Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 16
16 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR FORNLEIFAUPPGRÖFTUR Á ÚTIMARKAÐI Ísraelskir fornleifafræðingar vinna að upp- greftri á flóamarkaði í borginni Jaffa. Þar fundust leifar frá 12. öld þegar farið var að vinna að endurbótum á svæðinu. Bæjarstjórinn á Akranesi: Væntir samkomulags við tollinn SÆGARPAR Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, telur ekki að vandkvæði ættu að vera fyrir sægarpann Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, að afhenda Byggðasafni Akraness seglskút- una Eldingu að gjöf. „Hafsteinn er mikill sægarpur sem gert hefur garðinn frægan,“ segir Gísli og vísar meðal annars til siglingaraf- reks Hafsteins, þegar hann fór á Eldingunni einsamall umhverfis hnöttinn. Hafsteinn, sem verið hefur bú- settur í Noregi síðustu áratugi, ánafnaði Byggðasafninu á Akra- nesinu skútuna árið 1993, en hefur umráð yfir henni þar til hann vill skila henni. Hann hafði hér vetur- setu síðasta vetur og hafði ekki áttað sig á að einungis mætti vera með skútuna ár hér við land án þess að borga af henni toll. Hann sigldi því af landi brott sl. mánu- dag án þess að ljúka hringsiglingu um landið sem hafin var. Að henni lokinni ætlaði hann jafnvel að láta af siglingum. „Ég minnist þess ekki að greiddur hafi verið tollur sérstak- lega af kútter Sigurfara þegar hann kom frá Færeyjum árið 1974,“ sagði Gísli og átti ekki von á öðru en að samkomulag næðist við tollayfirvöld um farsæl mála- lok þegar að því kæmi að Hafsteinn færði Byggðasafninu skútuna. „Væntanlega er munur á því hvort verið er að flytja inn skútu til siglinga, eða sýningargrip.“ ■ Eignir sjóðanna hærri en landsframleiðslan Eignir lífeyrissjóðanna vaxa hratt og hraðar en vöxtur framleiðslu þjóðarinnar. Eignir sjóðanna eru nú 102 prósent af landsframleiðslu. Ávöxtun sjóðanna hefur verið góð og líklegt að eignirnar fari yfir þúsund milljarða á næsta ári. LÍFEYRIR Eignir íslenskra lífeyris- sjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðar- innar á einu ári. Eignir lífeyris- sjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsfram- leiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. „Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkj- um Austur-Evrópu,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. „Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í lönd- unum í kringum okkur.“ Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta sam- antekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun líf- eyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema ein- ungis 3,12 prósent af landsfram- leiðslu hjá Frökkum og 2,74 pró- sent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyris- sjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftir- launaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra líf- eyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. „Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári.“ Þrátt fyrir þrjú ár í röð með nei- kvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóð- anna er að þeir skili 3,5 prósenta raunávöxtun. haflidi@frettabladid.is Annar flótti í Svíþjóð: Þrír fangar struku STOKKHÓLMUR, AP Þrír menn struku úr fangelsi í grennd við Stokk- hólm í Svíþjóð. Þeir nutu aðstoðar grímuklæddra manna sem báru skotvopn. Þetta er í annað skiptið á rúmri viku sem fangar flýja úr sænsku fangelsi. Grímuklæddu mennirnir keyrðu sendiferðabíl í gegnum fangelsis- hliðið og flúðu síðan ásamt föng- unum í annan bíl sem keyrði af vettvangi. Engum skotum var hleypt af meðan á flóttanum stóð og hvorki fangaverðir né fangar slösuðust. Lögreglan leitar mannanna í gren- nd við fangelsið með aðstoð þyrlu, báta og hunda. ■ ASÍA, AP Nær tvö þúsund manns hafa nú látist í gríðarlegum monsúnflóðum í suðurhluta Asíu sem hófust í lok júní. Meira en þúsund manns hafa nú látist af völdum flóðanna á Indlandi og rúmlega sex hundruð í Bangla- dess auk dauðsfalla í Pakistan og Nepal. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna funduðu með erlendum styrkveit- endum og opinberum embættis- mönnum í höfuðborg Bangladess, Dakka, í gær vegna flóðanna. Reynt var að meta skemmdir af völdum flóðanna og þörf íbúa fyrir aðstoð. Flóðin í Bangladess eru þau verstu í sex ár og er gert ráð fyrir því að einn sjöundi íbúanna, rúmar tuttugu milljónir, komi til með að þurfa mataraðstoð á næstu mánuðum. Bændur hafa orðið sérstaklega illa úti í flóðunum í Bangladess en milljónir ekra af ræktuðu landi hafa eyðilagst af völdum flóð- anna. Talið er flóðin hafi skaðað 4,5 milljónir bænda og fjölskyldur þeirra. Veðurfræðingar spá miklum rigningum í norður- og vestur- hluta Indlands í næstu viku. Áhyggjur af austurhéruðum landsins og Bangladess snúast hins vegar aðallega um að koma mat til þeirra sem svelta og veita hundruðum þúsunda skjól sem ekki eiga í nein hús að venda. ■ MÓTMÆLENDUR Í SÚDAN Mótmælin voru skipulögð af ríkisstjórninni og beindust að ályktun Sameinuðu þjóð- anna. Mótmæli í Súdan: Vara við hernaðar- íhlutun KHARTÚM, AP Rúmlega 100 þúsund manns komu saman á götum Khartúm, höfuðborgar Súdans, og mótmæltu ályktun Sameinuðu þjóðanna sem veitir súdönskum yfirvöldum mánaðarfrest til að stöðva ofsóknir vígasveita í Darfur-héraði. Mótmælin voru skipulögð af hinu opinbera. Mótmælendur vöruðu enn- fremur við að önnur ríki sendu inn herlið því það gæti leitt til svipaðs ástands og í Afganistan og Írak. Enginn hefur lagt til að senda herlið inn í landið en það er hugsanlegur valkostur í stöðunni. Frakkar hafa sent lítinn herafla meðfram landamærum Tsjad til að hindra að vígamenn ráðist á flóttamannbúðir þar. ■ Verð frá 29.910 kr.* Hversdagsleg og ævintýraleg í senn www.icelandair.is/london Í London er auðvelt að láta sér líða eins og heima hjá sér enda eru borgarbúar afslappaðir. Leikhúslífið í London er rómað sem og enska kráarmenningin, en fjölbreytni mann- lífsins í hinum ýmsu og ólíku hverfum þessarar stóru borgar er meðal þess sem gerir hana svo heillandi. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Henry VIII á mann í tvíbýli 12.-14. nóv., 26.-28. nóv., 28.-30. jan., 4.-6. feb., 19.-21. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 SKÝLA SÉR FYRIR REGNINU Nemendur í Bombay reyna eftir mætti að skýla sér fyrir regninu þrátt fyrir að vaða flóð upp að hnjám. Nær tvö þúsund manns látnir í flóðum í Suður-Asíu: Miklum rigningum spáð í næstu viku AP M YN D GÍSLI GÍSLASON Bæjarstjórinn á Akranesi segist þess fullviss að vandalaust verði að taka við seglskút- unni Eldingu þegar eigandi hennar og skipstjóri vill láta hana af hendi til Byggðasafns Akraness. Í GÓÐUM MÁLUM Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri landssamtaka lífeyrissjóða, segir Ísland í sérflokki þegar litið sé til eigna lífeyrissjóða. Eignir í hlutfalli við landsframleiðslu eru með því mesta sem þekkist og er Ísland í þriðja sæti þegar litið er til eigna lífeyrissjóða í hlutfalli við landsframleiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.