Fréttablaðið - 05.08.2004, Page 48

Fréttablaðið - 05.08.2004, Page 48
5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ■ FÓLK Lagersala í Glæsibæ. VHS myndir frá kr. 400,- Geisladiskar frá kr. 300,- DVD myndir frá kr. 500,- Tölvuleikir frá kr. 400,- Bolir: 50 Cent og Metallica Einnig: Yu-Gi-Oh kort, Vírusvarnarforrit ofl. ofl. Opið 10 - 18 virka daga og 10 - 16 laugardaga. Uppl. í síma 659-9945. Skákmót Hróksins, Greenland Open 2004, hefst á morgun í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Þegar Hróksliðar mættu á svæðið í vikunni fréttu þeir af því í flugskýlinu í Kulusuk að bandaríska leikkonan Meg Ryan hefði nýverið farið þar í gegn við fjórða mann og haldið áleið- is til Tasiilaq. Ítalskir kvik- myndagerðarmenn voru staddir í Tasiilaq við tökur fyrir nokkrum dögum en hafa nú lokið störfum og því líklegast að Meg Ryan sé í fríi á Grænlandi. Hróksferðalangar hafa að sjálfsögðu gert sitt til að leita uppi hina heimsfrægu leikkonu í Tasiilaq, sem er um 1800 manna svefnbær, en hafa nú dregið þá ályktun að Ryan hafi brugðið sér upp á jökul til að hafa ofan af fyrir sjálfri sér. Hrókurinn reynir svo eftir fremsta megni að auðga mann- lífið í bænum með því að breiða út boðskap skákarinnar. Skák- mót Hróksins er nú haldið á Grænlandi annað árið í röð og aldrei að vita nema Meg Ryan sláist í leikinn. ■ Pink kemur hingað til lands á mánudag, daginn fyrir tónleika sína í Laugardalshöll. Hún ætlar að skemmta sér vel á Íslandi og meðal annars verður 300 manna eftirpartí á skemmtistaðnum Felix að tónleikunum loknum. Pink hefur krafist þess að nóg verði af íslensku ruslfæði, s.s. hamborgurum og pitsum, bak- sviðs í Höllinni auk þess sem gríð- arstórt grænmetis- og ávaxtahlað- borð þarf að vera til staðar. Að sögn Gústafs P. S hjá LPromotions, sem standa fyrir tónleikunum, eru ennþá örfáir miðar eftir á tónleikana. Þrátt fyrir að einhverjir hafi verið búnir að kaupa miða á seinni tón- leika Pink, sem duttu upp fyrir, er engin hætta á því að Laugar- dalshöll verði yfirfull. „Við und- irbjuggum okkur vel og sáum til þess að ef ekki seldist nógu hratt á seinni tónleikana þá gætum við sameinað báða tónleikana án þess að fara yfir fjöldann sem má vera á einum tónleikum,“ segir Gústaf. „Þetta verður allt í góðu lagi. Húsið verður fullt, en undir leyfilegum mörkum sem er 5.500 manns.“ ■ Hasarmyndahetjan og stjórn- málamaðurinn Arnold Schwarzenegger segist hafa verið laminn reglulega af föður sínum. Sá hét Gustav og var meðlimur í nasistaflokknum. Vildi hann siða drenginn sinn til með þessum að- ferðum. Schwarzenegger telur að nú á tímum myndi ofbeldið flokkast undir misnotkun á börnum. „Það var rifið í hárið á mér og ég var laminn með beltum. Þannig var það einnig með krakkana í næsta húsi og þarnæsta húsi. Þannig var það bara,“ sagði hann í opinskáu viðtali við tímaritið Fortune. „Margir af krökkunum voru yfir- bugaðir af foreldrum sínum, þannig var bara hugsunarháttur- inn. Þeir vildu ekki skapa einstak- ling heldur vildu þeir draga úr honum viljann og færa inn í fast mót. Ég var einn af þeim sem vildi ekki láta stjórna mér og það var ekki hægt að yfirbuga mig.“ Schwarzenegger efldist við mótlætið og var staðráðinn í að verða ríkur og frægur. Hann sneri sér smám saman að líkamsrækt og flutti til Bandaríkjanna 21 árs gamall. Fjótlega sló hann í gegn í Hollywood og nú er hann orðinn ríkisstjóri í Kaliforníu. Þar ræður hann yfir fimmta stærsta hag- kerfi heimsins. ■ MEG RYAN Var í Kulusuk andartaki áður en Hróksliðar mættu á svæðið og hélt þaðan til Tasiilaq. Hróksmenn leita að Meg Ryan PINK Pink ætlar að dvelja hér á landi í fjóra daga og skemmta sér sem allra best. ■ TÓNLIST 300 manna eftirpartí ■ FÓLK Laminn af föður sínum ARNOLD SHWARZENEGGER Schwarzenegger lét ekki barsmíðar föður síns yfirbuga sig á stríðsárunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.