíu, hvítlauk og chili piparinn í litla pönnu. Hafðu hita á þangað til pannan er orðin vel heit. Bættu rækjum og papriku við og eldaðu þangað til rækjurnar eru orðnar bleikar og þær farnar að snúa upp á sig. Berðu strax fram meðan rýkur enn úr rétt- inum með brauði til að hafa með sósunni. Matarhefð Spánverja: Hluti af þjóðarsálinni Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávar- útvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. „Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engi- sprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tím- ann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engi- sprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristn- ir menn ætu mýs,“ segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferð- um sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. „Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglytt- ur, sem voru mjög góðar. Sér- kennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér aug- unum á meðan við gæddum okkur á honum.“ Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. „Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við mat- reiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af sam- loku sem ég fékk í flugvél á Ís- landi.“ ■ Tumi Tómasson gerir aðra tilraun við ekta súkkulaðimús. Tapas smáréttir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.