Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 42
Jackie is just speeding away
thought she was James Dean for a day.
Then I guess she had to crash
valium would have helped that dash
She said, hey babe, take a walk on the wild side.
- Lou Reed í laginu Walk on the Wild Side.
34 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
Á öllum mínum fimm árum sem
blaðamaður hefur mér aldrei liðið
jafn illa að tala við nokkurn mann í
síma og Lou Reed. Ég held að mér
hafi, á þessum fáránlega stutta
tíma í starfinu, tekist að taka viðtöl
við öll goðin mín þannig að ég var
ekkert sérstaklega spenntur né
kvíðinn fyrir þessu spjalli.
Lou er eini viðmælandi minn
sem hefur sent mér punkta fyrir
fram um hvað „megi“ tala um.
Hann hefur líka sérstakt orð á sér
fyrir að vera erfiður í viðtölum. Ég
þekki ágætlega til kappans og tók
ekki of mikið mark á þessu. Var
staðráðinn í því að reyna að eiga
eðlilegt spjall við manninn, eins og
mér hefur tekist við alla aðra við-
mælendur mína. Þá skiptir engu
hvort þeir eru heimsfrægir eða
ekki, mér er einfaldlega alveg skít-
sama. Lou var þó ekki alveg á hött-
unum eftir því að þvaðra við óupp-
lýstan blaðamann. Tónn hans er svo
óþægilega kennaralegur að kaldur
sviti rann af enni mínu á meðan á
spjallinu stóð. Til hamingju Lou...
þér tókst hið ómögulega.
Undir yfirheyrslu
„Hmm,“ heyrist með afslappaðri
og þreytulegri röddu Lou Reed í
gegnum símann frá New York eftir
að ég kynni mig. „Sæll Biggi.“
Ég tók þá ákvörðun að móðga
ekki manninn og byrja á atriði sem
var á listanum hans.
Segðu mér frá The Raven.
„Ertu með tvöfalda diskinn eða
smáskífuna?“
Ég hef hvorugan diskinn fengið.
„Þannig að þú hefur ekki heyrt
þetta?“
Nei, það hef ég ekki gert.
„Þannig að þú ætlar að spyrja
mig spurninga um eitthvað sem þú
hefur ekki heyrt?“ spyr hann og
hljómar hneykslaður.
Já, það er nú bara út af því að
þetta var eitt atriðanna sem þú vild-
ir tala um samkvæmt listanum.
Tengist The Raven eitthvað sam-
nefndu ljóði eftir Edgar Allan Poe?
„The Raven er tvöfaldur diskur
sem ég gerði. Þar færi ég Edgar
Allan Poe yfir í tónlist. Ég vona að
ég hafi náð að gera hann aðgengi-
legan fyrir samtímamenn. Á plöt-
unni koma frábærir leikarar við
sögu, eins og Willem Dafoe, Steve
Buscemi, Elizabeth Ashley og
fleiri.“
Frá þessari erfiðu byrjun barst
talið að Chen Tai Chi meistaranum
Ren Guangyi sem hefur komið fram
með Lou á tónleikum. Lou segist
hafa sökkt sér í kínverska menn-
ingu og stundað þá sjálfsvarnarlist í
20 ár. Hann segist gera æfingar í
minnst 20 mínútur á dag. Eftir að
hann lagði eiturlyfin á hilluna sökkti
hann sér djúpt í andleg málefni og
hefur m.a. unnið að gerð slökunar-
tónlistar með kínverska nálastungu-
sérfræðingnum Dr. Pung.
„Ég gerði tónlist til þess að hug-
leiða eða gera Tai Chi æfingar við.
Dr. Pung las inn á band fyrir mig
leiðbeiningar um hugleiðslu. Mig
langar til þess að setja textann
hennar ofan á tónlistina. Ég er
næstum því búinn með þetta. Mig
langar til að selja þetta á netinu
fyrir þá sem vantar tónlist til þess
að hugleiða við. Þetta er alls ekki
meginstraumstónlist, eins og þú
getur ímyndað þér. Þetta er eigin-
lega andstæða Metal Machine
Music sem ég gerði árið 1975,“ seg-
ir Lou en sú plata var 64 mínútna
verk af hávaðapælingum, mikið um
hægt og hraðað gítarfeedback.
Plata sem Sonic Youth var undir
miklum áhrifum frá. „Eina ástæðan
fyrir því að mig langar til þess að
gefa þetta út er að slatti af fólki
heyrði þetta og bað mig um að fjöl-
falda þetta fyrir sig.“
Tilfinningar á filmu
Lou Reed gaf nýverið út stærð-
arinnar ljósmyndabók, Emotion in
Action, í samstarfi við Gerhard
Steidl sem er samkvæmt Lou einn
af betri prenturum heims í dag.
Sýnishorn úr bókinni er að finna á
heimasíðu kappans, loureed.com.
„Ég fæ tækifæri til þess að ferð-
ast mikið, þannig fæ ég að sjá hluti
sem annað fólk fær kannski ekki að
sjá. Þess vegna tek ég ljósmyndir
af þeim.“
En áttu einhverjar góðar myndir
frá rokkárum þínum?
„Nei, ég tek ekki þess konar
myndir. Ég myndi ekki fara út í það
að taka myndir til þess að skjalfesta
líf mitt.“
Ekki mikið fyrir nostalgíu?
„Nei, ég hef engan áhuga á því.
Ég er keyrður áfram af löngun í
fegurð, glæsileika og þokka. Ég
reyni því að fanga tilfinningar á
filmu. Ég vil skapa með myndavél-
inni.“
En þú ert náttúrlega orðinn stór
hluti af rokksögunni, er ekkert und-
arlegt að fólk sé að gera kvikmynd-
ir um atburði í lífi þínu? Nýjasta
dæmið er mynd sem verið er að
gera um Nico.
„Ég hef engar tilfinningar
tengdar þessu. Þetta voru mjög
áhugaverðir einstaklingar. Það er
svo mikið um fjölmiðla núna að þá
sárvantar viðfangsefni.“
Vantar þá þá einhverja helgi-
mynd?
„Þá vantar eitthvað til þess að
fylla upp í tímann í sjónvarpinu.
Fljótlega verða þeir byrjaðir að
gera heimildarmyndir um mýs.“
Af hverju heldurðu að pressan
hafi alltaf svona mikinn áhuga á
slæmri hegðun? Eins og eiturlyfja-
notkun, kynlífi og öðru slíku?
„Örugglega vegna þess að þetta
eru hlutir sem venjulegt fólk gerir
ekki. Milton skrifaði bók sem heitir
Paradísarmissir, og svo Paradís
endurheimt. Flestir lesa bara
Paradísarmissi. Ég held að flestir
hafi áhuga á villtu hliðinni, en þá
langar ekkert að búa þar.“
Hvernig hugsar þú um fortíðina?
„Ég geri það bara ekki. Af
hverju ætti ég að gera það? Ég vil
bara fara áfram. Það er til orðatil-
tæki sem segir að sá sem þekkir
ekki söguna er dæmdur til þess að
endurtaka hana. Ég vil heldur ekki
endurtaka sjálfan mig.“
Næst berst talið að tónleikunum
hér á Íslandi. Lou spyr hvort hann
ætti að spila gömul lög eða ný og ég
sting upp á að hann taki beggja
blands, þar sem Íslendingar séu
margir forvitnir á nýja hluti.
„Það er gott að heyra. Ef fólk vill
heyra gamalt efni, þá hef ég ekkert
á móti því að spila það annað slagið.
Þegar ég fer á tónleika vil ég yfir-
leitt heyra eitthvað af slögurun-
um.“
En hvað finnst þér um það þegar
fólk er að nota lög á borð við Perfect
Day í brúðkaupum, er það ekki ör-
ugglega rangtúlkun á textanum?
„Ég er hamingjusamur með að
hafa samið eitthvað sem gerir það
hamingjusamt. Það er hægt að
túlka textann á margan hátt. Það
fer bara eftir þeirri persónu sem
túlkar hann. Það er eina leiðin til
þess að horfa á þetta.“
Er einhver séns að þú takir það
lag á tónleikunum?
„Alveg bókað mál. Hvernig er
enskan þarna?“
Góð, hér tala flestir ensku.
„Ætti ég að tala hægt?,“ segir
hann með sínum afslappaða tón og
hlær. Vissi ekki að hann væri fær
um annað.
biggi@frettabladid.is
Í spilaranum hjá ritstjórninni
Nick Cave: Best of, Rokkland 2003: Safnplata, N.E.R.D.: Fly or Die, Modest
Mouse: Good News for People Who Love Bad News, Franz Ferdinand: Franz
Ferdinand, Sonic Youth: Sonic Nurse, Brendan Benson: Lapalco, The Flavors: Go
Your Own Way, Nick Drake: Made to Love Magic, Squarepusher: Ultra Visitor,
Badly Drawn Boy: One Plus One Is One og Keane: Hopes and Fears.
Knúinn áfram af fegurð
LOU REED
Ætlar að reyna að eyða viku hér á Íslandi. „Vonandi er einhver til í að eyða tíma í það að
sýna okkur landið. Mig langar að kynnast menningu ykkar, landslaginu og fólkinu. Ég verð
með myndavélina á lofti. Ef ég get ekki tekið mynd þarna, þá get ég alveg eins hætt að
taka myndir.“
RUN
Snow Patrol
WALK IDIOT WALK
The Hives
EVERYTHING I’VE KNOWN
Korn
WAKE UP (MAKE A MOVE)
Lostprophets
DUALITY
Slipknot
CH-CHECK IT OUT
Beastie Boys
TALK SHOW HOST ON MUTE
Incubus
NOSIRRAH EGROEG
Lokbrá
NICE BOYS
Mínus
THE OTHERS
Hoffmann
Listinn er valinn af umsjónarmönnum stöðvarinnar.
IPSY
J-Kwon
EVERYTIME
Britney Spears
BURN
Usher
5 COLORS IN HER HAIR
McFly
GOT WHAT YOU NEED
Eve feat. Biz Markie
ROSES
Outkast
HERE SHE COMES
Kurt Nilsen
IF I AIN’T GOT U
Alicia Keys
THE REASON
Hoobastank
ON MY KNEES
411
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
[ TOPP 10 ]
FM957 – VIKA 26
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
X-IÐ 977 – VIKA 26
Snow Patrol