Fréttablaðið - 27.07.2004, Side 8

Fréttablaðið - 27.07.2004, Side 8
Gleði fylgir hófsemi - sýnum ábyrgð í meðferð áfengis um helgina. Nánari upplýs ingar um afgreiðs lut íma má f inna á v inbud. is Vínbúðin í Vestmannaeyjum Breyttur afgreiðs lut ími um vers lunarmannahelgina: F immtudagur: 11-18 Föstudagur: 9-12 Laugardagur: Lokað ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A TV 2 53 95 07 /2 00 4 Gullbrá N ó a t ú n 1 7 . S . 5 6 2 - 4 2 1 7 S U M A R Ú TS A L A 30% – 70% afsláttur! Fangelsaður morðingi í meðferð í sveitasælu – hefur þú séð DV í dag? Banamaður móður Gunnars í Krossinum kominn í frí frá Litla-Hrauni 27. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Tæplega nítján þúsund hafa séð Fame og Hárið: Mikil samkeppni um áhorfendur SÖNGLEIKIR „Við höfum fengið mjög góðar móttökur og í heild hefur þetta gengið vonum fram- ar,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri söngleiksins Fame, um viðbrögð við sýningunni. Yfir tólf þúsund gestir hafa séð söng- leikinn frá því sýningar hófust þann 24. júní. Sýningar hafa verið tólf auk þriggja forsýninga. „Ég hef aldrei vitað um svona mikla samkeppni um áhorfendur eins og hefur verið þetta sumarið. Það er sérstaklega mikið af tón- leikum og margar stórmyndir í kvikmyndahúsunum,“ segir Bjarni Haukur. Aðspurður hvort þetta mikla framboð hafi haft áhrif á aðsókn segir hann það örugglega hafa einhver áhrif. Pála Kristjánsdóttir, sýningar- stjóri Hársins, segir að um 6.500 hafi séð Hárið, sem sýnt er í Aust- urbæ. Sýningarnar hafa verið tíu auk þriggja forsýninga og hafa verið um 500 manns á hverri sýn- ingu. Pála segir söngleikinn hafa fengið frábærar móttökur, til að mynda hafi tveimur sýningum verið bætt við um síðustu helgi. ■ Þeim umfangsmiklu vega- og gatnaframkvæmdum sem stað- ið hafa yfir í sumar víðs vegar á landinu miðar eftir áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Rögnvaldi Gunnarssyni hjá Vegagerðinni. Á árinu er veitt 7,2 milljörðum króna til nýrra verkefna. Hér á eftir verða nefndar stærstu nýfram- kvæmdirnar sem unnið er að nú. Tvöföldun Reykjanesbraut- arinnar á 12 kílómetra kafla við Kúagerði, sem nær suður fyrir Vatnsleysustrandarveg, er langt komin. Er gert ráð fyrir að vegurinn verði opnaður um næstu mánaðamót. Þá verður Stekkjarbakki í Breiðholti opn- aður formlega á morgun, mið- vikudag. Verið er að vinna af fullum krafti við færslu Hring- brautarinnar í Reykjavík. Þá voru opnuð tilboð um miðjan júlí í breikkun á hringveginum frá Víkurvegi í Grafarholti og upp í Mosfellsbæ. Það verkefni á að vinna á þessu ári og því næsta. Í Stafholtstungum í Borgar- firði er í útboði vegarkafli á þjóðvegi 1, sem liggur frá Gljúfurá að Grafarkoti. Þessi kafli, sem er rúmlega sex kíló- metra langur og tilheyrir hring- veginum, er mjög hlykkjóttur með mörgum kröppum beygj- um. Vegurinn verður endur- byggður á næstu tveimur árum og taka á af honum bugðurnar. Þá er verið að vinna við að brúa Kolgrafarfjörð á Snæfells- nesi. Þar verður lagður nýr veg- ur sem styttir leiðina milli Grundarfjarðar og Stykkis- hólms. Með tilkomu nýja vegar- ins losna ferðalangar við að aka fyrir Kolgrafarfjörðinn, sem er veðrasamur kafli og erfiður. Vestfirðir og Norðurland Á Vestfjörðum er unnið að tveimur stórum verkefnum á árinu. Á Barðaströnd er verið að leggja veg um Klettsháls FRÁ GENERALPRUFU Á FAME Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri Fame, segir sýninguna hafa fengið góðar móttökur en þetta sumarið sé mikil samkeppni um áhorfendur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FÁSKRÚÐSFJARÐARGÖNGIN Framkvæmdir við göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hafa gengið eftir áætlun. Reiknað er með að gat verði komið í gegnum fjallið í lok september. Bora tvenn jarðgöng og leggja nýja vegi Unnið er að umfangsmiklum vega- og gatnaframkvæmdum víða um land í sumar. Boranir og sprengingar eru í fullum gangi við tvenn göng. Fjármagn til nýframkvæmda nemur 7,2 milljörðum á árinu. æ                      JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING VEGAFRAMKVÆMDIR Í SUMAR NOKKUR VERKEFNI SUMARSINS Í sumar eru lagðir vegir, brýr byggðar og göng boruð. Önnur tveggja ganga sem nú er unnið að eru Fáskrúðsfjarðargöngin. Stefnt er að því að búið verði að bora göngin í haust en þá á eftir að búa þau undir umferð. Ferðalangar sleppa við að aka Kolgrafarfjörð á leið sinni frá Grundarfirði til Stykkishólms en hann getur reynst veðrasamur og erfiður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.