Fréttablaðið - 24.06.2004, Síða 37
29FIMMTUDAGUR 24. júní 2004
Sö n g k o n a nB r i t n e y
Spears varð
móðursjúk og
brast í grát eftir
að mamma
hennar keyrði á
l j ó s m y n d a r a
sem var að
reyna ná mynd
af mæðgunum.
Þegar atvikið
átti sér stað var
Britney að
koma úr gælu-
dýrabúð þar sem hún keypti sér tvo
hvolpa. Vitni segja að mamma Britn-
eyjar hafi gefið í og keyrt manninn
niður. Hann á ekki að hafa verið að
troða sér að þeim né sýna þeim
stæla. Talsmenn Britneyjar segja að
atvikið hafi algjörlega verið ljós-
myndaranum að kenna. Það er þefur
af málsókn í loftinu.
Ben Affleck fagnaði ákaft eftir aðhann vann tæpar 26 milljónir
króna í stærðarinnar pókermóti um
helgina. Þar keppti
hann við 90 aðra
spilara, þar á með-
an leikarann Toby
Maguire. Sigurinn
í mótinu tryggir
leikaranum sæti í
heimsmeistara-
móti pókerspilara
sem fram fer í
apríl á næsta ári.
Affleck þykir af-
bragðs spilari og fagmenn segja
hann á meðal þeirra bestu í heimin-
um í dag.
Michael Moore viðurkenndi ný-lega að ein ástæða þess að
hann hefði gert heimildarmyndina
Fahrenheit 9/11 um
George W. Bush
Bandaríkjaforseta og
Íraksstríðið sé til þess
að réttlæta ræðu sína
á Óskarsverðlaunahá-
tíðinni fyrir tveimur
árum. Þegar hann tók
við Óskarsverðlaununum fyrir
heimildarmyndina Bowling for Col-
umbine púuðu margir úr áhorfenda-
hópnum á hann fyrir að ásaka Bush
forseta um að hrinda af stað ólög-
mætu stríði.
Starfsfólk Jennifer Lopez trúir þvíað hún hafi tekið ákvörðun um að
hætta kvikmyndaleik
til þess að einbeita
sér að tónlistinni.
Lopez er þegar byrj-
uð að snúa baki við
kvikmyndaiðnaðin-
um og hefur til
dæmis neitað að
taka þátt í kynningu
næstu myndar sinn-
ar, Shall We Dance, sem er endur-
gerð japanskrar dansmyndar með
sama nafni. Mótleikari hennar Rich-
ard Gere er mjög hneykslaður yfir
hegðan dívunnar.
Vatíkanið í Róm hefur nú djúparáhyggjur af því að fjöldi aðdá-
enda Madonnu að-
hyllist kabbalah-
t rúarbrögðunum.
Poppdrottningin er
með mikið trúboð í
gangi sem hluta af
sýningu sinni. Yfir-
menn Vatíkansins
funda nú um það
sem þeir kalla
„tískutrúarbrögð“
og hvort þau geti hugsanlega skaðað
kirkjuna. Madonna aðhylltist kaþ-
ólsku kirkjunni áður en hún skipti
um trúarbrögð.
FRÉTTIR AF FÓLKI
MEÐ PENNANN Á LOFTI
Gamanleikarinn Ben Stiller hafði í nógu að snúast á frumsýningu nýjustu myndar sinnar,
Dodgeball: A True Underdog Story, í Los Angeles fyrir skömmu. Gaf hann aðdáendum
sínum eiginhandaráritanir og veifaði í allar áttir.
Höfundur Fahrenheit 451 vill
afsökunarbeiðni
■ KVIKMYNDIR
Rithöfundurinn Ray Bradbury, höf-
undur bókarinnar Fahrenheit 451,
hefur farið fram á afsökunarbeiðni
frá leikstjóranum Michael Moore
fyrir að stela titlinum fyrir heimild-
armynd sína Fahrenheit 9/11.
Bók Bradbury, sem kom út árið
1953, fjallar um einræðisríki fram-
tíðarinnar og vísar titillinn til þess
hitastigs sem þarf til að brenna
bækur. Moore hefur þegar lýst því
yfir að hann hafi notað svipaðan titil
fyrir sína mynd vegna þess að hann
vísi til þess hitastigs sem verður
þegar frelsi brennur upp.
Bradbury, sem er 83 ára og býr í
Los Angeles, kvartaði við Moore
fyrir hálfu ári en fékk ekkert svar
fyrr en í síðustu viku. Að sögn Brad-
bury var Moore skömmustulegur og
gerði sér grein fyrir því að of langur
tími hefði liðið síðan hann hefði
ákveðið að hafa samband. Bradbury
vonast til að þurfa ekki að höfða mál
gegn Moore heldur vill hann útkljá
málið í mestu vinsemd. Fahrenheit
9/11 verður frumsýnd í Bandaríkjun-
um næstkomandi föstudag. ■
MICHAEL MOORE
Moore hefur vakið hörð viðbrögð fyrir
heimildarmynd sína Fahrenheit 9/11. Hér
er hann í góðu stuði á kvikmyndahátíðinni
í Cannes.