Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2004, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 05.07.2004, Qupperneq 62
Konur hverfa við hárblástur Hvernig ertu núna? Frekar þreyttur en nokk- uð sáttur bara. Langri vinnutörn að ljúka. Hæð: 186 cm. Augnlitur: Blár. Starf: Íþróttafréttamaður. Stjörnumerki: Afskaplega dæmigerður krabbi. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Hvaðan ertu? Ég get nú varla svarið af mér Hafnarfjörðinn. Er hins vegar á leið í Vestur- bæinn, sem er einhvern veginn minn stað- ur. Helsta afrek: Á það eftir. Helstu veikleikar: Ég er bölvuð frekja og fljótur að reiðast. Langrækinn gagnvart þeim sem hafa gert á minn hlut en sem bet- ur fer eru ekki margir í þeim hópi. Helstu kostir: Duglegur og fylginn mér. Get oft drifið fólk áfram. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Spurt að leiks- lokum. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Morgunútvarpið. Uppáhaldsmatur: Kínverskur. Uppáhaldsveitingastaður: Mekong. Uppáhaldsborg: London. Uppáhaldsíþróttafélag: Má ég svara þessu? Mestu vonbrigði lífsins: Æi, þau eru svo mörg. Er ekki lífið bara eintóm vonbrigði? Hobbý: Það er nú eiginlega bara vinnan, eins sorglega og það hljómar. Viltu vinna milljón? Já, takk. Helst fleiri. Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Er ekki búinn að ákveða það ennþá. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég var dreginn út úr lest um miðja nótt á leiðinni frá Feneyjum til Barcelona. Veit ekki ennþá hvernig ég komst á leiðarenda. Hver er fyndnastur? Obba. Hver er kynþokkafyllst/ur? Allavega ekki Logi Bergmann. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Köttur. Áttu gæludýr? Nei. Hvar líður þér best? Venjulega í sófanum heima hjá mér, en finnst líka ákaflega gott að fara út fyrir borgina og anda að mér frísku lofti. Besta kvikmynd í heimi: Er það ekki bara Nýtt líf? Besta bók í heimi: Soldiers of God eftir Robert D. Kaplan. Næst á dagskrá: Úrslitaleikur EM og svo vonandi sumarfrí. Dreginn út úr lest um miðja nótt 30 5. júlí 2004 MÁNUDAGURHRÓSIÐ „Þetta eru málverk af sex merkis- konum,“ segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. „Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afreks- konur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birt- ast fróðleiksmolar um þær. Þess- ar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunn- ar um áratugaskeið þrátt fyrir af- rekin.“ Konurnar hverfa einnig á sýn- ingu Jóhönnu. „Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna.“ Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskven- na. „Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt,“ segir Jó- hanna, „...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttinda- konur síðari tíma hefðu ekki graf- ið þær upp.“ En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. „Þetta eru kjarna- konur og styrkur þeirra og með- vitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sög- unni og á málverkunum.“ MYNDLIST JÓHANNA HELGA ÞORKELS- DÓTTIR ■ Hefur búið til sex málverk af merkis- konum. Við hlið þeirra hanga sex hár- blásarar sem áhorfendur hafa að vopni. BLÁSIÐ BURT Áhorfendur á myndlistarsýningu Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur blása merkiskonum sögunnar burt en þær birtast þó alltaf aftur. í dag Sunna Scheving Heyrnleysingja- skólinn rústaði lífi hennar Fengu að vita að pabbi hefði dáið tveimur árum of seint Harrison Ford í djammviðtali við DV í dag … myndasöguverslunin Nexus fyrir að gefa gestum og gangandi 2.000 myndasögur á laugardag- inn og vekja þannig athygli á þessari merku bókmenntagrein sem hefur verið að færast stöðugt nær miðju menningarneyslunnar á undanförnum árum. Bakhliðin Á BALDVINI ÞÓR BERGSSYNI Fr é tt a b la ð ið /E in a r Ó l. „Það virðist vera einlægur áhugi á úrum í fjölskyldunni. Sonur minn Róbert stefnir nú á nám í Sviss í úrsmíði en hann ætlar í langt og erfitt nám í sama skóla og ég sótti á sínum tíma,“ segir Frank Úlfar Michelsen úrsmíðameistari en hann á og rekur verslunina Frank Michelsen á Laugavegin- um. 95 ár eru liðin frá því að Jörgen Frank Michelsen úr- smíðameistari, afi Franks, stofnaði verslunin á Sauðár- króki og hefur verslunin og úr- smíðastofan verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Frank Úlfar segir umhverfið hafa breyst mikið á undanförn- um árum. „Mekanísk úr áttu al- gjörlega markaðinn hér áður fyrr og rafhlöðuúr voru ekki inni í myndinni. Það varð mikil bylting í kringum 1979 þegar rafhlöðuúrin fóru að flæða yfir markaðinn og hefur vinna úr- smiðanna minkað mikið í kjöl- farið.“ Starfandi úrsmiðir á landinu eru um 15 talsins og segir Frank starfið mjög skemmtilegt og gefandi. „Það er sérstakt að taka við gömlum úrum sem fólk heldur að séu jafnvel ónýt. Gömul úr frá afa eða langafa sem manni tekst að skila í topp- standi. Það má eiginlega segja að við séum búin að þjónusta úr í 95 ár því mestan þennan tíma höfum við sérhæft okkur í við- gerðum.“ Frank segir úramenninguna á Íslandi litla miðað við það sem þekkist erlendis. „Hér tíðkast að menn eigi aðeins eitt úr sem er notað þegar skipt er um bremsureim í bílnum, farið í boð eða stundaðar íþróttir. Það er minna um að menn eigi úr til skiptanna eftir tækifærum. Það eru líka tískubylgjur í þessu eins og öðru en sem dæmi má nefna að úr eins og voru í kring- um 1970 eru að koma aftur í tísku núna,“ segir Frank og bætir því við að úr séu ekki síð- ur skart en nauðsynjahlutur. „Þau eru heldur ekki eins dýr og þau voru og nú má kaupa gott úr á verði einnar skálmar á gallabuxum.“ ■ AFMÆLI ÚRAVERSLUNIN FRANK MICHELSEN ER 95 ÁRA ■ Verslunin var stofnuð á Sauðárkróki en er nú starfrækt á Laugaveginum í miðborg Reykjavíkur. FRANK ÚLFAR Verslunin hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá stofnun. Frank finnst starfið bæði skemmtilegt og gefandi. Blæs lífi í gömul úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.