Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 48
5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ■ FÓLK Lagersala í Glæsibæ. VHS myndir frá kr. 400,- Geisladiskar frá kr. 300,- DVD myndir frá kr. 500,- Tölvuleikir frá kr. 400,- Bolir: 50 Cent og Metallica Einnig: Yu-Gi-Oh kort, Vírusvarnarforrit ofl. ofl. Opið 10 - 18 virka daga og 10 - 16 laugardaga. Uppl. í síma 659-9945. Skákmót Hróksins, Greenland Open 2004, hefst á morgun í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Þegar Hróksliðar mættu á svæðið í vikunni fréttu þeir af því í flugskýlinu í Kulusuk að bandaríska leikkonan Meg Ryan hefði nýverið farið þar í gegn við fjórða mann og haldið áleið- is til Tasiilaq. Ítalskir kvik- myndagerðarmenn voru staddir í Tasiilaq við tökur fyrir nokkrum dögum en hafa nú lokið störfum og því líklegast að Meg Ryan sé í fríi á Grænlandi. Hróksferðalangar hafa að sjálfsögðu gert sitt til að leita uppi hina heimsfrægu leikkonu í Tasiilaq, sem er um 1800 manna svefnbær, en hafa nú dregið þá ályktun að Ryan hafi brugðið sér upp á jökul til að hafa ofan af fyrir sjálfri sér. Hrókurinn reynir svo eftir fremsta megni að auðga mann- lífið í bænum með því að breiða út boðskap skákarinnar. Skák- mót Hróksins er nú haldið á Grænlandi annað árið í röð og aldrei að vita nema Meg Ryan sláist í leikinn. ■ Pink kemur hingað til lands á mánudag, daginn fyrir tónleika sína í Laugardalshöll. Hún ætlar að skemmta sér vel á Íslandi og meðal annars verður 300 manna eftirpartí á skemmtistaðnum Felix að tónleikunum loknum. Pink hefur krafist þess að nóg verði af íslensku ruslfæði, s.s. hamborgurum og pitsum, bak- sviðs í Höllinni auk þess sem gríð- arstórt grænmetis- og ávaxtahlað- borð þarf að vera til staðar. Að sögn Gústafs P. S hjá LPromotions, sem standa fyrir tónleikunum, eru ennþá örfáir miðar eftir á tónleikana. Þrátt fyrir að einhverjir hafi verið búnir að kaupa miða á seinni tón- leika Pink, sem duttu upp fyrir, er engin hætta á því að Laugar- dalshöll verði yfirfull. „Við und- irbjuggum okkur vel og sáum til þess að ef ekki seldist nógu hratt á seinni tónleikana þá gætum við sameinað báða tónleikana án þess að fara yfir fjöldann sem má vera á einum tónleikum,“ segir Gústaf. „Þetta verður allt í góðu lagi. Húsið verður fullt, en undir leyfilegum mörkum sem er 5.500 manns.“ ■ Hasarmyndahetjan og stjórn- málamaðurinn Arnold Schwarzenegger segist hafa verið laminn reglulega af föður sínum. Sá hét Gustav og var meðlimur í nasistaflokknum. Vildi hann siða drenginn sinn til með þessum að- ferðum. Schwarzenegger telur að nú á tímum myndi ofbeldið flokkast undir misnotkun á börnum. „Það var rifið í hárið á mér og ég var laminn með beltum. Þannig var það einnig með krakkana í næsta húsi og þarnæsta húsi. Þannig var það bara,“ sagði hann í opinskáu viðtali við tímaritið Fortune. „Margir af krökkunum voru yfir- bugaðir af foreldrum sínum, þannig var bara hugsunarháttur- inn. Þeir vildu ekki skapa einstak- ling heldur vildu þeir draga úr honum viljann og færa inn í fast mót. Ég var einn af þeim sem vildi ekki láta stjórna mér og það var ekki hægt að yfirbuga mig.“ Schwarzenegger efldist við mótlætið og var staðráðinn í að verða ríkur og frægur. Hann sneri sér smám saman að líkamsrækt og flutti til Bandaríkjanna 21 árs gamall. Fjótlega sló hann í gegn í Hollywood og nú er hann orðinn ríkisstjóri í Kaliforníu. Þar ræður hann yfir fimmta stærsta hag- kerfi heimsins. ■ MEG RYAN Var í Kulusuk andartaki áður en Hróksliðar mættu á svæðið og hélt þaðan til Tasiilaq. Hróksmenn leita að Meg Ryan PINK Pink ætlar að dvelja hér á landi í fjóra daga og skemmta sér sem allra best. ■ TÓNLIST 300 manna eftirpartí ■ FÓLK Laminn af föður sínum ARNOLD SHWARZENEGGER Schwarzenegger lét ekki barsmíðar föður síns yfirbuga sig á stríðsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.