Fréttablaðið - 05.07.2004, Side 59

Fréttablaðið - 05.07.2004, Side 59
27MÁNUDAGUR 5. júlí 2004 SÝND kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ETERNAL SUNSHINE kl. 5.40, 8 og 10.20 DAY AFTER TOMORROW kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 Frá framleiðanda Spider-Man SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 LAWS OF ATTRACTION kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 10.10 B.I. 12 MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ Frumsýnd 9. júlí Frumsýnd 9. júlí HHH S.V. Mbl. MEAN GIRLS kl. 4, 6, 8 og 10.10 STELPUDAGAR kr. 300 CONFESSIONS OF A TEENAGE DRAMA QUEEN kl. 4, 6 og 8 STELPUDAGAR kr. 300 CHASING LIBERTY kl.3.45, 5.50 STELPUDAGAR kr. 300 S T E L P U DA G A R 5 . - 9 . J Ú L Í k r . 3 0 0 FRÉTTIR AF FÓLKI Er vinningur í lokinu? www.ms.isEr vin nin gu r í l ok inu ? fiú sér› strax hvort fla› leynist óvæntur gla›ningur í Engjaflykkninu flínu! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA               !    "#!  $!   %!$ !   Laugavegi 32 sími 561 0075 Howard Stern aftur í loftið Útvarpsmaðurinn Howard Stern er á leið í loftið á ný eftir nokkurra mánaða hlé. Stern var sem kunnugt er látinn fara frá Clear Channel en stöðin sagðist ekki geta staðið undir vitleysunni í Stern lengur. Hann þyk- ir dónalegur með eindæmum og hefur ætíð látið allt flakka í beinni útsendingu. Ofan á allt þurfti stöðin að punga út tæp- lega 130 milljón- um króna í sektir fyrir ósiðlegt at- hæfi útvarps- mannsins. Stern efndi til blaðamannafundar á miðvikudaginn var og tilkynnti endurkomu sína. Var kappinn hæstánægður með að vera að snúa aftur á gamlar slóðir. „Miðað við þann fjölda tölvuskeyta og sím- tala sem ég hef fengið þá verða að- dáendur hæstánægðir með að fá mig aftur í loftið. Núna fáum við tæki- færi til að sameinast á ný,“ fullyrti Stern. Þáttur Stern verður sendur út á níu útvarpsstöðvum í einu en þær eru allar í eigu Inifinity sem á alls 27 stöðvar. Fyrsti þátturinn verður 19.júlí. ■ Margmiðlunarstórlaxinn Donald Trumphyggst ýta nýju tímariti úr vör á næstunni. „Við erum búin að sölsa undir okkur sjón- v a r p s b r a n s a n n þannig að þá er það bara tímaritamark- aðurinn næst,“ sagði Trump, hálfpartinn í gríni. Tímaritið, sem á að bera nafnið Trump World, verður mjög líklega ritstýrt af Oprah Winfrey og Martha Stewart. Staðfesting hefur þó ekki fengist á þessu en ljóst er að valin manneskja verður í hverju rúmi. „Tímaritinu verður beint að fólki á aldrinum 21 til 55 ára. Það verður glansbragur yfir þessu, og fólk sem er vel stætt og eyðir miklum peningum mun falla blaðið vel í geð,“ fullyrðir Trump. Þess má geta að blaðið er ekki alveg nýtt af nálinni heldur gerði Trump tilraunir með það á sínum tíma en frestaði því þegar sjónvarps- ferill hans fór á fullt. „Þetta verður samt tölu- vert frábrugðið því gamla, búið að hressa svo um munar uppá blaðið.“ Frómir menn segja útgáfu blaðsins vera mjög vel tímasetta þar sem allir vilji nú verða ríkir og frægir og að Trump sé að gefa fólki tækifæri á að lesa sig til um hvernig fara skuli að því. Fyrsta tölublað Trump World kemur út í september. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laug- ardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningj- um, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maura- hrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrj- aði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga gald- urinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Her- bert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta gigg- ið þeirra en þau eiga greini- lega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðis- leg. Rölti yfir á Iggy Pop. Mað- urinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með galla- buxurnar hangandi á sér, í eng- um nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnku- kremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líkleg- ast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eft- ir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemn- ingunni eftir það. Frábær tón- leikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þess- ari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; „Are you bored to death?“ og hópurinn svaraði „NO!“ Þá sagði hann; „You will be!“ Reyndi að komast í stemn- ingu yfir Baba Zula og Ty á eft- ir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stim- pla sig út af Hróarskelduhátíð- inni. ■ FJÓRÐI Í HRÓARSKELDU BIRGIR ÖRN STEINARSSON BLOGGAR FRÁ HRÓARSKELDU Morrissey og rassaskoran ógurlega HVERJUM ER EKKI SAMA UM BOWIE Þessir félagar spiluðu í teknótjaldinu á föstu- dag. Létu búa til þessa stórskemmtilegu boli, þar sem fólk er hvatt til að skemmta sér í Bowie-leysinu. DÓNALEGUR RUGLUDALLUR Howard Stern þykir klúr með eindæm- um og var á sínum tíma rekinn frá Clear Channel.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.