Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 6
6 15. júlí 2004 FIMMTUDAGUR KÍNA, AP Eitt barn lést og fimmtán slösuðust, þar af tvö alvarlega, þegar starfsmaður leikskóla réðst með hnífi að leikskólabörnum og kennurum þeirra. Þrír kennarar særðust í árásinni. Sá sem er grunaður um verkn- aðinn er rúmlega fimmtugur maður sem starfaði á leikskólan- um um tveggja ára skeið. Hann dvaldi á geðsjúkrahúsi um fimm mánaða skeið árið 1999. Maðurinn réðst á leikskólabörn og kennara og skar þau með hnífi. Átta lögreglumenn voru sendir á vettvang og handtóku þeir mann- inn. „Ég sá börnin liggjandi á jörð- inni. Það var blóð út um allt gólf,“ sagði maður á vettvangi sem hjálp- aði við að koma fólki á sjúkrahús. Fréttamaður fréttastofunnar Xinhua sem var viðstaddur þegar komið var með særða á sjúkrahús sagði börnin vera löðrandi í blóði og skelfingu lostin. ■ FLÓTTAFÓLK Hælisleitendur sem bíða úrskurðar Útlendingastofn- unar fá úthlutað matvælum og öðrum nauðsynjum en fá ekki greidda vasapeninga. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar umsjá hælisleitenda var hjá Rauða krossinum, en um áramót tók Reykjanesbær við þessum verkefnum samkvæmt samningi við dómsmála- ráðuneytið og Út- lendingastofnun. Í samningi Útlend- ingastofnunar við Reykjanesbæ er kveðið á um greiðslur upp á 5.500 krónur á sól- arhring vegna hvers hælisleit- anda. Þar segir: „Innifalið í daggjaldinu eru einnig vasapen- ingar til hælisleitenda eftir regl- um sem aðilar samningsins setja í samningum.“ Í síðustu viku greindi Frétta- blaðið frá aðstæðum tveggja fjöl- skyldna sem hér hafa verið í fimm mánuði meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þar voru börn í hópnum og þótti föður þeirra sárt að hafa ekki einu sinni tök á að gleðja þau með smá- ræði á borð við sætindi. Þá veit blaðið til þess að biðin hafi orðið a.m.k. einum flóttamanni sem reykir mjög erfið, því sá hafði engin tök á að svala fíkn sinni. Hjördís Árnadóttir, félagsmála- stjóri hjá Reykjanesbæ, segir að þarna hafi verið um einstakt til- felli að ræða og málalyktir þær að viðkomandi hafi sæst á að fá ekki afhent tóbak. „Fólki er séð fyrir öllu, en fær ekki peninga í hendur eins og var hjá Rauða krossinum,“ sagði Hjördís og taldi þjónustu Reykjanesbæjar við hælisleitend- ur síst verri en hjá Rauða krossin- um. Þá bendir hún á að sumir hæl- isleitendur eigi sjálfir einhverja peninga. „Við útvegum fólki ekki áfengi, tóbak eða önnur eiturlyf. Það eru ekki taldar nauðsynjar. Börnin fá hins vegar sælgæti og við sjáum fyrir leikföngum, allri læknisþjónustu og öðru sem fólk þarf á að halda.“ Hjördís segir meðvitaða ákvörðun hafa verið tekna um að haga málum með þessum hætti og telur jafnvel að hælisumsóknum hér hafi fækkað vegna þess að spurst hafi út að fólk fái ekki peninga. „Starfsfólk Rauða krossins hefur sagt að ekki sé ósennilegt að hingað hafi leitað fólk vegna þess að spurst hafi út að það fengi hér peninga. Yfir höf- uð erum við að fá mjög gott fólk, þannig að kannski grisjar þetta aðeins úr þá sem koma bara til að ná sér í peninga frá hinum sem eru raunverulegir flóttamenn.“ olikr@frettabladid.is Órangútanapar: Hnefaleika- keppni hætt BANGKOK, AP Taílenskum dýragarði hefur verið gert að hætta reglu- legum hnefaleikakeppnum órangútanapa meðan lögregla rannsakar hvort grunsemdir um að öpunum hafi verið smyglað ólöglega frá Indónesíu séu á rökum reistar. Rannsókn lögreglu á dýragarð- inum hefur staðið yfir síðan í nóv- ember eftir að ábendingar bárust um að þar væri friðuðum dýrum haldið án leyfis. Áttu yfirvöld dýragarðsins að sjá til þess að dýrin væru lokuð inni meðan rannsókn málsins stæði yfir en því var ekki sinnt. ■ ,,Fólki er séð fyrir öllu, en fær ekki pen- inga í hendur eins og var hjá Rauða krossinum. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,99 0,31% Sterlingspund 130,96 0,31% Dönsk króna 11,63 0,07% Evra 86,48 0,24% Gengisvísitala krónu 121,25 0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 267 Velta 1.502 milljónir ICEX-15 3.091 0,48% Mestu viðskiptin Burðarás hf. 463.500 Landsbanki Íslands hf. 374.136 Actavis Group 185.050 Mesta hækkun Kaldbakur hf. 2,00% Flugleiðir hf. 1,90% Íslandsbanki hf. 1,67% Mesta lækkun Hampiðjan hf. -3,45% Jarðboranir hf. -2,60% Hlutabréfasj. Búnaðarbankans hf. -1,94% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.088,8 -0,31% Nasdaq * 1.847,1 -0,66% FTSE 4.408,1 -0,49% DAX 3.823,7 -1,38% NIKKEI 11.010,0 -1,17% S&P * 1.094,7 -0,45% *Bandarískar vísitölur kl. 17.15 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða íslenska fyrirtæki keypti rúm-an þriggja prósenta hlut í enska bank- anum Singer and Friedlander á dögunum? 2Bók hvers í Svíþjóð þykir líkjast mjögMýrinni eftir Arnald Indriðason? 3Hvers konar fæði ætlar Árni ValdiBernhöft að lifa á næsta mánuðinn? Svörin eru á bls. 42 fiú veist fletta allt! Skiptibókamarka›urinn er í fullum gangi. Komdu til okkar me› gömlu skruddurnar og skiptu í n‡jar e›a nota›ar – og flú fær› frábærar skólavörur fyrir afganginn. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 23 9 Réðst á börn vopnaður hnífi Leikskólastarfsmaður myrðir einn og særir átján: BARN FLUTT Á SJÚKRAHÚS Börn og kennarar voru skelfingu lostin eftir árás leikskólastarfsmanns sem var vopnaður hnífi. HÆLISLEITENDUR TIL FIMM MÁNAÐA Hjónin Kantharaj og Francisca ásamt börn- um sínum Shanjesh, fimm mánaða og Shantosh, þriggja ára, hafa verið hér á landi í fimm mánuði meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun. Hættu greiðslu vasa- peninga um áramót Hætt var að leggja umsækjendum um pólitískt hæli til vasapeninga þegar umsjá þeirra færðist frá Rauða krossinum til Reykjanessbæjar um síðustu áramót. Fólkinu er úthlutað „nauðsynjum“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hlutabréfamarkaðir: Víðast lækkun NEW YORK, AP Í kjölfar methækkun- ar á hráolíuverði hafa hlutabréfa- markaðir víðast um heim lækkað á síðustu dögum. Olía er mikil- vægasta hrávaran í alþjóðavið- skiptum og óttast fjárfestar að hækkun á oíuverði hrindi af stað verðbólgu. Hátt olíuverð hefur ekki að- eins áhrif á bensín heldur einnig flutningskostnað á vöru og hefur þannig margfeldisáhrif í hag- kerfinu. Í gær fengu fjárfestar hins vegar góðar fréttir af eftirspurn á fyrirtækjarmakaði en hún hækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða sem var umfram það sem vænst var. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.