Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2004, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 27.07.2004, Qupperneq 21
Margir þekkja það af eigin raun að flytjast til ókunns lands og takast á við nýjar aðstæður og nýtt fólk og jafnvel læra nýtt tungumál. Margir ganga í gegnum erfiðleika- tímabil samfara slíkum breyting- um og í mörgum tilvikum má rök- styðja að viðkomandi hafi upplifað menningarsjokk (menningará- fall). Menningarsjokk orsakast af álaginu sem fylgir því að skipta um menningarumhverfi og takast á við breytingar. Það er eðlileg af- leiðing þess að aðlagast nýjum mat, venjum, tungumáli, fólki og daglegu lífi. Mikilvægt er að hafa í huga að þetta er tímabundið ástand. Þrátt fyrir að menningar- sjokk sé óþægilegt er það eðli- legur hluti aðlögunarferlis og það eru nokkrar hagnýtar leiðir til að takast á við það. Mikilvægt er að leita skýringa þegar hegðun skilst ekki. Hegðun sem þykir eðlileg í einum menningarheimi getur virkað dónaleg í öðrum. Mikil- vægt er fyrir innflytjanda að geta spurt einhvern sem þeir treysta um hvort tiltekin hegðun er „eðli- leg“. Til dæmis: „Ef ég skil þig rétt þá ertu að meina ... Er það rétt?“ Þessi einfalda venja getur hjálpað mikið til að koma í veg fyrir misskilning. Stundum getur einföld heimþrá valdið mikilli vanlíðan. Oft er hægt að bæta sér það upp með einhverjum hætti, t.d. fá sent sælgæti frá heima- landinu, fengið spólur með efni úr sjónvarpi eða dagblöð. Það má einnig nota netið, t.d. á næsta bókasafni. Það er ráðlagt að reyna að eignast vini bæði frá heima- landinu og nýja landinu. Stundum er það erfitt að viðhalda vináttu við fólk með ólíkan menningarleg- an bakgrunn og því getur oft hjálpað að eyða einnig tíma með samlöndum sínum. Oft getur kom- ið sér vel að fá einhvern vingjarn- legan nágranna eða samstarfs- mann til að gegna hlutverki „menn- ingartúlks“. Kunnátta í tungumáli nýja landsins getur verið lykillinn að því að viðkomandi finnist hann vera hluti af samfélaginu, og það er algjör grundvöllur skilnings manna á milli. Fólkið í nýja landinu mun meta viðleitnina og vonandi sýna þolinmæði og aðstoða í nám- inu. Stundum er erfitt að skilja þann húmor sem ríkir á staðnum. Það er mikilvægt að reyna að halda kímnigáfunni þó að það geti reynst erfitt. Það getur hjálpað að leyfa sjálfum sér að sjá það bros- lega við misskilninginn og vand- ræðaganginn. Menningaráfall er eðlilegur hluti þess að flytjast milli landa. Þeir sem gefa sér tíma til að liðsinna fólki sem kemur af framandi slóðum, eru að vinna þakklátt verk. Ef einkenni menn- ingaráfalls eru of mikil gæti samt verið gott að leita aðstoðar hjá fagfólki. ■ 13ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 2004 Kostakjör á Íslandi Auðhringurinn Alcoa er hættur að fara um heiminn í leit að vinum. Eftir að hann kynntist Framsóknarflokknum á Íslandi lætur hann sér nægja að ferðast um Ísland í leit að virkjunarkostum. Heima fyrir, í Bandaríkjunum, lokar Alcoa álverum sínum hverju á fætur öðru eftir að Finnur, Valgerður og Hall- dór buðu upp á slík kostakjör við kaup á raforku við Kárahnjúka, að öðru eins höfðu menn aldrei kynnst. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Skert þjónusta, svikin loforð Skert þjónusta við háskólanemendur, svikin loforð stjórnmálaflokkanna, fjár- hagsvandræði framhaldsskólanna, yfir- vofandi kennaraverkfall. Þetta og margt fleira er að komast í umræðuna hjá landsmönnum, nú þegar fjölmiðlafrum- varpið er hætt að fylla síður blaðanna og fólk farið að geta talað um einhver önnur málefni. Fyrir þau okkar sem látum okkur menntamál varða er útlitið svart og ljóst að hinn nýi ráðherra hefur farið ansi hikstandi af stað, svo ekki sé sterkar tekið til orða. Mikið þarf að gerast á næstu misserum ef staðan á að batna og allt útlit er fyrir að staðan fari versnandi eins og áform um skólagjöld og fjöldatakmarkanir sýna. Tómas Kristjánsson á politik.is Eitt gangi yfir alla Ef enginn fer og gefur blóð, er ekki til neitt blóð í Blóðbankanum. Einfalt mál. Ef ég lendi í slysi eða þarf að fara í upp- skurð, vil ég að til sé blóð til að gefa mér. Annað fyndist mér agalegt. Hvernig get ég í framhaldinu af því tek- ið meðvitaða ákvörðun um að gefa ekki reglulega blóð? Ég vil að landsmönnum öllum sé tryggður aðgangur að heilsu- gæslu og góðum skólum. Ég vil að ríkið reki sterkt velferðarkerfi. Til þess þarf að innheimta skatta. Engir skattar – engin ríkisrekin þjónusta. Ef enginn borgaði skatt væru engir peningar í ríkiskassan- um. Það myndi ég ekki vilja. Vilji ég ekki að aðrir svíki undan skatti, er mér sjálfri ekki stætt á að svíkjast undan skatt- heimtunni. Eitt verður yfir alla að ganga. Sigríður Víðis Jónsdóttir á sellan.is Vinstrimenn sem vélmenni Í kvikmyndinni I, Robot hefur tölvan augljóslega rangt fyrir sér, enda vilja lík- lega fæstir láta vélmenni skipa sér fyrir verkum. Í stjórnmálabaráttu nútímans tekst vinstrimönnum hins vegar oftar en ekki að fá kjósendur til að fallast á það að forsjárhyggja geti verið skynsöm leið til að stjórna. Í báðum tilvikum eru menn hins vegar að afsala sér eigin sjálfsákvörðunarrétti.Umrædd kvikmynd skilur því meira eftir sig en margar aðrar hasarmyndir. Hver hefði til dæmis trúað því að vinstrimenn framtíðarinnar yrðu vélmenni? Ragnar Jónasson á frelsi.is Þú ert ruddi! „Þú ert ruddi!“, galaði Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins fram í mál mitt úr þingsæti sínu, þegar ég stóð í ræðustól og sló botninn í umræður um fjölmiðlamálið á Alþingi laust fyrir hádegi á fimmtudag. Honum og fleiri þingmönnum stjórnar- flokkanna ofbauð greinilega að heyra sannleikann. Magnús Þór Hafsteinsson á xf.is AF NETINU Menningaráfall í framandi umhverfi Menningaráfall er eðlilegur hluti þess að flytjast milli landa. ... Ef einkenni menningaráfalls eru of mikil gæti ... verið gott að leita aðstoðar ... EINAR SKÚLASON FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞJÓÐAHÚSSINS UMRÆÐAN INNFLYTJENDAMÁL ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.