Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 38
FÓTBOLTI Valur bar sigurorð af ný-
liðum Fjölnis, 0-3, í Landsbankadeild
kvenna í knattspyrnu. Leikurinn,
sem fór fram í sól og sumaryl, var
ágæt skemmtun og heimastelpur
létu bikarmeistarana vinna fyrir
sigrinum með mikilli baráttu. Fjöln-
ir hefur komið skemmtilega á óvart
í sumar og virðist geta strítt hvaða
liði sem er. Valsliðið var þó of stór
biti til að kyngja enda hér á ferð lík-
lega besta lið deildarinnar með
valinn mann í hverju rúmi.
Dóra María Lárusdóttir, leikmað-
ur Vals, var ásamt markmanni Fjöln-
is, Önnu Rún Sveinsdóttur, best á
vellinum. Þetta hafði Dóra María að
segja eftir leik: „Eins og mótið hefur
spilast í sumar er ég á því að við
séum með besta liðið. Deildin er þó
vissulega erfið en við erum með frá-
bært lið og höfum sýnt fram á það í
undanförnum leikjum. Það eru frá-
bærir leikmenn í hverri einustu
stöðu og þetta eru allt stelpur sem
hafa spilað með öllum yngri lands-
liðum og eru vanar sigrum. Okkur
þyrstir mikið í Íslandsmeistara-
titilinn og erum í góðri stöðu í dag
því ÍBV er búið að misstíga sig tvis-
var og þetta er því í okkar höndum.“
sagði Dóra María Lárusdóttir og
bætti við að henni fyndist Fjölnis-
liðið hafa komið skemmtilega á
óvart: „Þetta er virkilega gott lið
með fullt af ungum og efnilegum
stelpum og þær létu okkar hafa
verulega fyrir hlutunum.“
Fyrsta stig FH
FH náði sínu fyrsta stigi í sumar
með því að gera 1-1 jafntefli við
Stjörnuna í Garðabænum. Það voru
reyndar Stjörnustúlkur sem voru
heppnar að ná í stig því Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir jafnaði leikinn fyrir
þær á 87. mínútu. Sigrún Ólöf
Ingólfsdóttir, markvörður FH, átti
stjörnuleik og varði meðal annars
víti.
FH-liðið hefur vaxið í undanför-
num leikjum en þessi leikur markaði
þá algjör stakkaskipti hjá hinu unga
Hafnarfjarðarliði. Stjarnan var
sterkari og fékk góð tækifæri í
leiknum en Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
varði frábærlega í marki FH, alls
átta skot og þar á meðal vítaspyrnur
Lilju Kjalarsdóttur á 5. mínútu.
Góður sigur KR
KR-konur komust upp fyrir
Breiðablik í 3. sæti Landsbankadeild
kvenna með 4-1 sigri í innbyrðisleik
liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. KR
er nú með tíu stig, fimm stigum á
eftir toppliði Vals en einu stigi á
eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Fjórir
leikmenn Íslandsmeistaranna voru á
skotskónum í kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir átti
mjög góðan leik fyrir KR ásamt
Eddu Garðarsdóttur en Hólmfríður
hefur lagt upp sjö mörk KR-liðsins í
síðsutu tveimur leikjum þar af tvö
gegn Breiðabliki í kvöld. KR var
sterkara liðið en nýtti engu að síður
færin sín mjög vel. Breiðabliksliðið
náði sér ekki á strik en sótti í sig
veðrið í lokin. ■
24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
Bixente Lizarazu, bakvörður franska landsliðsins:
Ekki endilega til Spurs
FÓTBOLTI Franski varnarmaðurinn
Bixente Lizarazu segist alls ekki vera
búinn að ákveða að fara til Tottenham
eins og komið hefur fram í nokkrum
fjölmiðlum ytra.
Hinn 34 ára vinstri bakvörður,
sem verður samningslaus í sumar,
segist ætla að halda öllum sínum
möguleikum opnum og ekki ætla að
taka neina ákvörðun fyrr en eftir EM.
„Mér líkar mjög vel við enska
knattspyrnu en ég er til í allt. En það
eina sem kemst að núna er að standa
sig með Frakklandi á EM, og eftir
mótið mun ég taka ákvörðun varð-
andi framtíð mína,“ sagði Lizarazu í
Portúgal í gær, en vitað er af áhuga
fjölmargra liða á þessum reynslu-
mikla bakverði franska landsliðsins í
knattspyrnu. ■
Er Valur að stinga af?
Valsstelpur unnu sinn fimmta leik í röð og KR komst upp fyrir Breiðablik í
3. sætið eftir 4–1 sigur á Blikum. FH fékk sitt fyrsta stig í sumar
■ STJARNAN – FH 1–1
0–1 Elín Svavarsdóttir 40.
1–1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 87.
BEST Á VELLINUM
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–8 (9–6)
Horn 5–2
Aukaspyrnur fengnar 25–13
Rangstöður 3–0
Gul spjöld (rauð) 1–1
MJÖG GÓÐAR
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, FH
GÓÐAR
Auður Skúladóttir Stjörnunni
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stjörnunni
Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni
Lára Björg Einarsdóttir Stjörnunni
Lilja Kjalarsdóttir Stjörnunni
Sarah Lentz Stjörnunni
Elín Svavarsdóttir FH
Elísabet Guðrún Björnsdóttir FH
Hrönn Hallgrímsdóttir FH
Lind Hrafnsdóttir FH
Sigríður Guðmundsdóttir FH
Valdís Rögnvaldsdóttir FH
■ FJÖLNIR – VALUR 0–3
0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir 40.
0-2 Dóra María Lárusdóttir 52.
0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir 75.
BEST Á VELLINUM
Dóra María Lárusdóttir Val
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–31 (0–15)
Horn 1–4
Aukaspyrnur fengnar 11–13
Rangstöður 3–2
Gul spjöld (rauð) 0–0
MJÖG GÓÐAR
Dóra María Lárusdóttir Val
Anna Rún Sveinsdóttir Fjölni
GÓÐAR
Vanja Stefanovic Fjölni
Ratka Zivkovic Fjölni
Elísa Pálsdóttir Fjölni
Íris Andrésdóttir Val
Málfríður Sigurðardóttir Val
Ásta Árnadóttir Val
Kristín Ýr Bjarnadóttir Val
Dóra Stefánsdóttir Val
Pála Marie Einarsdóttir Val
■ KR – BREIÐABLIK 4–1
1-0 Guðlaug Jónsdóttir 16.
2-0 Sif Atladóttir 41.
3-0 Katrín Ómarsdóttir 63.
4-0 Anna Berglind Jónsdóttir 77.
4-1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 88.
BEST Á VELLINUM
Hólmfríður Magnúsdóttir KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–11 (5–3)
Horn 4–4
Aukaspyrnur fengnar 6–13
Rangstöður 3–5
Gul spjöld (rauð) 0–0
MJÖG GÓÐAR
Hólmfríður Magnúsdóttir KR
Edda Garðarsdóttir KR
Sandra Sif Magnúsdóttir Breiðabliki
GÓÐAR
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR
Guðný Guðleif Einarsdóttir KR
Katrín Ómarsdóttr KR
Sif Atladóttir KR
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Breiðabliki
VALSSTÚLKUR KOMNAR Í MJÖG GÓÐA STÖÐU
Sif Atladóttir og Málfríður Sigurðardóttir sjást hér kljást í leik Vals og KR í 2. umferð. Þeir áttu báðar ágæta leiki með sínum liðum í fyrradag
ATVINNUHÚSNÆÐI
Sölumaður: Örn Helgason, GSM: 696 7070
TIL LEIGU HÆÐ VIÐ SMIÐJUVEG
Vorum að fá til útleigu 656 m2
efri hæð með góðri aðkomu, fal-
legu útsýni, stórum svölum á
báðum hliðum og rúmgóðu and-
dyri. Verið er að gera upp hæð-
ina og verður hún afhent öll ný
upp gerð með þeim kröfum sem gerðar eru til skrifstofuhús-
næðis í dag og ef um semst er möguleiki fyrir leigjanda að
hafa áhrif á innra skipulagi hæðarinnar.
Hæðin hentar undir margskonar starfsemi og mögulegt er að
skipta henni upp í smærri einingar.
VERSLUNARHÆÐ MIÐSVÆÐI
Erum með góða 373 m2 verslunarhæð á góðum stað við
Skipholtið. Hæðin er með stórum útstillingargluggum, bíla-
stæðum og góðri aðkomu. Mögulegt er að selja hæðina í
tvennu lagi og með eða án lagerrýmis með innkeyrsluhurð.
Verið er að klæða húsið að utan og skipta um glugga í því á
kostnað seljanda.
EIRHÖFÐI - 110 RVK
Erum með til sölu 672,2 m2 atvinnuhúsnæði með mikla
möguleika. Húsið er með góðri aðkomu, góðu útisvæði, góðri
lofthæði og innkeyrsluhurð sem er ca. 5 metra há og ca. 3,5
metrar á breidd. Möguleg skipti á minni eign.
GISTIHEIMILI - 110 RVK
Vorum að fá í sölu gott 607,3 m2 gistiheimili í góðu húsi með
29 vel búnum herbergjum. Gistiheimilið er á tveimur hæðum
og verið er að innrétta þar 29 herbergi. Á neðri hæð verða 5
herbergi og móttaka. Á efri hæð verða 25 herbergi, matsalur,
eldhús, þvottahús og skrifstofa. Í kjallara verður geymsla. Öll
herbergin verða með innréttingu, ísskáp og örbylgjuofni.
Gistiheimilið verður fullklárað fyrir rekstur og selt þannig.
FISKISLÓÐ - 101 RVK
Gott 1684,7 m2 atvinnuhúsnæði við miðbæinn með góðum
innkeyrsludyrum 5,5m á hæð x 4 m á breidd. Húsið er á
tveimur hæðum. Jarðhæðin er 1.250 m2 sem skiptist í 850
m2 sal með allt að 8,6 m lofthæð og 400m2 sal með 3,5 m
lofthæð. Efri hæðin er 420 m2 er með allt að 5 m lofthæð.
TIL LEIGU Í SÍÐUMÚLA
Vorum að fá til leigu 100 til 200 m2
skrifstofuhæð með glæsilegu út-
sýni. Hæðin verður afhent fljótlega
með nýju gegnheilu mahogny par-
keti á gólfum, stúkuð niður eftir
óskum kaupanda með öllum þeim
kröfum sem gerðar eru til skrif-
stofuhúsnæðis í dag. Malbikuð bílastæðum fyrir ofan og neð-
an hús.
KLETTHÁLS - 110 RVK
Vorum að fá í sölu 450 m2 rými í atvinnuhúsnæði á hornlóð,
húsið er með 7 til 8,5 metra lofthæð og verður skilað með
malbikuðum bílastæðum. Rýmið hentar undir margskonar at-
vinnustarfsemi s.s. heildverslun, lager og verslun. Rýmið er
með innkeyrsludyr og er 450 m2 að gólffleti og býður upp á
möguleika á millilofti. 32261
GRANDATRÖÐ
Erum með til sölu 201 m2 og 402,2 m2 ( 538,9 m2 með milli-
lofti ) húsnæði með allt að 7 metra lofthæð, tveimur inn-
keyrsludyrum, gluggum á fjórum hliðum, og ca 652 m2 lóð.
Húsið er rúmlega fokhelt og selst í einum eða í tveimur hlut-
um hvor um sig 201,1 m2 með samþykki fyrir 68.8 m2 milli-
lofti með góðum gluggum. Húsið er laust til afhendingar.
FLUGUMÝRI - 270 MBÆ
Erum með í sölu gott 544.6 m2 atvinnuhúsnæði með 2.470
m2 lóð. Húsið er stór salur og viðbygging á tveimur hæðum.
Húsið hentar undir margvíslega starfsemi. Það er með 5,2 til
7,5 metra lofthæð í sal, góðum þakgluggum, stórri lóð,
stækkunarmöguleikum og með þremur stórum innkeyrslu-
hurðum sem eru 4,5 m á hæð og 4 m á breidd.
SÚÐARVOGUR - 104 RVK
Verslunar og iðnaðarhúsnæði
sem er 541,6 fm á jarðhæð auk
81,3 fm. millilofts og með stórri
lóð. Skipting er stór salur ný-
lega innréttaður með mikilli
lofthæð, dúkur á gólfi, vel inn-
réttuð skrifstofa, starfsmanna-
aðstaða ( snyrtingar), góð kaffistofa o. fl. Lagerrými með inn-
keyrslu. Milliloft er með inngang frá götu og frá porti ( bak-
hlið) Á milliloftinu eru nokkur herbergi, snyrting, kaffistofa ofl.
Í eignarhlutanum er búið að setja upp gott loftræstikerfi.
Þetta er áhugaverð eign sem gæti hentað mörgum, sem eru
með tví- eða þrískiptan rekstur. Á baklóð sem er malbikuð er
mikið pláss td. fyrir gáma, hlutdeild í byggingarétti.
HVALEYRARBRAUT - 220 HAFNRARF.
Erum með í sölu vel staðsett
atvinnuhúsnæði á tveimur
hæðum á góðri hornlóð. Húsið
selst í heilu lagi eða í smærri
einingum frá 270 til 1.080 m2
Húsið er með góðri lofthæð, 4
innkeyrsludyrum og 4 göngu-
dyrum, tvær á hvorri hæð. Stór lóð og gott auglýsingargildi.
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL 09:00 -18:00
Olof Mellberg:
Með hreina
samvisku
EM Í FÓTBOLTA Olof Mellberg, fyrir-
liði sænska landsliðsins í knatt-
spyrnu, segir að Ítalir geti einung-
is sjálfum sér um kennt fyrir að
hafa fallið úr leik á EM í fyrradag.
2-2 jafntefli Svía við Danmörku
þýddi að Ítalir gátu ekki komist
áfram þótt þeir sigruðu Búlgara,
sem þeir og gerðu, og hafa verið
uppi raddir um að Norðurlanda-
þjóðirnar hafi ákveðið úrslitin
fyrirfram. „Þessar samsæriskenn-
ingar eru bara rugl. Það eru liðin
sjálf sem stjórna því hvort þau
komast áfram eða ekki. Ítalir
gerðu einfaldlega ekki nóg til að
fara áfram.“ ■
ÓÁKVEÐINN
Bixente Lizarazu gefur hér eiginhandaráritanir.