Fréttablaðið - 24.06.2004, Side 41

Fréttablaðið - 24.06.2004, Side 41
FÓTBOLTI Það voru skoruðu 14 mörk í fjórum leikjum í gær þegar sjöundu umferð Landsbanka- deildar karla lauk í rigningu og bleytu. Fylkir, ÍA og FH unnu öll góða sigra og Víkingar tvöfölduðu markaskor sitt og unnu lang- þráðan sigur. Víkingar unnu sinn fyrsta sigur í sumar þegar þeir lögðu Eyjamenn, 3–2, í Víkinni í gær. Jermaine Palmer lék sinn fyrsta leik með liðinu, skoraði tvö mörk og lagði síðan upp sigurmark Stefáns Arnar Arnarsonar ellefu mínútum fyrir leikslok. Eyjamenn fengu góð færi til þess að ná forustunni í seinni hálfleik en engu að síður voru það Víkingar sem voru loksins heppnir upp við mark andstæðinganna á loka- mínútum og tryggðu sér sigurinn. FH-ingar tefldu fram Allani Borgvardt, leikmanni ársins í fyrra, í fyrsta sinn í byrjunarliði sínu í sumar og það hafði frábær áhrif á Hafnarfjarðarliðið sem vann 4–1 sigur á Grindvíkingum í Kaplakrika í gær. Emil Hall- freðsson átti mjög góðan leik hjá FH og kórónaði hann með skemmtilegu marki í seinni hálfleik. Hann og Borgvardt ásamt Atla Viðari Björnssyni, voru gjörsamlega óstöðvandi í leiknum. Atli Viðar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og það hafði lítil áhrif á FH-liðið þótt að Grindvíkingar næðu að jafna leikinn á 21. mínútu með marki frá Sinisa Valdimari Kekic eftir undirbúning Grétars Hjartar- sonar en þeir tveir voru enn eina ferðina yfirburðarmenn hjá Grindavík. Emil Hallfreðsson var sáttur í leikslok. „Við erum á góðri siglingu og þetta var líklega besti leikur okkar í sumar. Það er frábært að fá Allan inn aftur því hann heldur boltanum vel og skapar mikið auk þess sem hann færir liðinu sjálfstraust,“ sagði Emil, sem var besti maður vallar- ins í Kaplakrika í gær. Skagamenn unnu sanngjarnan 0–2 sigur á nýliðum Keflavíkur sem töpuðu í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum. Julian Johnson skoraði langþráð mark í fyrri hálfleik, sitt fyrsta í 21 deildarleik fyrir ÍA, og Keflvíkingnum Ólafi Ívari Jónssyni varð síðan það á að skora sjálfsmark annan leikinn í röð í seinni hálfleik. Skagamenn voru líklegri en Keflvíkingar að skora eftir það og hugmynda- snauður sóknarleikur Keflvíkinga skilaði litlu en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Sjálfstraust í liðinu „Það var erfitt að spila í fyrri hálfleik vegna vindsins en í síðari hálfleik gekk okkur mun betur. Það er að koma sjálfstraust í liðið en samt sem áður er ýmislegt sem við getum enn lagað,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir leik. Fylkismenn skoruðu tvö mörk í blálokin og tryggðu sér 0–2 sigur á KA á Akureyri. KA-menn léku einum manni færri síðustu 55 mínútur leiksins eftir að Elmari Dan Sigþórssyni var vikið af velli með tvö gul spjöld. KA léku engu að síður mjög vel í seinni hálfleik en það voru þá Fylkismenn tryggði sér sigur með mörkum, Ólafs Stígssonar beint úr aukaspyrnu og Finns Kolbeins- sonar úr víti. Í bæði skiptin braut Ronni Hartvig á manni leiksins, Björgólfi Takefusa. KA-menn eiga því enn eftir að vinna á heimavelli í sumar og stigið er aðeins eitt úr fjórum leikjum. ■ 33FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 Lokadagurinn í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Portúgal: Varalið hjá Tékkum sendi hnípna Þjóðverja heim EM Í FÓTBOLTA Tékkar eru með eitt betsa landslið Evrópu um þessar mundir. Það fékkst staðfest í gærkvöld, þegar varalið Tékkanna lagði Þjóðverja, 2–1, og kom þannig í veg fyrir að þýska liðið kæmist í átta liða úrslit mótsins. Tékkar hvíldu níu af þeim leik- mönnum sem byrjuðu inn á í tveim fyrstu leikjunum og það blés ekki byrlega fyrir þeim. Michael Ballack kom Þjóðverjum yfir á 21. mínútu með glæsilegu marki og allt í einu voru Þjóðverjar komnir með pálmann í hendurnar. Tékkar, sem lentu einnig undir í tveim fyrstu leikjunum voru þó ekki á því að leggja árar í bát og jöfnuðu metin níu mínútum síðar með stórkostlegu marki frá Marek Heinz, beint úr aukaspyrnu. Þjóðverjar sóttu síðan eins og vit- stola menn en blanda af óheppni og aumingjaskap gerði það að verkum að hvert tækifærið á fætur öðru fór forgörðum. Milan Baros tryggði síðan Tékkum sigurinn með marki þrettán mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning frá Heinz. Þjóðverjinn Michael Ballack sagði eftir leikinn að lið sem nýtti ekki færin sín gæti ekki unnið leiki – orð að sönnu. ■ SLÓ Í GEGN Í FYRSTA LEIK MEÐ VÍKINGUM Jermaine Palmer skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrsta sigri Víkinga. TAKK FYRIR STUÐNINGINN Rudi Völler, þjálfari þýska landsliðsins, þakkar hér stuðningsmönnum þýska liðsins fyrir eftir tapið gegn Tékkum í gær. Í baksýn sjást niðurdregnir leikmenn liðsins. 0–1 Einar Þór Daníelsson 31. 1–1 Jermaine Palmer 38. 2–1 Jermaine Palmer 40. 2–2 Bjarnólfur Lárusson 55. 3–2 Stefán Örn Arnarson 79. DÓMARINN Kristinn Jakobsson Góður BESTUR Á VELLINUM Jermaine Palmer Víkingi TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–12 (6–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 19–21 Rangstöður 4–6 GÓÐIR Jermaine Palmer Víkingi Kári Árnason Víkingi Stefán Örn Arnarson Víkingi Vilhjálmur Vilhjálmsson Víkingi Mark Schulte ÍBV Ian Jeffs ÍBV Bjarnólfur Lárusson ÍBV ■ VÍKINGUR – ÍBV 3-2 1–0 Atli Viðar Björnsson 10. 1–1 Sinisa Kekic 21. 2–1 Atli Viðar Björnsson 33. 3–1 Emil Hallfreðsson 76. 4–1 Baldur Bett 78. DÓMARINN Gylfi Þór Orrason góður BESTUR Á VELLINUM Emil Hallfreðsson FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–13 (11–6) Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 13–18 Rangstöður 5–2 MJÖG GÓÐIR Emil Hallfreðsson FH GÓÐIR Allan Borgvardt FH Atli Viðar Björnsson FH Baldur Bett FH Freyr Bjarnason FH Guðmundur Sævarsson FH Sverrir Garðarsson FH Tommy Nielsen FH Grétar Hjartarson Grindavík Sinisa Kekic Grindavík ■ FH – GRINDAVÍK 4-1 0–1 Julian Johnsson 41. 0–2 Sjálfsmark (Ólafur Ívar Jónsson) 65. DÓMARINN Erlendur Eiríksson Sæmilegur BESTUR Á VELLINUM Pálmi Haraldsson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (3–6) Horn 4–8 Aukaspyrnur fengnar 12–15 Rangstöður 3–1 GÓÐIR Pálmi Haraldsson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA Andri Karvelsson ÍA Ellert Jón Björnsson ÍA Grétar Rafn Steinsson ÍA Julian Johnson ÍA Guðjón Antoníusson Keflavík Sreten Djurovic Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Scott Ramsey Keflavík ■ KEFLAVÍK – ÍA 0-2 0–1 Ólafur Stígsson, aukaspyrna 88. 0–2 Finnur Kolbeinsson, víti 90. DÓMARINN Gísli Hlynur Jóhannsson Sæmilegur BESTUR Á VELLINUM Björgólfur Takefusa Fylki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–12 (1–7) Horn 2–4 Aukaspyrnur fengnar 10–18 Rangstöður 1–5 GÓÐIR Atli Sveinn Þórarinsson KA Jóhann Þórhallsson KA Björgólfur Takefusa Fylki Finnur Kolbeinsson Fylki ■ Þegar Fylkismenn skora fyrra mark þá eru liðnar 89 mínútur og 8 sekúndur af leiknum og seinna mark liðsins kom í uppbótartíma. ■ KA – FYLKIR 0-2 D-RIÐILL Þýskaland – Tékkland 1–2 1–0 Ballack (21.), 1–1 Heinz (30.), 1–2 Baros (77.). Holland – Lettland 3–0 1–0 Van Nistelrooy, víti (27.), 2–0 Van Nistelrooy (35.), 3–0 Makaay (84.). STAÐAN Í RIÐLINUM Tékkland 3 3 0 0 7–4 9 Holland 3 1 1 1 6–4 4 Þýskaland 3 0 2 1 2–3 2 Lettland 3 0 1 2 1–4 1 ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Svíþjóð – Holland lau. 26. jún 18.45 Tékkland – Danmörk sun. 27. jún 18.45 ■ STAÐA MÁLA TVÖ MÖRK FRÁ RUUD Markahrókurinn Ruud van Nistelrooy, sem skoraði tvö mörk, fagnar hér sigrinum. EM í fótbolta: Holland áfram EM Í PORTÚGAL Hollendingar eru komnir áfram í átta lið úrslit Evrópumótsins eftir sigur á Lettum, 3–0, í gærkvöld í D-riðli. Þeir geta þó að mestu leyti þakkað Tékkum fyrir því að sigur þeirra á Þjóðverjum gerði það að verkum að Hollendingar komust upp úr riðlinum og mæta Svíum í átta liða úrslitum. Markahrókurinn Ruud van Nistelrooy skoraði tvívegis með stuttu millibili í fyrri hálfleik, fyrst úr vítaspyrnu á 27. mínútu eftir að brotið hafði verið á Edgari Davids og síðan með skalla af stuttu færi sjö mínútum síðar og eftir það var eftir- leikurinn auðveldur fyrir Hollendinga. Þeim tókst þó ekki að skora þriðja markið fyrr en sex mínútum fyrir leikslok þegar Roy Makaay, sem hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta sinn í keppninni tólf mínútum áður, skoraði fallegt mark eftir góðan undirbúning kantmannsins snjalla Arjen Robben. „Við getum þakkað Tékkum fyrir að hafa komið okkur í átta liða úrslit. Sigur þeirra á Þjóðverjum var frábær og þegar við heyrðum það á stuðnings- mönnum okkar í síðari hálfleik að þeir hefðu skorað annað mark þá gaf það okkur aukakraft til að klára leikinn,“ sagði Philip Cocu, fyrirliði Hollendinga, í leikslok. ■ LANDSBANKADEILD KARLA Fylkir 7 5 2 0 11–3 17 FH 7 3 3 1 11–7 12 ÍA 7 3 3 1 9–5 12 KR 7 3 2 2 9–7 11 Keflavík 7 3 1 3 7–11 10 ÍBV 7 2 3 2 12–9 9 KA 7 2 1 4 5–8 7 Grindavík 7 1 4 2 6–10 7 Fram 7 1 2 4 7–11 5 Víkingur 7 1 1 5 6–12 4 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 5 Arnar Gunnlaugsson, KR 4 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Grétar Hjartarson, Grindavík 4 Atli Viðar Björnsson, FH 3 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 3 Sævar Þór Gíslason, Fylki 3 ■ STAÐA MÁLA Fyrsti sigur Víkinga Jermain Palmer skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Víkingi. Fylkismenn skoruðu tvö mörk í blálokin gegn KA. Stórsigur hjá FH. Skagamenn unnu Keflavík 0–2.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.