Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 40
32 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
Íslendingar mæta Belgum þrívegis í körfubolta á næstu dögum:
Spilað í Borgarnesi í kvöld
KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í körfuknattleik mun mæta
því belgíska í þremur vináttu-
landsleikjum. Sá fyrsti fer fram í
Borgarnesi í kvöld og hefst klukk-
an 21, annar verður í Keflavík
annað kvöld og hefst á sama tíma.
Þriðji leikurinn verður síðan
spilaður í Stykkishólmi á laugar-
dag og hefst klukkan 14.
Þetta eru fyrstu alvöru lands-
leikirnir frá því að Sigurður Ingi-
mundarson tók við þjálfun liðsins
en áður hafði það undir hans
stjórn leikið gegn bandaríska
háskólaliðinu Catawba College í
fyrra.
Sigurður var með átján manna
æfingahóp fyrir leikina og mun
því væntanlega leyfa mörgum
leikmönnum að spreyta sig í
þessum þrem leikjum. Arnar
Freyr Jónsson úr Keflavík spilar
sinn fyrsta landsleik í kvöld
Belgar ættu að vera með
sterkara lið en þeir fóru frekar
illa með okkur Íslendinga í
undankeppni EM árið 2001, en
þeir mæta hingað til lands án
nokkurra lykilmanna en gefa þess
í stað ungum leikmönnum tæki-
færi á að sanna sig fyrir landsliðs-
þjálfaranum. Aðalmaður liðsins
er þó væntanlega leikstjórnand-
inn, Jean-Marc Jaumin, sem lék á
sínum tíma með spænska stór-
liðinu Real Madrid. Arnar
Leikirnir fara fram í helstu
stemningsbæjum körfuboltans
hér á landi og fólk er eindregið
hvatt til að mæta og styðja strák-
ana enda ekki oft sem þær fá
tækifæri að spila hér heima. ■
David James óttast
föstu leikatriðin
Spennan magnast fyrir leik Englands og Portúgal í átta liða úrslitum
Evrópukeppninnar í knattspyrnu í kvöld.
EM Í PORTÚGAL David James, mark-
vörður enska landsliðsins, segir
að Englendingar verði að herða
vörnina ef þeir ætli sér að halda
markinu hreinu gegn Portúgölum
í fyrsta leik átta liða úrslitanna á
EM í kvöld. Mörkin fjögur sem
enska liðið skoraði gegn Króötum
um helgina skyggðu á þá stað-
reynd að enska liðið hefur fengið
á sig fjögur mörk á EM og hafa
þau öll komið eftir föst leikatriði
andstæðinganna.
Læra af mistökunum
„Við verðum að læra af mis-
tökunum sem við gerðum í riðla-
keppninni og það strax, því við
erum að mæta Portúgölum sem
hafa frábæra spyrnumenn,“ segir
James. Þessi umdeildi markvörð-
ur var nokkuð gagnrýndur fyrir
að hafa ekki gert betur í auka-
spyrnu Zinedine Zidane í leiknum
gegn Frakklandi, og viðurkenndi
James að hann hefði ekki verið
búinn að kortleggja spyrnur
Zidane. „En ég mun breyta því
núna. Ég er þegar byrjaður á
minni heimavinnu og hef legið
yfir myndböndum af aukaspyrn-
um frá Luis Figo,“ segir James.
„Föst leikatriði ráða mjög oft úr-
slitum í leikjum og bæði lið vilja
nýta þau til hins ýtrasta.“
Taugaspenna hjá Portúgal
Taugaspennan er einnig að
gera meira vart við sig í herbúð-
um heimamanna í Portúgal, og
segir Nuno Gomes, hetja Portú-
gala frá því í leiknum gegn Spán-
verjum, að enska liðið sé mun
betra nú en í EM árið 2000, en þá
voru það einmitt Portúgal sem
slógu Englendinga út úr keppn-
inni en liðin voru þá saman í riðli
í lokaúrslitum keppninnar.
„Sá leikur var einn sá mikil-
vægasti sem ég hef spilað á mín-
um ferli,“ segir Gomes, en þá var
hann í fyrsta skipti í byrjunarliði
Portúgala og þakkaði traustið
með því að skora eitt mark af
þremur í magnaðri endurmkomu
liðsins eftir að hafa lent 2-0 undir.
„Þessi leikur kenndi mér
mjög margt og ég fékk reynslu af
því að spila á móti mönnum á
borð við Tony Adams og Alan
Shearer. Lið þeirra í dag er yngra
og betra og eru leikmenn vanir
því að spila undir pressu,“ segir
Gomes, en hann verður að öllum
líkindum í byrjunarliði Portúgala
þar sem sóknarmaður númer eitt,
Pauleta, er í leikbanni.
Nuno Gomes skoraði fjögur
mörk fyrir portúgalska landsliðið
í EM árið 2000 en markið gegn
Spánverjum var það fyrsta sem
gerði í keppninni í ár. ■
ÚTBOÐ
Fasteignastofa Reykjavíkurborgar:
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, gervigrasvöllur, jarð-
vinna 1. áfangi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 27. október 2003 kl. 10:00, á sama stað.
Knattspyrnufélagið Fram, gervigrasvöllur, jarðvinna
1. áfangi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 23. október 2003 kl. 10:00, á sama stað.
Reglubundið viðhald brunaviðvörunarkerfa í 19
grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, frá og með
þriðjudeginum 14. október, gegn 5000.- kr. skilatrygg-
ingu
Opnun tilboða: 28. október 2003 kl. 10:30, á sama stað.
Gatnamálastofa Reykjavíkurborgar:
Götusalti 2004 - 2008, EES-útboð.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 4. desember 2003 kl. 11:00, á sama
stað.
Nánari upplýsingar um verkin hjá Innkaupastofnun
Reykjavíkur sjá,
http://www.reykjavik.is/innkaupastofnun
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKUR
Fríkirkjuvegi 3 – 101 Reykjavík
Sími 570 5800 – Bréfsími 561 1120
Netfang: isr@rhus.rvk.is
boð 12/10 10.10.2003 15:03 Page 1
ÚTBOÐ
Fasteignastofa Reykjavíkurborgar:
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, gervigrasvöllur, jarð-
vinna 1. áfangi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 27. október 2003 kl. 10:00, á sama stað.
Knattspyrnufélagið Fram, gervigrasvöllur, jarðvinna
1. áfangi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 23. október 2003 kl. 10:00, á sama stað.
Reglubundið viðhald brunaviðvörunarkerfa í 19
grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, frá og með
þriðjudeginum 14. október, gegn 5000.- kr. skilatrygg-
ingu
Opnun tilboða: 28. október 2003 kl. 10:30, á sama stað.
Gatnamálastofa Reykjavíkurborgar:
Götusalti 2004 - 2008, EES-útboð.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 4. desember 2003 kl. 11:00, á sama
stað.
Nánari upplýsingar um verkin hjá Innkaupastofnun
Reykjavíkur sjá,
http://www.reykjavik.is/innkaupastofnun
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKUR
Fríkirkjuvegi 3 – 101 Reykjavík
Sími 570 5800 – Bréfsími 561 1120
Netfang: isr@rhus.rvk.is
ÚTBOÐ
Fasteignastofa Reykjavíkurborgar:
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, gervigrasvöllur, jarð-
vinna 1. áfangi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 27. október 2003 kl. 10:00, á sama stað.
Knattspyrnufélagið Fram, gervigrasvöllur, jarðvinna
1. áfangi.
Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar,
frá og með þriðjudeginum 14. október.
Opnun tilboða: 23. október 2003 kl. 10:00, á sama stað.
Reglubundið viðhald brunaviðvörunarkerfa í 19
grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, frá og með
þriðjudeginum 14. október, gegn 5000.- kr. skilatrygg-
ingu
Opnun tilboða: 28. október 2003 kl. 10:30, á sama stað.
Gatnamálastofa Reykjavíkurborgar:
Götusalti 2004 - 2008, EES-útboð.
tboðsgögn verða seld á kr. 3.000,- á skrifstofu okkar,
frá og eð þriðjudeginu 14. október.
pnun tilboða: 4. desember 2003 kl. 11:00, á sama
stað.
Nánari upplýsingar um verkin hjá Innkaupastofnun
Fríkirkjuvegi 3 101 Reykjavík
Sími 570 5800 – Bréfsími 561 1120
Netfang: isr@rhus.rvk.is
GÁMALEIGA, FLUTNINGUR OG LOSUN FYRIR
ENDURVINNSLUSTÖÐVAR SORPU, VIÐ ÁNA-
NAUST, JAFNASEL OG SÆVARHÖFÐA TIL 3 ÁRA.
F.h. Sorpeyð ngar höfuðborgarsvæðisins bs.
( SORPU ) er óskað eftir tilboðum í gámleigu,
flutninga og losun á sorpgámum á endurvinnslu-
stöð SORPU við Ánanaust, Reykjavík
Helstu verkþættir eru :
a) Gámar/ílát 2 - 30 m3: 45 stk
b) Magn til losunar í móttökustöðum
eða á jarðvegstippum: 22.950 tonn
Samningstími er 3 ár frá 1. janúar 2005 til 31. des.
2007
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Rey javík frá og með
22. júní 2004. Hvert eintak kostar kr. 5.000.-
Opnun tilboða: 19. ágúst kl. 10:30 á skrifstofu
Innkaupastofnunar Rey javíkur.
10227
F.h. Sorpeyðingar höfuðbo gars æðisins bs.
( SORPU ) er óskað eftir tilboðum í gámleigu,
flutnin a og losun á sorpgámum á endurvinnslu-
stöðvum SORPU Jafnasel, Reykjavík
Helstu verkþættir eru samtals vegna beggja stöðv-
anna en óskað er tilboða í sitt hvora stöðina.
a) Gámar/ílát 2 - 30 m3 : 30 stk
b) Magn til losunar í móttökustöðum eða
á ja ðvegst ppum: 9.8 0 tonn
Samningstími er 3 ár frá 1. janúar 2005 til 31. des.
2007
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með
22. júní 2004. Hvert eintak kostar kr. 5. 000.-
Opnun tilboða: 19. ágúst kl. 10:00 á skrifstofu
Innkaupastofnunar eykjavíkur.
10234
F.h. Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs.
( SORPU ) er óskað eftir tilboðum í gámleigu,
flutni a og losun á sorpgámum á endurvinnslu-
stöðvum SORPU Sævarhöfða, Reykjavík
Helstu verkþættir eru samtals veg a beggja stöðv-
anna en óskað er tilboða í sitt hvora stöðina.
a) Gámar/ílát 2 - 30 m3 : 44 stk
b) Magn til losunar í móttökustöðum
eða á jarðvegstippum: 26.440 tonn
Samningstími er 3 ár frá 1. janúar 2005 til 31.des.
2007
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með
22. júní 2004. Hvert eintak kostar kr. 5. 000.-
Opnun tilboða: 19. ágúst kl. 11:00 á skrifstofu
Innkaupastofnunar Reykjavíkur.
10228
ÚTBOÐ
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKUR
Fríkirkjuvegi 3 – 101 Reykjavík
Sími 570 5800 – Fax 561 11 20 – Netfang: isr@rhus.rvk.is
ÆTLAR EKKI AÐ GERA MISTÖK
Enska landsliðið hefur fengið fjögur mörk á sig á Evrópumótinu í Portúgal og
hafa þau öll komið úr föstum leikatriðum.
Scolari, þjálfari Portúgala, segir Pele vera sér á báti:
Rooney er enginn Pele
EM Í FÓTBOLTA Luis Felipe Scolari,
þjálfari Portúgala, hlær að öllum
samlíkingum á Wayne Rooney
og goðsögninni Pele, en Sven-
Göran Eriksson, þjálfari Eng-
lendinga, hefur sagt að Rooney
sé að hafa slík áhrif á Evrópu-
keppnina að annað eins hafi ekki
gerst síðan á HM í Svíþjóð árið
1958, þegar Pele sló fyrst í gegn
17 ára með Brasilíu.
„Annar er hvítur og hinn er
svartur,“ sagði Scolari brosandi
aðspurður um hvaða stóri munur
væri á þeim. Og Scolari hélt
áfram. „Mér finnst Rooney vera
mjög góður leikmaður, en að
líkja honum við Pele? Það mun
alltaf aðeins verða einn slíkur í
heiminum. Það er ekki einu sinni
hægt að búa einn slíkan til í
tölvu,“ sagði Scolari, en hann
kemur einmitt frá Brasilíu rétt
eins og Pele og þekkir því vel til
síns manns.
„Leikmenn mínir bera mikla
virðingu fyrir Rooney og vita að
hæfileikar hans einir saman eru
nægir til að slá okkur út úr
keppninni. En hann er ekki einn,
hann er hluti af þeirri sterku
liðsheild sem enska landsliðið er.
Sjáið þið bara David Beck-
ham og Michael Owen. Þeir hafa
ekki áhyggjur af eigin frammi-
stöðu og að vera aðalmennirnir.
Þeir spila fyrir liðið þrátt fyrir
að þurfa að þola mótlæti frá fjöl-
miðlum og öðrum,“ segir Scol-
ari. ■
SJÁIÐ OG ÞIÐ MUNUÐ SKILJA
Luis Felipe Scolari , þjálfari Portúgala, segir
það deginum ljósara að Wayne Rooney sé
ekki arftaki Pele. Enginn mun nokkurn
tíma komast með tærnar þar sem Pele
hefur hælana, segir Scolari.
SIGURÐUR INGIMUNDARSON
Landsliðsþjálfari í körfuknattleik.
Íslendingar mæta Belgum þrisvar.