Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 31

Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 31
7FÖSTUDAGUR 11. júní 2004 Trjálfur er skemmtilegur skógarálfur sem þekkir öll ævintýrin í skóginum. Hann er mikill fjörkálfur og hefur upp- lifað mikið af ævintýrum. Hann hefur gaman af að segja frá þeim og gerir það dálítið öðruvísi en krakkarnir þekkja þar sem hann setur sig í öll hlutverkin og leikur þau af hjartans list. Trjálfur býr í risastóru tré í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum sem er stærsta tréð í garðinum, en honum er mjög annt um trén og læknar þau ef þau eru veik. Þeir sem trúa á álfa geta séð honum bregða fyrir í trénu og eins og flestir álfar hefur hann þann eigin- leika að vera misstór því hann breytir um stærð eftir því við hvern hann tal- ar. Trjálfur ætlar að hitta krakkana á Krakkafjöri um helgina og segja þeim ævintýri. [ SKÓGARÁLFURINN ] Þekkir öll ævintýrin Nýir eigendur, þær Margrét Orms- dóttir og Halldóra G. Víglundsdótt- ir, tóku nýverið við versluninni Róbert bangsa í Kópavogi. Við eig- endaskiptin var verslunin flutt í stærra og bjartara húsnæði að Hlíðarsmára 12 í Kópavoginum. „Það hefur orðið áherslubreyt- ing hjá okkur eftir eigendaskiptin. Áður var þetta rekið einungis sem barnafataverslun en nú bjóðum við einnig upp á vörur fyrir unglinga og mömmur,“ segja þær Margrét og Halldóra. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa verslunina hlýlega og glæsilega,“ segja þær og vöruúr- valið hjá þeim er mikið, frá fram- leiðendum eins og Diesel, CARS jeans, Lego og Ticket to Heaven. „Við ætlum okkur að bæta enn frekar við í haust og bætum þá við okkur fatnaði frá hinum frábæra framleiðanda Ragazzi.“ Á Krakkafjöri ætla þær sér að vera með mikið af fatnaði og þar mest af sumarfatnaði. „Við verð- um með fatnað á tilboðsverði og er tilvalið fyrir fólk að nota tækifær- ið og finna föt fyrir 17. júní.“ ■ Fataverslun: 17. júní-dressin á tilboðsverði Margrét og Halldóra eru nýir eigendur Róberts bangsa í Kópavoginum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.