Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 48
28 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR Steven Gerrard um leikinn gegn Frökkum á sunnudag: Látum þá hafa áhyggjur af okkur FÓTBOLTI Steven Gerrard segir Englendinga ekki sætta sig við neitt annað en sigur gegn Frökk- um í opnunarleik liðanna á EM í Portúgal sem fram fer á sunnu- dag. Miðjumaðurinn enski og leik- maður Liverpool sagði að Eng- lendingar óttuðust ekki frönsku stjörnuleikmennina: „Við höfum fulla trú á því að við getum náð í þrjú stig í þessum leik og byrjað keppnina með látum. Það væri mjög neikvætt að sætta sig við jafntefli – við stefnum hiklaust á sigur,“ sagði kokhraustur Steven Gerrard en með honum á miðj- unni gegn Frökkum verða þeir David Beckham, Paul Scholes og svo annaðhvort Nicky Butt eða Frank Lampard. Gerrard fullyrðir að Englend- ingar eigi nóg af heimsklassaleik- mönnum sem standi frönsku stjörnunum lítt að baki: „Við erum ekki hræddir við að mæta Zidane, Henry, Pires og öllum þeirra frá- bæru leikmönnum. Við myndum ekki gera miklar rósir ef við mættum til leiks hræddir við and- stæðinginn – sjálfstraustið verður algjörlega að vera í botni. Við berum hins vegar virðingu fyrir þeim enda hafa þeir áunnið sér hana. En ég segi, látum þá hafa áhyggjur af okkur því við erum einnig með heimsklassaleik- menn,“ sagði Steven Gerard. ■ Ronaldinho hafnaði 55 milljón punda tilboði frá Chelsea: Vill spila aðlaðandi fótbolta FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Ron- aldinho, leikmaður Barcelona, segist hafa hafnað 55 milljóna punda tilboði frá Chelsea en hann skrifaði undir nýjan samn- ing við Katalóníuliðið í síðustu viku sem gildir til ársins 2008. „Vitið þið af hverju ég hafn- aði boði Chelsea?“ spurði Ron- aldinho fréttamenn og svaraði sjálfur um hæl: „Af því að ég elska fótbolta og að spila hann á aðlaðandi hátt.“ Hefði tilboði Chelsea verið tekið væri Ronaldinho þar með orðinn dýrasti leikmaður sög- unnar en Zinedine Zidane heldur enn um skeið þeim titli en Real Madrid pungaði út 44 milljónum punda þegar hann var keyptur frá Juventus á sínum tíma. Forráðamenn Barcelona hafa veitt Ronaldinho feita launa- hækkun og í stað þess að fá litlar 2,5 milljónir punda í árs- laun fær hann nú 3,3 milljónir. Ronaldinho kom frá franska liðinu Paris St Germain síðasta sumar og þurfti Barcelona að greiða 21 milljón punda fyrir hann og bara sem hrein fjár- festing hefur hann þegar marg- borgað sig. Spilamennska hans í vetur var frábær og forráða- menn Manchester United hljóta að naga sig í handarbökin en þeir drógu það of lengi að semja við Ronaldinho í fyrra sem vildi ólmur koma til liðsins. „Við erum ánægðir með þennan samning,“ sagði forseti Barcelona, Joan Laporta, og bætti þessu við: „Ronaldinho á þennan samning skilið því hann lagði gríðarlega mikið af mörk- um í vetur og við vildum gera allt sem í okkar valdi stóð til að halda honum hjá félaginu. Ron- aldinho á eftir að marka nýtt upphaf hjá Barcelona.“ Aðdáendur Chelsea vanda hins vegar Ronaldinho ekki kveðjurnar og segja að hann hafi einungis verið að nýta sér áhuga og tilboð Chelsea til þess að þrýsta á forráðamenn Barcelona um launahækkun. Hann hafi aldrei ætlað sér að ganga til liðs við Chelsea. ■ Jacques Santini fær aðstoðarmann: Jol til Spurs FÓTBOLTI Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hafa ráðið Hollendinginn Martin Jol sem aðstoðarmann Frakkans Jacques Santini sem tekur við liðinu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lýkur í byrjun næsta mánaðar. Jol var við stjórnvölinn hjá hollenska liðinu RKC Waalwijk á síðustu leiktíð og hann var að vonum ánægður með nýja starfið. „Ég gat ekki sagt nei við Tottenham og tel þetta vera skref í rétta átt fyrir mig. Jacques Santini er að mínu mati einn af bestu þjálfurum Evrópu og það verður frábært að vinna við hlið hans,” sagði Jol. Santini var ekki síður ánægður með ráðningu Jols og sagði að allir þjálfarar sem ætluðu sér að ná árangri yrðu að hafa góða aðstoðarmenn. ■ HVER VEGUR AÐ HEIMAN ER VEGURINN HEIM Og hamingju sjaldan þeir ná. Hér sést leiðin fallega sem hjóluð verður í Ölpun- um í fjórða legg Austurríkishjólreiða- keppninnar. HJÓLREIÐAR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Frumsýnd 11. júní sem kaupa bókina í verslunum okkar á höfuðborgarsvæðinu fá miða á myndina. Elling! Lestu meira um 100 fyrstu STEVEN GERRARD Hefur engar áhyggjur af franska landsliðinu. ÁFRAM VEGINN Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona. Hafnaði risatilboði frá Chelsea.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.