Fréttablaðið - 24.06.2004, Side 53

Fréttablaðið - 24.06.2004, Side 53
FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 Breska sýningarstúlkan Naomi Campbell ætlar að stjórna nýjum raunveruleikaþætti þar sem ungt fólk keppir um að verða tískuhönnuðir. Campell ætlar að velja tíu hönn- unarnema fyrir þáttinn og hjálpa þeim að koma af stað sínu eigin merki. „Þetta er mjög spennandi verkefni og nýtt skref fyrir Naomi. Hún átti hugmyndina að mestu leyti og vildi miðla reynslu sinni til ungs fólks,“ sagði talsmaður henn- ar. „Naomi hefur sjálf komið af stað sínu eigin merki og veit meira um bransann en flestir aðrir.“ ■ NAOMI CAMPBELL Naomi Campbell er ein frægasta sýningar- stúlka heims. Núna vill hún hasla sér völl í sjónvarpinu með nýjan þátt. Naomi og raunveruleikinn ■ SJÓNVARP ■ SJÓNVARP Rokkarinn Ozzy Osbourne og eig- inkona hans Sharon eiga í við- ræðum við sjónvarpsstöðina ITV í Bretlandi um að stjórna nýjum spjallþætti. Talið er að þátturinn verði seint á kvöldin vegna ljóts orðs- bragðs hjónanna, eins og áhorf- endur raunveruleikaþáttanna The Osbournes hafa fengið að kynn- ast. Sharon, sem stjórnaði spjall- þætti hjá sjónvarpsstöðinni Sky One á síðasta ári, er mjög hrifin af hugmyndinni. „Það væri frábært að stjórna spjallþætti með Ozzy. Við yrðum góð saman og eigum marga vini sem við myndum bjóða í heimsókn,“ sagði hún. ■ Osbourne-hjónin með spjallþátt?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.