Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 30
„Við verðum með um 200 barna-
bókatitla, flesta á verðbilinu 390-
990 krónur sem að jafnaði er 50-
75% afsláttur frá upprunalegu
verði. Það verður því hægt að
gera mjög hagstæð barnabóka-
kaup og fá mikið fyrir peninginn
hér um helgina,“ segir Gunnar
Jónsson hjá Bókafólkinu sem
verður með sérstakan barnabóka-
markað í tilefni Krakkafjörs í
Perlunni um helgina.
„Við kappkostum að bjóða gott úr-
val af vönduðum bókum fyrir alla
aldurshópa, allt frá harðspjalda-
bókum fyrir þau allra yngstu og
upp í unglingabækur. Margir for-
eldrar hafa notað tækifærið á
barnabókamörkuðum okkar til að
tryggja sér lesefni fyrir allt árið
eða eiga á lager hentugar bækur
til að lauma í afmælispakkana.
Hjá okkur er ekki óalgengt að fólk
fari út með 8-10 vandaðar barna-
bækur á innan við 5.000 krónur.“
Aðspurður um það hvort lestur
barna sé á undanhaldi segir Gunn-
ar að það sé ekki hægt að segja að
svo sé þar sem bóksala barnabóka
hefur vaxið jafnt og þétt frá ári til
árs. „Því er hins vegar ekki að
neita að samkeppnin um frítíma
barnanna er orðinn mun meiri en
hún var og því aukin hætta á því
að þau fari á mis við þann mikla
þroska og ánægju sem hlýst af
lestri góðra bóka. Ég vona að sem
flestir foreldrar átti sig á mikil-
vægi þess fyrir börnin að þau séu
hvött til að lesa sér til skemmtun-
ar og ánægju. Þó svo að sjón-
varpsþættir, tölvuleikir og mynd-
bandsspólur séu ágætis afþrey-
ing, þá er í raun ekkert sem kem-
ur í staðinn fyrir bóklestur. Rann-
sóknir hafa ítrekað sýnt fram á að
lestur og gott aðgengi að bókum á
fyrstu árum ævinnar hefur mjög
jákvæð áhrif á málþroska, sköp-
unargáfu og ímyndunarafl barn-
anna sem er ómetanlegt veganesti
þegar skólagangan hefst.“ Að
sögn Gunnars er mikilvægt fyrir
foreldra að hjálpa börnunum að
koma lestri upp í daglega venju
og gefa þeim þannig reglulega
tækifæri til að kynnast ímyndun-
arheim bókarinnar. „Góð regla
sem margir foreldrar hafa tileink-
að sér er að lesa með börnunum á
hverju kvöldi fyrir svefninn. Þó
að um stuttan tíma sé að ræða á
hverjum degi þá gagnast þeim
fátt betur en að lesa eða heyra
góða sögu áður en haldið er inn í
draumalandið.“ ■
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR
20%
afsláttur
af
sumar-
fötum
til
17. júní!
Barnabókamarkaður:
Tækifæri til að kynnast
heimi bókarinnar
Bókafólkið verður með barnabókamarkað í tilefni Krakkafjörs í Perlunni um helgina.
Enor ehf. hefur nýlega hafið inn-
flutning og dreifingu á Maxamec-
byggingarsettum fyrir börn. Sett-
in eru úr krossviði og þeim fylgja
sérstök tengistykki til að setja
þau saman. Leikfangið er upp-
runnið í Svíþjóð og hefur verið
þróað mikið í samstarfi við leik-
skóla.
„Leiðbeinendur á leikskólum
eru mjög hrifnir af þessu og sjá
mikla möguleika,“ segir Eirný Ás-
geirsdóttir hjá Enor, en hún hefur
farið inn á leikskóla hérlendis til
að kynna Maxamec.
„Maðurinn sem bjó þetta til var
leikfangahönnuður og kom alltaf
heim með nýjustu leikföngin fyrir
strákinn sinn. Sonur hans hins
vegar sinnti hverju leikfangi í
skamman tíma en hætti svo að
sýna því áhuga. Hann vildi þá búa
til leikfang sem myndi endast
lengi og vera uppspretta sköpun-
ar og leikja,“ segir Eirný og að ein
ástæða þess að hún valdi þetta
leikfang til innflutnings hafi verið
hugsunin á bak við það.
„Svo mikið af leikjum og leik-
föngum í dag snúast um ofbeldi en
Maxamec snýst um að fá börnin
til að skapa og búa til. Tilgangur-
inn með leikfanginu er að fá börn
frá ofbeldi yfir í sköpun,“ segir
Eirný.
Fyrirtækið sem framleiðir
Maxamec er að mestu í eigu
styrktarsjóðs sem hefur það að
markmiði að styrkja þurfandi
börn, menntun barna og ung-
menna og starfsemi gegn spill-
ingu. Leikfangið hefur því marg-
þættan tilgang sem gengur út á
velferð barna.
Á sýningunni Krakkafjör ætlar
Eirný að bjóða börnum og full-
orðnum að leika sér með Maxa-
mec-byggingarsettin. ■
Skapandi leikfang:
Frá ofbeldi yfir í sköpun
Þórdís Eirný og Guðrún Lovísa byggja með Maxamec.