Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 51

Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 51
FÖSTUDAGUR 11. júní 2004 31 SÝND kl. 10.30 B.i. 16 SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.30 og 8 Hvað gerist þegar tveir and- stæðingar gifta sig fyrir slysni? Það verður allt vitlaust! Skemmtilegasta og rómantískas- ta grínmynd ársins, frá leik- stjóra Johnny English. Frábær grínmynd frá leikstjóra Legally Blonde Hvað myndir þú gera ef þú kæmist á stefnumót með hei- tustu kvikmyndastjörnu Hollywood. SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.30 B.i. 16 SÝND kl. 5.50 SÝND kl. 4, 5., 6.30, 8 og 10 SÝND kl. 7 og 10 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. HHH Skonrokk HHH Mbl. HHH1/2 kvikmyndir.is STÓRVIÐBURÐUR ársins er kominn! HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.is SÝND kl. 6, 8 og 10 Heimilda- og stuttmyndahátíðin Shorts & Docs er hafin. Sjá nánari dagskrá í miðasölu Regnbogans. Miðasala opnar kl 17.10. Missið ekki af frábærum stuttmyndum. HHHH "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Frábær ný gamanmynd frá höfundi Adaptation og Being John Malkovich Með stórleikurunum Jim Carrey og Kate Winslet, Kirsten Dunst, Elijah Wood, Mark Ruffalo og Tom Wilkinson HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. HHH Skonrokk ■ KVIKMYNDIR ■ FRUMSÝNDAR UM HELGINA DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM Eternal Sunshine of the Spotless Mind Internet Movie Database - 8.6 /10 (47. sæti bestu myndir allra tíma) Rottentomatoes.com - 92% = fersk Metacritic.com - 87 /100 Entertainment Weekly - A Los Angeles Times - 4 1/2 stjarna (af fimm) Eurotrip Internet Movie Database - 5.8 /10 Rottentomatoes.com - 47% = rotin Metacritic.com - 42 /100 Entertainment Weekly - C+ Los Angeles Times - 1 1/2 stjarna (af fimm) Mors Elling Internet Movie Database - 6.2 /10 Minnisleysi, mömmu- strákar og frjálslegt kynlíf Kvikmyndahúsin frumsýna í dag þrjár myndir sem eiga það sameig- inlegt að vera allar gjörsamlega ólíkar hver annarri hvað efnis- innihald varðar. Allar snerta þær þó á samböndum kynjanna að ein- hverju leyti. Í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er Joel (Jim Car- rey) í sjúklegri ástarsorg. Hann veltir sér endalaust upp úr fortíð- inni og reynir að átta sig á af hverju sambandið hafi ekki gengið. Þegar hann kemst svo að því að fyrrverandi kærastan Clementine (Kate Winslet) hefur gengist undir heilaþvott og látið stroka út allar minningar um hann leitar hann til sömu sérfræðinga. Hann lætur sjálfur heilaþvo sig en finnur svo fyrir ótta þegar hann kemst að því að hann vill ekki gleyma ástinni sinni. Með önnur hlutverk í mynd- inni fara Kirsten Dunst og Elijah Wood. Handrit myndarinnar er skrifað af honum óborganlega Charlie Kaufmann sem gerði hand- rit myndanna Being John Malkovich og Adaptation. Í norsku gamanmyndinni Mors Elling er það sérvitringurinn Elling sem þarf að takast á við samskipti sín við hitt kynið. Eða öllu heldur við mömmu sína. Sagan gerist á undan atburðum myndarinnar frá 2000 og leikritsins sem sló hér í gegn fyrir jól. Í upphafi þeirrar myndar dó mamma hans sem hann hafði alla tíð verið mjög háður. Í þessari mynd fáum við að sjá hver- su rosalega háður hann var henni en í sögunni fara þau saman í sum- arfrí til Spánar. Þar vonast hún til að hann nái báðum fótum niður á jörðina og geti séð um sig sjálfur, þar sem hana grunar að hún verði ekki til staðar það sem eftir er. Í gamanmyndinni Eurotrip kynnumst við ástinni í gegnum augu unglinga. Kærastan er nýbúin að sparka Scott þegar þýskur net- vinur hans býður honum að koma í heimsókn til Evrópu. Fyrst bregð- ur honum en ákveður svo að slá til þegar hann sér mynd af vinkonu sinni, sem er bráðmyndarleg. Hann fær nokkra félaga sína til liðs við sig og heldur til Evrópu, þar sem siðir og venjur eru allt öðruvísi en ungviðurinn á að venjast í Banda- ríkjunum. Sérstaklega þegar kem- ur að hugmyndum um kynlíf. ■ ETERNAL SUNSHINE OF THE SPOTLESS MIND Myndin. MORS ELLING Elling er ekkert alltof hrifinn af þeirri hugmynd að fara til Spánar í sólina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.