Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 05.07.2004, Qupperneq 33
17MÁNUDAGUR 5. júlí 2004 www.ils.is Öll lán Íbúðalánasjóðs eru nú peningalán. Íbúðalánasjóður gefur út s.k. ÍLS-veðbréf og greiðir upphæð þeirra inn á reikning þegar viðskiptavinurinn hefur afhent sjóðnum þau þinglýst. Hægt verður að taka ÍLS-lán til 20, 30 eða 40 ára. Vextir hinna nýju ÍLS-lána munu verða ákveðnir mánaðarlega, en haldast fastir út lánstíma íbúðalána. Borgartún 21, 105 Reykjavík, sími: 569 6900, fax 569 6800, www.ils.is Fasteignaveðbréf skiptanleg fyrir húsbréf Íbúðalánasjóður mun afgreiða fasteignaveðbréf skiptanleg fyrir húsbréf til 30. júní. Frá 1. júlí til 15. september 2004 mun sjóðurinn hins vegar greiða peninga fyrir fasteignaveðbréf. Eftir 15. september 2004 mun Íbúðalánasjóður ekki taka við fasteignaveðbréfum sem afhent eru fyrir 1. júlí. Peningar í stað húsbréfa Breytt Íbúðalánasjóðslán Vikan 25. júní til 1. júlí var met- vika og var 307 kaupsamningum fasteigna þinglýst. Þinglýstir kaupsamningar: Síðasta vika metvika Vikan 25. júní til 1. júlí var met- vika hvað varðar fjölda þing- lýstra kaupsamninga fasteigna hjá sýslumannsembættum á höf- uðborgarsvæðinu. 307 kaupsamn- ingum var þinglýst sem er tæp- lega níutíu prósenta aukning frá meðaltali fyrri vikna ársins sem var 163 samningar. Velta samn- ingana í vikunni var 4.864 milljón- ir króna. Það er 75 prósent aukn- ing frá meðaltali fyrri vikna árs- ins sem var 2.781 milljónir króna. Meðalfjárhæð hvers samnings var 15,8 milljónir króna. Það er 7,5 prósent lækkun frá meðaltali fyrri vikna ársins sem var 17,1 milljón króna. ■ Miklar framkvæmdir eru við flug- stöð Leifs Eiríkssonar og verður móttökusalur farþega til dæmis stækkaður í vetur. Nýr innritunarsalur í Leifsstöð: Aukið rými og hraðari afgreiðsla Nýr innritunarsalur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var formlega tekinn í notkun síðastliðinn föstu- dag klukkan 15. Salurinn hefur verið stækkaður um eitt þúsund fermetra en hann var fyrir um fimm hundruð fermetrar. Með þessu fá farþegar flugstöðvarinn- ar aukið rými og afgreiðslan verð- ur hraðari og skilvirkari fyrir far- þega og starfsfólk. Kostnaður við salinn, breyttar akstursleiðir og bílastæði við húsið nemur um 215 milljón krónum. Frekari framkvæmdir eru í nánd í flugstöðinni á komandi vetri. Móttökusalur farþegar verð- ur stækkaður og hefjast fram- kvæmdir á honum í haust. Kostn- aður við þær framkvæmdir nemur líka um 215 milljón krónum. Áætlað er að þær framkvæmdir klárist fyrir áramót. ■ Vextir á nýju íbúðalánunum: Byggist á ávöxtunar- kröfu markaðarins Greiningardeild Íslandsbanka telur sennilegt að vextir á nýju íbúðalánunum verði á bilinu 4,5 prósent til 4,8 prósent eftir fyrsta íbúðabréfaútboðið. Þetta byggja þeir á ávöxtunarkröfu á markaði í dag. Að sögn greiningardeildar eru vaxtakjör íbúðalána í efri mörkum þess sem hægt er að bú- ast við eftir fyrsta íbúðabréfaút- boðið sem verður um miðjan júlí. Hægt er að áætla framtíðarvaxta- álag Íbúðalánasjóðs út frá vöxt- unum sem íbúðalánin bera í dag. Til viðbótar við ávöxtunarkröfu sem gerð verður til bréfanna í fyrsta útboðinu mun Íbúðalána- sjóður leggja á vaxtaálag vegna rekstrarkostnaðar, útlánataps og áhættustýringar sjóðsins. ■ Vel byggður heilsárssumar- bústaður í Efstadal í Bláskógar- byggð er nú til sölu hjá fasteigna- sölunni 101 Reykjavík. Hann er 59.2 fermetrar að flatarmáli, svefnloft yfir hluta neðri hæðar er ekki inni í þeirri tölu. Húsið er úr timbri en stendur á steyptum grunni og lagnakjallari er undir því. Það er með tvöföldu gleri í gluggum og hitað upp af hita- veitu. Eldhúsið, borðkrókurinn og stofan mynda eitt rými. Eldhúsið er með huggulegri innréttingu og stofan er stór og björt. Þar er loft- ið tekið upp í mæni. Þrjú góð svefnherbergi eru í húsinu, panill er á veggjum. Baðherbergið er með sturtuklefa. Frá holi er farið upp stiga á svefnloftið. Gengið er úr stofu út á glæsilega verönd sem er um 60 fm að stærð. Þar eru skjólveggir og heitur pottur. Góður geymsluskúr er við húsið (hann er ekki inni í fermetra tölu hússins). 5.500 fm leigulóð fylgir bústaðnum. Hún er í góðri rækt. Bústaðurinn stendur í hlíð og því er útsýni gott. ■ Heilsársbústaður í Bláskógabyggð: Heitur pottur á veröndinni Bústaðurinn stend- ur í hlíð og því er útsýni gott.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.