Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 4
4 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
Fékk fullan stuðning fjölskyldunnar:
Ótrúlegur léttir að
heyra dómsorðið
DÓMSMÁL „Það var ótrúlegur léttir
að heyra dómsorðið. Ég vissi að ég
hafði ekki gert neitt rangt og það
var léttir að dómurinn hafi séð það
líka,“ segir Auður Harpa Andrés-
dóttir, sem var sýknuð af ákæru á
hendur henni í Landssímamálinu, í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og
verða málsvarnarlaun verjanda
hennar greidd úr ríkissjóði.
Auður er mjög þakklát Brynjari
Níelssyni lögmanni sínum og allri
fjölskyldu sinni sem hefur staðið
eins og klettur við bakið á henni á
meðan þessar hörmungar dundu
yfir. „Fyrst þegar ég lenti í þessu
máli fannst mér eins og það væri
ekki að gerast og beið eftir að þetta
yrði leiðrétt. En þegar ákæran var
þingfest fattaði ég að þetta væri
ekki bíómynd heldur líf mitt,“ segir
Auður og bætir við að lenda í svona
sé ansi þungbært fyrir manneskju
með hreina sakaskrá. Þá vill hún
þakka sjónvarpsstöðvunum, Frétta-
blaðinu og Morgunblaðinu fyrir að
dæma hana ekki fyrirfram og halda
nafnleynd. „Ég er ótrúlega
hamingjusöm því núna get ég
haldið áfram með líf mitt sem hef-
ur verið í biðstöðu í gegnum þetta
allt saman.“
Verjandi Auðar segir að hann
hafi aldrei átt von á öðru en sýknu,
annað hafi hreinlega ekki komið til
greina. ■
Hlaut fjögurra og
hálfs árs fangelsi
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi
fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson voru
dæmdir í tveggja ára fangelsi og Ragnar Orri Benediktsson í átta mánaða fangelsi.
DÓMSMÁL Sveinbjörn Kristjánsson,
fyrrum aðalféhirðir Landssímans,
var í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs
fangelsi fyrir um 261 milljónar
króna frádrátt í starfi. Árni Þór
Vigfússon og Kristján Ragnar
Kristjánsson voru dæmdir í tveggja
ára fangelsi fyrir hylmingu með því
að veita um 138 milljónum króna
viðtöku og halda fénu ólöglega fyrir
Sveinbjörn. Ragnar Orri Benedikts-
son var dæmdur í átta mánaða fang-
elsi fyrir hylmingu. Auður Harpa
Andrésdóttir, fimmti sakborningur-
inn í málinu, var sýknuð.
Þeir Sveinbjörn, Árni Þór og
Kristján Ragnar mættu ekki í rétt-
arsal til að hlýða á dómsuppkvaðn-
ingu. Rúmlega 246 milljón króna
bótakröfu Landssímans var vísað
frá dómi. Kristján Ragnar og Árni
Þór ætla að áfrýja dómnum. Sig-
mundur Hannesson, verjandi Ragn-
ars Orra, segir dóminn vera strang-
an og hann hafi komið sér í opna
skjöldu. Hann sagði Ragnar ekki
hafa tekið ákvörðun um hvort
dómnum yrði áfrýjað. Óvíst er
hvort Sveinbjörn muni áfrýja en
bæði hann og verjandi hans eru
staddir í útlöndum.
Sveinbjörn var fundinn sekur
um fjárdrátt sem hann játaði ský-
laust fyrir dómi. Hann dró sér og
öðrum fjármuni sem hann hafði í
sinni vörslu sem aðalféhirðir Lands-
símans. Sveinbjörn neitaði sök í ein-
um ákærulið sem lýtur að þátttöku-
gjöldum í Skjálftamótum Landssím-
ans. Hann játaði fjárdráttinn en
taldi um tíu milljón króna upphæð
sem tiltekin var ekki vera rétta.
Dómnum þótti hins vegar ekki
ástæða til að ætla að fjárhæðin sem
tilgreind var í ákæru væri röng.
Árni Þór og Kristján Ragnar
sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu
haft þá trú að Sveinbjörn hefði haft
heimildir til að ráðstafa fé Lands-
símans til þeirra og félaga í þeirra
eigu. Dómurinn leit hins vegar til
þess að upphæðirnar, sem runnu til
Árna Þórs og Kristjáns og félaga
tengdum þeim frá Landssímanum,
voru stórfelldar. Yfirfærsla fjárins
frá Landssímanum hafi staðið í um
þrjú ár og að í engu tilvika hafi ver-
ið gengið frá undirritun lánsskjala
eða rætt um ábyrgðir eða trygging-
ar. Þá bárust þeim aldrei skrifleg
gögn um skuldastöðu og þeir gerðu
enga tilraun til að halda utan þær
fjárhæðir sem þeir fengu frá
Landssímanum. Einnig segir að
ekki hafi verið skilað skattskýrslu
fyrir félag þeirra, Alvöru lífsins,
síðan árið 1998 og hafi það verið til
þess fallið að leyna viðtöku fjárins.
Þótti dóminum framburður
þeirra Árna og Kristjáns engan
veginn fá staðist. Þó að í upphafi
hafi þeir kunnað að líta á greiðsl-
urnar sem lán gat þeim ekki dulist
að Sveinbirni var óheimilt að ráð-
stafa fé Landssímans með fyrr-
greindum hætti.
Ragnar Orri var sakfelldur fyrir
hylmingu og peningaþvætti á um 32
milljónum króna. Dómurinn segir
að honum hafi átt að vera heimild-
arleysi Sveinbjörns ljóst.
Auður Harpa Andrésdóttir var
sýknuð í málinu en hún var ákærð
fyrir peningaþvætti á þremur millj-
ónum króna og verða 330 þúsund
króna málsvarnarlaun hennar
greidd úr ríkissjóði.
Sveinbirni var gert að greiða
verjanda sínum 450 þúsund króna
málsvarnarlaun. Árni Þór þarf að
greiða sínum verjanda 700 þúsund
krónur auk annarra 700 þúsunda
vegna réttargæsluþóknunar.
Kristján Ragnar þarf að greiða sín-
um verjanda eina og hálfa milljón
og Ragnar Orri verjanda sínum 400
þúsund krónur. Annan sakarkostnað
eiga fjórmenningarnir að greiða
sameiginlega.
hrs@frettabladid.is
Eiga Íslendingar erindi í öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna?
Spurning dagsins í dag:
Á að taka upp skólagjöld í framhalds-
skólum?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
53%
47%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Viðbrögð við morði á gísl:
Aftaka
fordæmd
SEÚL, AP Þjóðarleiðtogar víðs
vegar um heiminn fordæmdu í
gær morðið á suðurkóreska
gíslinum Kim Sun-il í Írak.
Stjórnvöld í
Japan og
Ástralíu, sem
staðið hafa
við bak
Bandaríkja-
manna síðan
ráðist var inn
í Írak, hró-
suðu suðurkóreskum stjórn-
völdum fyrir að neita að mæta
kröfum mannræningjanna um
að hætta yrði við fyrirhugaðan
flutning hersveita til Íraks.
Hópur íslamskra hryðju-
verkamanna hefur lýst yfir
ábyrgð á aftökunni. Sami hópur
tók Bandaríkjamann af lífi í
síðasta mánuði og hótar nú að
ráða forsætisráðherra írösku
bráðabirgðastjórnarinnar af
dögum. ■
Samkeppnisráð:
Skaðlegum
áhrifum eytt
VIÐSKIPTI Samkeppnisráð telur,
að með sölu Skífunnar til
ótengds aðila, það er Tæknivals,
verði skaðlegum áhrifum sam-
runa verslunarsviðs hins síðar-
nefnda og Norðurljósa á sam-
keppni eytt, að því er segir í
fréttatilkynningu frá Sam-
keppnisstofnun.
„Með sölunni er verulega
dregið úr markaðshlutdeild
samrunaaðila og það forskot
sem Skífan óhjákvæmilega naut
vegna tengsla við hljóðvarps- og
sjónvarpsrekstur Norðurljósa
er ekki lengur fyrir hendi,“
segir samkeppnisráð. ■
Dómur eins og búast mátti við:
Dómurinn
er einsdæmi
DÓMSMÁL „Þetta er þungur
dómur og sá þyngsti sem kveð-
inn hefur verið upp í auðgun-
arbrotamáli fram að þessu.
Fjögurra og hálfs árs fangelsi
er einsdæmi,“ segir Jón H.
Snorrason, yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra og saksóknari í
Landssímamálinu.
Jón sagði fyrstu viðbrögð
við dómnum vera í sjálfu sér
engin. Málið hafi verið lagt
fyrir dómstóla til umfjöllunar
og þetta hafi verið niðurstaða
dómsins og hún verði skoðuð.
„Dómurinn er í samræmi við
það sem við töldum og máttum
telja að gæti orðið niðurstaða
dómstóla,“ segir Jón.
„Maður er aldrei ánægður
þegar fólk er dæmt í fangelsi,“
segir Jón aðspurður um hvort
hann hafi verið ánægður þegar
hann heyrði dómsorðið kveðið
upp. Hann sagðist ekki hafa
haft tíma né aðstöðu til að átta
sig á ástæðum þess að bóta-
kröfu Landssímans hafi verið
vísað frá. Bótakrafan hafi
verið skýrð af hálfu lögmanns
Landssímans.
Jón segir það ríkissak-
sóknara að ákveða hvort
ákæruvaldið muni áfrýja
dómnum og svo geti hinir
dæmdu einnig áfrýjað. ■
JÓN H. SNORRASON
Jón segir það í höndum ríkis-
saksóknara að ákveða hvort
ákæruvaldið áfrýjar.
RAGNAR ORRI BENEDIKTSSON AÐ LOKINNI DÓMSUPPKVAÐNINGU
Sigmundur Hannesson, verjandi Ragnars Orra, segir dóminn vera strangan
og hann hafi komið sér í opna skjöldu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
AUÐI HÖRPU VAR MIKIÐ LÉTT ÞEGAR DÓMURINN VAR KVEÐINN UPP
Auður segir að það hafi verið þungbært fyrir hana að dragast inn í þetta mál.
Við þingfestingu áttaði hún sig á að þetta væri ekki bíómynd heldur líf hennar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA