Fréttablaðið - 21.06.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 21.06.2004, Síða 11
MÁNUDAGUR 21. júní 2004 ÍTALÍA Ítölsk stjórnvöld hafa gert neyðaráætlun til að vernda eldri borgara landsins fyrir hitabylgjum sumarsins. Þannig verður matvöru- verslunum og kvikmyndahúsum fyrirskipað að kæla húsnæði sitt og bjóða upp á athvarf ef hitinn verður mikill. Heilsugæslum og sjúkrahúsum verður sendur listi með nöfnum heilsutæpra eldri borgara og bera ábyrgð á neyðarhjálp í sínu um- dæmi. Í sumarhitunum 2003 hækk- aði dánartíðni meðal eldri borgara mikið á Ítalíu, sem og í mörgum suð- lægum Evrópulöndum. Þannig lét- ust 7660 fleiri yfir sumarmánuðina í fyrra, en að meðaltali hin síðari ár. Stjórnvöld biðla sömuleiðis til ætt- ingja, vina og nágranna að gæta vel- ferðar gamla fólksins í mestu sum- arhitunum. Með nýju neyðaráætlun- inni mega eldri borgarar eyða ómældum tíma í loftkældum versl- unum og opinberum stöðum, ef rými sjúkrahúsanna þrýtur. Ítalir hafa margir lyft brúnum yfir tíðindunum þar sem almenningur yfirgefur þéttbýlið á heitasta tíma ársins og verslanir og kvikmyndahús loka. ■ Sumarhitar erfiðir eldri borgurum á Ítalíu: Neyðaráætlun til að vernda eldri borgara fyrir hitabylgjum AUSTURLAND Ekki snúast allar fram- kvæmdir í Fjarðabyggð um álvers- framkvæmdir. Daglegur rekstur sveitarfélagsins hefur heldur aukist við þær framkvæmdir, en daglegt líf gengur sinn vanagang og kapp- kostað er þessa dagana að nota veð- urblíðuna til að framkvæma verk sem hafa beðið. Það á t.d. við um lagningu skolpleiðslu út fyrir stór- streymisfjöru. Því var komið fyrir neðan við Bakkahverfið þar sem lengi hefur staðið til að gera bragar- bót á frárennslismálum. Skólprörið sem stóð út úr bakkanum neðan við íbúabyggðina gekk almennt undir nafninu „fallbyssan“ og var mörg- um mikill þyrnir í augum. Notið var aðstoðar sanddælu- skips sem er á Norðfirði og verður uppgröftur úr höfninni notaður til að þekja rörið. ■ Fjarðabyggð: Skólpið út fyrir stórstreymisfjöru ELDRI BORGARAR Á ÍTALÍU Í sumarhitunum í fyrra hækkaði dánartíðni meðal eldri borgara mikið á Ítalíu. LAGNING SKÓLPLEIÐSLU Nýja skolprörið er 200 metra langt og 50 cm í þvermál.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.