Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 5. ágúst 2004 23 „Hátíðarhöldin eru spunnin í kringum tombóludaginn hjá kvenfélaginu en hann hefur ver- ið haldinn í áraraðir,“ segir Mar- grét Sigurðardóttir, sveitar- stjóri Grímsnes- og Grafnings- hrepps. Grímsævintýri, eins og hátíð- in heitir nú, var hins vegar hald- in í fyrsta sinn í fyrra. „Það var keppt í kröftum um titilinn Upp- sveitarvíkingurinn. Hjalti Úrsus kom þá ásamt félögum sínum en það var Selfyssingur- inn Grétar Guðmundsson sem hampaði titlinum,“ segir Margrét og bætir því við að all- nokkrir sterkir gaurar ætli að reyna með sér í ár. „Við ætlum að hafa sveitalegt yfirbragð á keppninni og munu kraftakarlarnir bera lopahúfur ef við komum þeim á þá, velta heyrúllum og öðru sem tilheyrir sveitinni.“ Aðspurð hvort mikið sé af sterkum karlmönnum í Gríms- nes- og Grafningshreppi segir hún svo vera. „Menn úr sveit- inni fá líka að reyna við þraut- irnar og þeir munu eflaust standa sig vel.“ Kraftakeppni er þó ekki það eina sem tilheyrir Grímsævin- týrinu í ár því Landvirkjun mun opna Írafossvirkjun fyrir gesti og gangandi, hoppukastali og trampolín verður fyrir yngri kynslóðina og útimarkaður með handverki, lífrænt ræktuðu grænmeti og alls kyns föndri verður settur upp. Hátíðin hefst á Borg klukkan 13 á laugardag. ■ Hver? Helga Árnadóttir viðskiptastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Hug hf. Hvar? Er stödd í vinnunni í Grjóthálsi. Hvaðan? Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Hvað? Er að bjóða mig fram til formanns Heimdallar. Hvers vegna? Hef starfað mikið innan Sjálfstæðis- flokksins og Heimdallar og hef trú á að það megi enn bæta starfið þar með því að virkja fleira ungt fólk til starfa innan félagsins. Hvernig? Öllum er velkomið að taka þátt í þessu framboði og ég hvet alla sem hafa áhuga á að taka þátt í framboð- inu og starfi félagsins til að hafa sam- band við mig eða leita sér upplýsinga á helgaarna.is. Hvers vegna? Ég tel mikilvægt að þær öflugu ungu konur sem starfa innan félagsins taki þátt í stjórnum og gegni forystuhlut- verkum. Og það er söguleg staðreynd að á síðustu 77 árum hefur bara ein kona verið formaður félagsins. Mig langar til að kynna sem flestum áherslur mínar og mynda fjölbreytta stjórn skipaða fólki úr öllum áttum, bæði konum og körlum, en mark- miðið er svo að vinna að því að afla hugsjónum um frelsi einstaklingsins og takmörkuðum umsvifum ríkis- valdsins fylgis. Hvenær? Kosningin fer fram fyrir 1. október eða bara þegar sitjandi stjórn boðar til aðalfundar. PERSÓNAN GRÍMSÆVINTÝRI UPPSVEITARVÍKINGURINN ■ verður krýndur í annað skiptið um helgina. Sveitaleg kraftakeppni SVEITASTJÓRINN Margrét var meðal þeirra sem reyndi að draga traktor í keppninni um titilinn Upp- sveitarvíkingurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.