Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 136 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 49 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 20 stk. Atvinna 26 stk. Tilkynningar 2 stk. hátíðir helgarinnar BLS. 3 Góðan dag! Í dag er Jónsmessa 24. júní, 176. dagur ársins 2004. Reykjavík 2.56 13.30 24.04 Akureyri 1.32 13.15 24.55 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Jóhann G. Jóhannsson leikari, einnig þekktur sem Bárður í Stundinni okkar, fór til Portúgal í vor með alla fjölskylduna: „Við fórum í apríl og það var svo gaman að vera saman í fríi eftir annasam- an vetur. Þar sem einn fjölskyldumeðlimurinn er fimm ára og annar sextán mánaða er eini tíminn sem fjölskyldan getur átt saman milli fjögur og sjö á daginn. Á þeim tíma þarf að borða og hátta svo oft gefst ekki tími til gæða samverustunda. En við bættum úr því í þessari ferð. Við vorum í þrjár vikur á æðislegu hóteli og lágum í knúsi all- an daginn. Á þessum árstíma er ferðamanna- straumurinn ekki kominn af stað svo við fengum að kynnast Albufeira svolítið eins og heimamenn upplifa það.“ Fjölskyldan lengdi líka í sumrinu því þó enn væri vetur á Íslandi þegar þau lögðu af stað var vorið í algleymi þegar þau stigu út úr flugvélinni í Portúgal. „Við gerðum okkur ýmis- legt til dundurs á meðan við vorum þarna, ég fór til dæmis með eldri strákinn minn í vatnsrenni- brautagarð og það var frábært. Við vorum næst- um einir þarna feðgarnir og áttum rennibrautirn- ar út af fyrir okkur.“ Og við fáum að njóta þess hvað Jói hafði það gott í fríinu.“ Um leið og ég kom úr fríinu tók við brjáluð vinna við að taka upp plötu sem heitir Birta og Bárður í Sjakadúi og það má heyra á plötunni hvað ég er úthvíldur.“ ■ ferdir@frettabladid.is Heilsuræktarstöðin Hress í Hafnarfirði býður nú hagstætt verð á átaksnámskeiðum. Tvö tilboð eru nú í gangi en þann 28. júní hefst átta vikna átak fyrir konur. Annars vegar er greitt fyrir námskeiðið, 16.990 kr., en tvær konur komast að. Hins vegar má greiða sama verð fyrir einn og fá tvo mán- uði fría í heilsuræktarstöðinni. Innifalið í verðinu er þrír lokað- ir og fjölbreyttir tímar á viku, vigtun, fitu- og ummálsmæling, fræðsluefni og aðgangur að öll- um opnum tímum og tækjasal stöðvarinnar. Tilvalið fyrir þær sem vilja hressa sig við í sumar. Í versluninni Tengi við Smiðjuveg í Kópavogi er fjöl- breytt úrval blöndunartækja og lagnaefna fyrir sumarhúsið jafnt sem heimilið. Um þessar mundir stendur yfir veglegt sumartilboð sem er tilvalið fyrir þá sem nú eru að byggja sér sumarhús eða gera upp íbúð- irnar sínar. Innifalið í pakkanum er heill sturtuklefi, sturtutæki, salerni, bað- og eldhúsvaskur með blöndunartækjum. Allt þetta kostar aðeins 99.600 krónur. Einnig er að finna mikið úrval rafmagnskyntra nudd- potta í háum gæðaflokki í garðinn eða sumarbústaðinn. Dömudagar standa nú yfir í versluninni Markinu sem merk- ir að 15% afsláttur er veittur af dömureiðhjólum nú um stund- ir. Það ætti það að koma sér vel á þessum löngu og björtu sumardögum þegar útiveran heillar og hreyfiþörfin kallar. Hjólin eru tilbúin til notkunar, samsett og stillt á reiðhjóla- verkstæði og ábyrgð og upp- hersla fylgir með í kaupunum. Um nokkrar mismunandi gerðir er að ræða, sum með brettum og bögglaberum og öll með gírum en mismörgum. Gerðirn- ar heita Bronco, Scott og Giant og verðið er frá 17.850 kr. Gítarar eru á 15% afslætti í versluninni Gítarinn ehf. á Stór- höfða 27. Það eru annars vegar þjóðlagagítarar með poka á 14.900 kr. og klassískir gítarar með poka frá 9.900 kr. Klassíski gítarinn er með þremur stál- strengjum og þremur nylon- strengjum og er ekki jafn hljóm- mikill og hinir svokölluðu þjóð- lagagítarar sem hafa lengri háls, sex stálstrengi og henta betur til undirleiks undir söng. Pokarnir sem fylgja með verja hljóðfærið vægu hnjaski á ferðalögum. Bernharð Laxdal á Laugavegi 63 býður 15% afslátt af öllum sumarkápum og jökkum út þessa viku og eitthvað fram í næstu. Þar er um margs konar yfirhafnir að ræða úr hinum ýmsu efnum og verðið eftir því fjölbreytilegt. Um er að ræða stutta og síða jakka, stuttkápur og síðar kápur. Sumt af þess- um fatnaði er regnvarið, úr gor- etex og einnig má nefna vattstungna jakka. Þar eru reyndar komin skörð í ljósu lit- ina en svartir og bláir eru eftir. Jóhann hvíldist í faðmi fjölskyldunnar í Portúgal. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEIMILIÐ Renault Megane 11/00. Ekinn 62.000 km. 1600 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.050.000 kr. Tilboð 890.000 kr. 100 % lán í 48 mán, meðalgr. mán. 25.525 kr. Erum með sólpallaefni á mjög góðu verði Viðarkó Dalveg 28, Kópavogi. Sími 517 8509. Tjaldvagnar til leigu. Nýir Compi Camp. Uppl. í s. 462 6512 & 897 9999. Austurhlíð, Akureyri. Scania T 82 árg. ‘83. Með krana, 24 tonn metri, árg. ‘91. Lengd á palli 7 m. Verðtilboð óskast. Uppl. í s. 557 4660 eða 893 6370. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA TILBOÐ o.fl. Eftirminnileg ferð: Aleinir í vatnsrennibrautagarði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.