Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 23
03FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 Ný sjálfbrúnkandi vara: Rakakrem sem nota má daglega Hydra Flash Bronzer er ný sjálfbrúnkandi vara frá Lancóme. Hydra Flash Bronzer er rakakrem með léttum sjálfbrúnkandi eiginleikum. Kremið er mjög létt og fyllir húðina raka, gerir hana þétta og mjúka og áferð hennar slétta. Kremið má nota daglega í stað hefðbundinna rakakrema. Kremið hentar ljósri húð einnig vel vegna mildra sjálfbrúnandi eiginleika. Dior Addict 4.580 kr. YSL, Paris 4.050 kr. Ilmvötn: Góður ilmur veit á góðan dag Á hverju vori koma nýir ferskir ilm- ir á markaðinn og áherslan er yfir- leitt á svipuðum nótum; ferskleik- inn í fyrirrúmi, léttur ilmur með ávaxta- eða blómakeim. Þetta á einnig við sumarilmina í ár. Ekki skemmir fyrir að umbúðirnar eru mikið fyrir augað og höfða til feg- urðarskyns hverrar konu. Stóru snyrtivörumerkin bjóða flest upp á splunkunýjan ilm fyrir sumarið svo nú er mál að setja sig í stellingar, þramma í snyrtivöruverslanirnar og finna sér angandi gerberu eða sítrónu fyrir sumartíðina sem framundan er. Issey Miyake, Líeau díIssey 4.400 kr. Cucci II 6.100 kr. Lancóme, Calypso 3.800 kr. Guerlain, Shalimar 5.350 kr. Öll ilmvötnin fást í Hygeu í Kringlunni. Oscar de la Renta, Intrusion 4.260 kr. JAKKAR STUTTIR áður 6990 NÚ AÐEINS 3990 síðir áður 8990 NÚ AÐEINS 5990 INDVERSK PILS síð áður 4990 NÚ AÐEINS 2490 INDVERSKAR MUSSUR áður 4990 NÚ AÐEINS 2990 BOLIR áður 2990 NÚ AÐEINS 1690 LEGGINGS áður 2990 NÚ AÐEINS 1990 OFL. OFL. FRÁBÆR TILBOÐ Sumarhiti í Cosmo                  Uppáhaldsskórnir hafa enst vel: Skór sem vekja athygli „Uppáhaldsskórnir mínir þessa dagana eru eldrauðir og kafloðnir skór frá X18,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri um uppá- haldsskóna sína. „Ég hef átt þessa skó í tvö ár og þeir eru alveg æðislegir og rosa- lega flottir. Þeir hafa líka enst mér mjög vel því ég er oft í þeim, bæði hversdagslega og þegar ég fer eitthvað aðeins fínna,“ segir Guðný og bætir við að hún hafi fallið fyrir þessum skóm um leið og hún leit þá augum. Loðnir skór er nú ekki eitthvað sem maður sér á hverju strái og segir Guðný að þeir veki mikla at- hygli. „Ég fór til dæmis til Kaup- mannahafnar um daginn og þar fengu ég og skórnir mínir mikla athygli því þeir eru jú aðeins öðruvísi en venjulegir skór.“ Spurð um skótískuna í dag seg- ir Guðný hana vera að sínu skapi. „Skótískan í dag er alveg brillíant. Mér finnst frábærir alls konar lit- ir og munstur og nota einmitt skó til að lífga aðeins upp á dressin mín,“ segir Guðný og bætir við að hún sé sérstaklega hrifin af skóm og að sá áhugi hafi aukist mjög mikið að undanförnu. „Ég vel mér samt alltaf þægilega skó, ég vil alls ekki háhælaða skó – þeir eru ömurleg uppfinning.“ lilja@frettabladid.is Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.