Fréttablaðið - 13.07.2004, Page 13

Fréttablaðið - 13.07.2004, Page 13
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 123 stk. Keypt & selt 24 stk. Þjónusta 36 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 18 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 2 stk. Varasamt að hjóla án hjálms BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 13. júlí, 195. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.35 13.33 23.29 Akureyri 2.48 13.18 23.45 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig,“ segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í List- dansskólanum. „Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr,“ seg- ir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. „Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snem- ma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari,“ segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. „Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás,“ segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hár- ið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói. lilja@frettabladid.is Reynir að passa mataræðið: Hefur ekki efni á Atkins Nýlegar rannsóknir vísinda- manna í Bandaríkjunum benda til að vírus geti verið valdur að brjóstakrabbameini kvenna. Vís- indamenn- irnir hafa uppgötvað vírus sem þeir kalla MMTV í sýn- um kvenna sem þjást af sjúkdómn- um. Vitað er að MMTV-vírusinn veldur brjóstakrabbameini í músum, en rannsóknir á vírusnum hjá konum eru enn á byrjunarstigi. Reykingabann á Írlandi var nýlega leitt í lög eins og kunn- ugt er. Þrátt fyrir að allir séu sammála um að reykingar séu heilsuspillandi eru reykinga- menn ósáttir og pöbbaeigendur uggandi um afkomu sína. Ástæðan er sú að reykinga- menn láta ekki lengur sjá sig á barnum og pöbbaeigandi einn á Írlandi hefur nú í trássi við lögin leyft reykingar á ný. Hann segist bjóða stjórnvöldum byrg- inn því salan á pöbbnum hafi minnkað um 60% frá því reyk- ingabannið var sett í mars. „Ég er á að fara á hausinn hvort sem er ,“ segir hann og margir kollegar hans taka í sama streng. Til umræðu hefur verið að setja reykingabann á bjór- krám á Íslandi innan tíðar. „Hryðjuverkamenn eru gjarnan sagðir geðveilir og haldnir ofsóknarbrjálæði, en hvorugt er rétt,“ segir Dr. Andrew Silke, pró- fessor í sál- arfræði við háskólann í Leicester. Rannsóknir sem gerðar voru á 180 meðlimum Al-Qaeda og öðrum meðlimum hryðju- verkahópa leiða í ljós að hryðju- verkamenn eru ekki á nokkurn hátt geðveikir. Þeir stjórnast hins vegar af hefndarþorsta. „Það eru pólitískar ástæður fyrir því en ekki læknisfræðilegar,“ segir Silke, „og á ekkert skylt við geðveiki.“ Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSUNNI NO PUSHING NO PEDALING JUST ROCK ‘N’ ROLL! Lestu allt um trikke á kassi.is/trikke Tilboð í dag kr. 18.900 (lægsta verð í Evrópu) Pantaðu núna í síma 660-7707, takmarkað upplag á þessu verði. Viltu hjálpa fátæku barni til mennta? ABC barnahjálp sími 561 6117 www.abc.is BMW K 1100 RS til sölu árg. ‘94, ekið 19 þús. m. 40 lítra töskur fylgja. Verð 620.000. Uppl. í s. 699 8523, Þorri. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á Þórey gengur út um allt en passar sig að vera í góðum hlífðarfötum til að vernda röddina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI heilsa@frettabladid.is Þeir sem sjá illa geta núna séð fullkomlega vel í sundi því nú er komin á markað ný tegund sundgleraugna með styrkleika. Gleraugun eru til bæði fyrir nærsýna og fjær- sýna og er hægt að velja á milli styrkleika allt frá mín- us níu upp í plús fjóra. „Sundgleraugu með styrk- leika hafa verið til síðan árið 2001 en í mjög litlu úrvali. Þetta er ný hönnun og eru gleraugun í alla staði mun nettari og þægilegri en þau gömlu. Sílíkonhringurinn á nýju gleraugunum er auk þess mun þéttari og leka þau því ekki,“ segir Pétur Christ- iansen, eigandi Gleraugna- verslunarinnar í Mjódd og Gleraugnaverslunar Suður- lands þar sem hægt er að fá sundgleraugun. Auk þess sem gleraugun eru að öllu leyti þægilegri og vatnsheldari en þau gömlu eru þau ódýrari og kosta aðeins um 3100 krón- ur. Sundgleraugun fást ein- göngu fyrir fullorðna eins og er en fljótlega verður einnig hægt að fá sundgler- augun í barnastærðum í báðum verslunum. ■ Sundgleraugu með styrkleika: Þægileg og ódýr Í Gleraugnaversluninni í Mjódd og Gleraugnaverslun Suðurlands fást nú sundgleraugu með styrkleika allt frá mínus níu upp í plús fjóra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.