Fréttablaðið - 05.07.2004, Síða 52

Fréttablaðið - 05.07.2004, Síða 52
20 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Dregið í bikarkeppni Evrópu í körfubolta í München í Þýskalandi í gær: Keflvíkingar fá dönsku meistarana KÖRFUBOLTI Keflvíkingar voru mjög ánægðir með mótherjana í bikarkeppni Evrópu en dregið var í riðla í München í Þýskalandi í gær. Keflvíkingar fengu með sér í riðil dönsku meistarana úr Bakken Bears, franska liðið Reims Champagne og portúgalska liðið CAB Madeira sem Keflvík- ingar mættu einnig í sömu keppni á síðasta tímabili og unnu á heimavelli en töpuðu á útivelli. Árangur Keflavíkurliðsins á heimavelli sínum á Sunnubraut- inni í fyrra var frábær en liðið vann alla þrjá heimaleiki sína í riðlinum. Það var líka ljóst þegar leikjunum var raðað niður í Þýskalandi í gær að liðið spilar þrjá fyrstu leiki sína í keppninni á heimavelli á 15 dögum í nóvember en allir útileikirnir eru síðan spil- aðir í kjölfarið og er klárað mun fyrr en í fyrra en síðasti leikurinn fer fram 9. desember. Keflvíkingar lögðu mikið upp úr því að geta spilað tvo leiki í sömu ferð til að spara ferðakostn- að sinn og það tókst líkt og í fyrra. Liðið spilar í Danmörku 7. desem- ber og í Portúgal tveimur dögum seinna. Keflvíkingar komust áfram í fyrra í átta liða úrslitin en nú er keppnisfyrirkomulagið breytt. Það eru þrír fjögurra liða riðlar og átta lið komast áfram upp úr þeim. Tvö efstu sætin tryggja sætið í átta liða úrslitum en þang- að komast einnig tvö lið með best- an árangur af þeim sem eftir standa. ■ Sharapova og Federer fóru með sigur af hólmi Wimbledon-mótinu í tennis lauk um helgina á sögulegan hátt þegar Maria Sharapova varð fyrsta rússneska konan og þriðja yngsta til að vinna mótið og Roger Federer vann annað árið í röð. TENNIS Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska ung- lingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigur- vegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams. Það kom einnig á óvart hversu öruggur sig- ur Sharapovu var en að sjálfsögðu var þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti og einnig fyrsti úrslita- leikurinn. Sigurinn er að því leyti sögulegur að Sharapova er fyrsti Rússinn til að vinna sigur á Wimbledon-mótinu og hún er þriðji yngsti sigurvegarinn í sögu þess. Það var hins vegar ekki að sjá að hin sautján ára Maria Shara- pova, væri að spila til úrslita í fyrsta sinn á stórmóti – leikur hennar einkenndist af yfirvegun og öryggi. Það sama er ekki hægt að segja um hinn margreynda andstæðing hennar, Serenu Willi- ams, sem hefur sex sinnum sigrað á stórmóti og gat fagnað sigri á Wimbledon þriðja árið í röð.ÝLokatölur í tveimur settum voru 6-1 og 6-4 og hinn ungi sigur- vegari, Sharapova, mátti vart mæla eftir leikinn og þau voru ófá tárin sem hrundu niður vanga hennar: „Þetta er ótrúlegt, ég er algjörlega orðlaus,“ sagði Shara- pova og var í hálfgerðri geðs- hræringu: „Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna sigur hér á Wimbledon en í sannleika sagt þá átti ég ekki von á að það gerð- ist á þessu ári.“ Í karlaflokki áttust við í úr- slitaleiknum þeir Roger Federer, frá Sviss og Andy Roddick, frá Bandaríkjunum. Svo fór að Sviss- lendingurinn hafði betur í fjórum settum, 4-6, 7-5, 7-6 og 6-4. Þetta er annað árið í röð sem Federer sigrar á mótinu en í fyrra lagði hann Ástralann Mark Phil- ippoussis að velli í úrslitaleik. Með sigrinum sýndi Federer með óyggjandi hætti að hann er besti tennisleikarinn í heiminum í dag. Þó er óhætt að segja að Roddick hafi látið Federer hafa vel fyrir sigrinum og undir það tók Feder- er: „Hann spilaði af miklum krafti og ég verð að viðurkenna að spila- mennska hans kom mér nokkuð á óvart í byrjun. Ég náði þó að halda dampi og smám saman náði ég betri tökum á leiknum og það er alveg yndislegt að ná að verja tit- ilinn,“ sagði Federer. Andy Roddick tók tapinu af karlmennsku: „Ég gaf allt sem ég átti í leikinn en það var einfald- lega ekki nóg. Roger er frábær meistari og vonandi eigum við eftir að mætast oft í úrslitaleikj- um á komandi árum,“ sagði Rodd- ick. ■ JÜRGEN KLINSMANN Sést hér ásamt portúgölsku goðsögninni, Eusebio. Jürgen Klinsmann: Vill útlendan þjálfara FÓTBOLTI Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Jürgen Klinsmann, er á því að Þjóðverjar eigi að íhuga þann möguleika að leita út fyrir landsteinana þegar kemur að því að ráða nýjan landsliðs- þjálfara: „Það yrði ekkert vanda- mál – við verðum að velja besta mögulega þjálfarann. Það yrði nýtt skref fyrir Þjóðverja og mögulega fengjum við nýja sýn á þýska fótboltann. Við þurfum að gera eitthvað til að leysa okkar vandamál,“ sagði Klinsmann sem á sínum ferli með landsliðinu skoraði 47 mörk í 108 landsleikj- um og varð meðal annars Heims- meistari árið 1990 og Evrópu- meistari 1996. ■ Sunna Gestsdóttir: Íslandsmet í 100 metra hlaupi FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sunna Gestsdótt- ir úr UMSS setti glæsilegt Ís- landsmet í 100m hlaupi í undan- rásum á móti í Gautaborg í gær þegar hún hljóp á 11,76 sekúndum þrátt fyrir að hlaupa í mótvindi og rigningu sem gerir afrek hennar enn glæsilegra. Gamla metið var 19 ára gamalt en það átti Svanhildur Kristjónsdótt- ir, sem hljóp 100 metrana á 11,79 sekúndum árið 1985. Sunna stökk einnig 6,15 metra í langstökki en hún á einnig Íslandsmetið í þeirra grein frá því að hún stökk 6,30 metra á síðastliðnu ári. Sunna er við það met orðin fljót- asta íslenska konan frá upphafi. ■ EM Í FÓTBOLTA               !" #$%&   !"   '"     !(  " )"  # * *"$  !" $ $++  "   ! KEFLVÍKINGAR AFTUR Í EVRÓPU- KEPPNINNI Keflavík tekur annað árið í röð þátt í bikar- keppni Evrópu í körfubolta. LEIKIR KEFLAVÍKUR Í EVRÓPU- KEPPNINNI: Keflavík-Reims 3. nóv. Keflavík-Madeira 10. nóv. Keflavík-Bakken 18. nóv. Reims-Keflavík 23. nóv. Bakken-Keflavík 7. des. Madeira-Keflavík 9.des KOMU, SÁU OG SIGRUÐU Maria Sharapova fagnar hér að ofan óvæntum og glæsilegum sigri á Wimbledon-mótinu í tennis en til hliðar sést Svisslendingurinn Roger Federer fagna sínum öðrum Wimbledon- titli í röð eftir sigur á Bandaríkjamanninum Andy Roddick.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.