Fréttablaðið - 27.07.2004, Side 31

Fréttablaðið - 27.07.2004, Side 31
„Ég fékk þá hugmynd þar sem það eru svo margar stelpur í götuleikhúshópnum að byggja á frönsku bíómyndinni 8 femmes eða 8 konur,“ segir Margrét Eir en hún leikstýrir götuleikhús- hópnum í Kópavogi ásamt Valdi- mar Kristjónssyni. Hópurinn frumsýnir verkið í kvöld og nefnist það í upp- setningu þeirra Bústaðar brjál- æði og verður nokkuð breytt frá þeirri sögu sem fólk gæti kannast við frá átta konum. „Við staðfærðum þetta yfir á Ísland og breyttum aldri persón- anna. Það gerist á Vatnsenda og þau leika fólk sem er nokkurn veginn á þeirra aldri. 8 femmes er söngvamynd með nokkrum verulega hallærislegum lögum en við ákváðum að nota lög Stuð- manna í uppfærslunni okkar.“ Margrét Eir segir krakkana ótrúlega duglega en þau unnu handritið algjörlega sjálf. „Það má segja að þetta sé svolítið eins og Bold and the Beautiful um unglinga. Unglingahúmorinn þeirra skín alveg í gegn og ég ligg í hláturskasti í hverju einasta rennsli.“ Aðspurð hvernig vinnan hafi gengið við æfingar á verkinu segir Margrét Eir krakkana hafa tekið uppsetninguna og vinnuna mjög alvarlega. „Ég er mjög metnaðargjörn þegar ég tek svona verkefni að mér og get því verið rosalega hörð. Ég lagði ábyrgðina að nokkru leyti á þau og þau hafa leyst öll verkefnin alveg ótrúlega vel.“ Götuleikhús Kópavogs er skipað unglingum á aldrinum 14 til 16 ára og segir Margrét Eir þau vinna að leiklistinni í stað þess að vera í hinum hefð- bundna vinnuskóla. Það er því ýmislegt í boði annað en að raka og reyta arfa fyrir unglingana í Kópavogi. „Þetta er partur af Vinnu- skóla Kópavogs og þau eru búin að vera á ferð um bæinn í allt sumar með uppákomur. Þau eru meðal annars búin að leika fyrir leikskólana, koma fram á Gull- móti Breiðabliks og leika í bíó- mynd.“ Bústaðar brjálæði verður frumsýnt í Hjáleigunni í Kópa- vogi, Fannborg 2 í dag klukkan 17. Sýningar verða einnig á morgun og fimmtudag en alla þrjá sýningardagana verða tvær sýningar klukkan 17 og 20. ■ Unglingahúmor á Vatnsenda ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 2004 GÖTULEIKHÚS KÓPAVOGS Hópurinn hefur verið við miklar æfingar undanfarið en hópurinn frumsýnir Bústaðar brjálæði í kvöld Reykjavík, Klettagör›um 12, sími 575 0000 - Akureyri · Draupnisgötu 2 , sími 462 2360 - Hafnarfir›i, Strandgötu 75, sími 565 2965 Fáanlegur í verslunum Sindra. N†R DEWALT BÆKLINGUR! T ilb o ð in g ild a ti l 1 0. 8. 2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 8 2 6 GET UP AND GO Mig vantar ýmislegt fyrir ferðalagið. Taska með vörum fylgir ef þú kaupir Nivea vörur.* DUREX NIVEA *Nú færðu flotta tösku með Nivea vörum í kaupbæti ef þú kaupir Nivea vörur fyrir 2000 kr. eða meira. Ath. fást aðeins á eftirtöldum stöðum á meðan birgðir endast. Þú færð Get up & GO® þynnkubanann aðeins í verslunum Lyf & heilsu. Lyf & heilsu Austurveri, Domus Medica, Glæsibæ, Kringlunni 1. hæð, Mjódd, JL húsinu, Fjarðarkaupum, Firði,Hamraborg, Smiðjuvegi, Salavegi, Mosfellsbæ, Akranesi, Kjarnanum Selfossi, Hvolsvelli, Keflavík og í Apótekaranum Nóatúni, Hraunbergi og Akureyri. 15% Nú er 15% afsláttur af öllum Durex smokkum. 15% „Þetta eru ljósmyndir sem við höfum tekið af góðu og slæmu að- gengi fyrir hreyfihamlaða,“ segir Leifur Leifsson sem hefur unnið að bættri ímynd öryrkja með Götuhernaði Hins hússins í sum- ar. „Við fengum þessa hugmynd í sumar og þó við séum hætt að starfa hjá Hinu húsinu í bili ákváðum við að láta slag standa og setja upp sýningu. Við fórum á stúfana og tókum ljósmyndir fyrir utan nokkra framhalds- skóla, utanríkisráðuneytið, Há- skóla Íslands og kaffihús á Lauga- veginum til að kanna aðgengið.“ Leifur segir 20 ljósmyndir prýða sýninguna sem verður opn- uð á Borgarbókasafninu klukkan 18 í dag. „Með þessu erum við að sýna öðrum hvernig við sem erum í hjólastól sjáum og upp- lifum aðgengi að hinum ýmsu stöðum. Þó margar myndir sýni slæmt aðgengi erum við ekkert að heimta breytingar en með þessu langaði okkur að sýna fólki hlutina eins og þeir eru frá okkar sjónarhorni.“ Ljósmyndasýning Götuhernað- arins stendur á Borgarbókasafn- inu fram yfir Menningarnótt. ■ Ljósmyndasýning Götuhernaðarins LJÓSMYNDIR GÖTUHERNAÐURINN ■ stendur fyrir ljósmyndasýningu í Borgarbókasafninu. AÐGENGI Svona lítur Vörðuskóli út með augum þeirra sem eru í hjólastól.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.