Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 36
24 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Í hvaða heimi lifir þú? Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, sagði í útvarpsviðtali í gær að áhugi KR á Eyjamanninum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hefði verið tilbúningur fjölmiðla þrátt fyrir að bæði Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR Sports, og Viðar Elíasson, for- maður knattspyrnudeildar ÍBV, hefðu staðfest að ÍBV hefði hafnað tilboði KR í Gunnar Heiðar. Willum! Þú verður að fylgjast betur með.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Miðvikudagur ÁGÚST KÖRFUBOLTI Íslenska stúlknalands- liðið heldur áfram að standa sig frábærlega á erlendri grundu en liðið varð eins og kunnugt er Norðurlandameistari í Svíþjóð í vor. Ekkert íslenskt kvennalið hafði náð verðlaunasæti fyrr á Norðurlandamóti í körfubolta en stelpurnar okkar láta ekki þar við sitja. Nú er 16 ára landsliðið að spila í B-deild Evrópukeppninnar í Eistlandi en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppninni, áður hafa kvennaliðin aðeins spilað í Promotion Cup. Þrátt fyrir þetta stóra stökk standast íslensku stelpurnar það betur en bjartsýnustu menn bjuggust við og hafa nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í keppninni. Ís- lensku stelpurnar eru í kjöl- farið sem stendur í efsta sæti ásamt Litháen en bæði lið hafa unnið fjóra af fimm leikjum sín- um. Eina tap íslenska liðsins var gegn Litháen. Fjórar þjóðir koma til með að keppa um efsta sætið sem gefur sæti í A-deildinni. Ísland og Lit- háen sem eru efst og svo Lettland og Svíþjóð sem hafa leikið einum leik færra en hafa líka aðeins tap- að einum leik. Helena Sverrisdóttir hefur far- ið hamförum í Eistlandi og sannað enn einu sinni hversu hæfileika- rík körfuknattleikskona er þar á ferð. Helena leiðir B-deildina eft- ir fyrstu fimm dagana í stigum (30,6), fráköstum (16,2), stoðsend- ingum (5,2) og stolnum boltum (4,8) auk þess sem hún hefur feng- ið 9,6 fleiri víti en næsti maður - eina leið and- s t æ ð i n g - a n n a h e f - u r of tas t verið að brjóta á henni. Helena hefur alls feng- ið 87 víti í þess- um fimm leikj- um eða 17,4 að meðaltali. Auk Hel- enu hafa þær María Ben Erlingsdóttir (18,8 stig í leik), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir (níu stig í leik) og Bryndís Guðmunds- dóttir (átta stig í leik) verið áberandi hjá ís- lenska liðinu. María Ben er sú fimmta stigahæsta í b-deild- inni, Bryndís er í tí- unda sæti í fráköstum með 9,2 að meðaltali og sjötta í stoðsendingum með 2,4 í leik og Ingibjörg Elva hefur skorað ellefu þriggja stiga körfur og nýtt 42,3% skota sinna fyrir utan 3ja stiga línuna. Henning Hennningsson þjálfar íslenska liðið og Jón Halldór Eð- valdsson er honum til aðstoðar. Henning hefur nú stýrt liðinu til sigurs í átta af tíu leikjum sínum í ár allt gegn sterkum þjóðum þar sem íslensk kvennalið hafa ekki verið sigursæl til þessa. Íslensku stelpurnar eiga eftir þrjá leiki en alls mun liðið spila átta leiki á aðeins 11 dögum.Liðið spilar gegn Írlandi í dag, þá gegn Englandi efir eins dags hvíld á laugardaginn og loks síðasta leikinn gegn Svíþjóð á sunnudaginn en ís- lenska liðið vann ein- mitt sænska liðið í úr- slitaleik Norð- urlanda- m ó t s - ins í maí. Stelpurnar okkar stíga stórt skref Íslenska stúlknalandsliðið slær í gegn í Eistlandi. Helena Sverrisdóttir leiðir deildina í stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum. ■ ■ LEIKIR  18.30 Fylkir og Keflavík mætast á Fylkisvelli í átta liða úrslitum VISA- bikars karla í fótbolta.  18.30 KA og ÍBV mætast á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Bikarkvöld á RÚV. Sýnt frá tveimur leikjum í átta liða úrslit- um VISA-bikars karla í fótbolta sem fram fóru í gærkvöld.  16.45 Heimsmeistaramótið í 9 Ball á Skjá einum.  17.35 Tournament of Champions á Sýn. Bein útsending frá leik Boca Juniors og PSV Eindhoven í Meistaramótinu í fótbolta.  19.50 Tournament of Champions á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og Urawa Red Diamonds í Meistaramótinu í fótbolta.  22.45 Bikarkvöld á RÚV. Sýnt frá tveimur leikjum í átta liða úrslit- um VISA-bikars karla í fótbolta sem fram fóru í kvöld. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Liverpool bar sigurorð af Roma, 2-1, í fyrrinótt í þriðja leik sínum í Champions World mótinu í Banda- ríkjunum. Marco Delvecchio kom Roma yfir en franski framherjinn Dji- bril Cisse jafnaði metin fyrir Liverpool með sínu þriðja marki í þremur leikj- um. Það var síðan markah róku r inn Michael Owen sem tryggði Liverpool sigurinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Liverpool vann tvo af þremur leikjum sínum í Bandaríkjunum, gegn Celtic og Roma, en tapaði fyrir Porto. Bandaríska landsliðið í körfuknatt-leik, oft nefnt „Draumaliðið“, tap- aði óvænt fyrir ítalska landsliðinu, 95-78, í æfingaleik í Þýskalandi í fyrrinótt. Þetta er stærsta tap „Draumal iðs ins “ síðan 1992 en þá var leikmönnum NBA-deildarinnar fyrst leyft að spila með landsliðinu. Bandaríska liðið átti aldrei möguleika gegn ítalska liðinu og var það aðallega svæðisvörn Ítal- anna sem sló þá út af laginu. Car- melo Anthony var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 17 stig og Tim Duncan skoraði 15. Giacomo Galanda var stigahæstur hjá Ítölum með 28 stig. Franski varnarmaðurinn MikaelSilvestre tryggði Manchester United sigur, 1-0, gegn hollenska lið- inu PSV Eindhoven á meistaramót- inu í fótbolta með skallamarki í síðari hálfleik. Alex Ferguson, knatt- s p y r n u s t j ó r i Manchester United, hvíldi marga af sín- um bestu mönnum og Hollendingurinn Ruud van Nistel- rooy lék aðeins fyrri hálfleikinn. Manchester United leikur gegn rúmenska liðinu Dinamo Búkarest eða hinu tékkneska MSK Zilina í 3. umferð forkeppni meist- aradeildarinnar eftir viku. Rúmenski framherjinn AdrianMutu hefur óskað eftir viðræðum við Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóra Chelsea, um framtíð sína hjá fé- laginu. Umboðs- maður Mutu, Andr- ea Petti, sagði við enska fjölmiðla í gær að Mutu vildi fá sömu tækifæri og aðrir framherjar liðsins og því vildi hann vita hvar hann stæði í goggunarröðinni. Levante, nýliðar í spænsku úrvals-deildinni í fótbolta, segjast hafa boðið Alan Shearer, fyrirliða Newcastle, tveggja ára samning. Forseti félagsins, Pedro Villaroel, lét hafa það eftir sér að hann teldi vel mögulegt að fá Shearer þar sem framtíð hans hjá Newcastle væri í uppnámi vegna komu Patricks Kluivert og óvissu um framtíð Bobby Robson sem knattspyrnustjóra. Þýska stórliðið Bayern Münchengerir ráð fyrir því að að tapa tíu milljónum evra (um 900 milljónum íslenskra króna) á næsta tímabili. Fé- lagið hefur eytt 25,5 milljónum evra í leikmenn í sumar og þar eru dýrastir Brasilíu- maðurinn Lucio og þýski landsliðs- maðurinn Torsten Frings en þeir kostuðu samtals 21 milljón evra. Uli Höness, framkvæmdastjóri félagsins, sagðist þó ekki missa svefn yfir þessu tapi og benti á að ef félagið kæmist upp úr riðlinum í meistara- deildinni þá myndi tapið minnka verulega og ef til vill snúast upp í hagnað ef liðið næði langt í meistaradeildinni sem er sannkölluð gullnáma. Íslenska landsliðið: Á sama stað og Burkina Faso FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í fót- bolta hrapar hratt niður styrk- leikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins þessa mánuðina. Ís- lenska liðið er nú í 79. til 81 .sæti á listanum ásamt stórþjóðunum Burkina Faso og Gvatemala. Afríkuþjóðin Burkina Faso, sem hét áður Efri Volta, hefur tap- að tveimur af af þremur leikjum sínum í undankeppni Afríkuhlut- ans en gætu þó með sigri á Úganda 4. september klifið hærra upp töfluna. Gvatemala hefur hækkað um níu sæti síðan listinn var birtur síð- ast og vegur þar þungt sannfær- andi 3-1 sigur á Súrinam í und- ankeppni Mið- og Norður-Ameríku. Íslenska liðið hefur hins vegar ekki unnið leik síðan 20. ágúst á síðasta ári og aðeins náð tveimur jafnteflum í síðustu sjö leikjum. Íslenska liðið hefur ekki verið svona neðarlega á listanum síðan í september 1997 en þá var liðið í 83. sæti. ■ Ísland mætir Pólland í þremur landsleikjum: NBA-leikmaður í landsliði Pólverja KÖRFUBOLTI Íslenska karlalandsliðið er komið að lokakaflanum í undir- búningi sínum fyrir Evrópu- keppnina í haust og um helgina mætir liðið Póllandi í þremur vin- áttulandsleikjum í DHL-Höllinni annað kvöld, í Stykkishólmi á laugardag og í Keflavík á sunnu- dagskvöldið. Andrezej Kowalczyk, lands- liðsþjálfari Pólverja, hefur til- kynnt hóp sinn og er NBA-leik- maðurinn Cezary Trybansky sem leikur með New York Knicks í leikmannahóp hans. Þar er einnig Eric Elliot, sem er Bandaríkja- maður sem er við það að fá pólskt ríkisfang og hefur leikið í Evrópu í 12 ár. Það má því með sanni segja að Pólverjar mæti með sinn sterkasta mögulega hóp en óvíst er með einhverja leikmenn sem eiga erfitt með að fá frí frá sínum félögum í haust og verða því kannski ekki með liðinu í Evrópu- leikjunum í haust. Fjórir af þeim leikmönnum sem eru í hópnum núna tóku þátt í undankeppni EM 2003 fyrir hönd Pólverja, það eru þeir Andrzej Pluta, Pawel Szczeniak, Kordian Korytek og Marcin Stefanski. Pólska liðið er mjög sterkt og hávaxið en átta leikmenn eru yfir tvo metra á hæð. Pólverjar eru í A-deildinni í Evrópukeppninni og eru að undirbúa sig fyrir sinn riðil sem inniheldur einnig lið frá Frakklandi, Tékklandi og Slóven- íu. Íslenska liðið er í B-deildinni í riðli með Danmörku, Rúmeníu og Aserbaídjan. ■ HELENA FER HAMFÖRUM Í EVRÓPUKEPPNINNI: Ísland - Holland 69-50 Stig 29 Fráköst 21 Stoðsendingar 2 Stolnir boltar 4 Ísland - Eistland 76-63 Stig 21 Fráköst 12 Stoðsendingar 8 Stolnir boltar 6 Ísland - Litháen 77-94 Stig 35 Fráköst 16 Stoðsendingar 6 Stolnir boltar 4 Ísland - Finnland 86-64 Stig 31 Fráköst 11 Stoðsendingar 6 Stolnir boltar 3 Ísland - Lettland 68-64 Stig 37 Fráköst 21 Stoðsendingar 4 Stolnir boltar 7 HELENA FER HAMFÖRUM Í EISTLANDI Helena Sverrisdóttir hefur snúið mörgum höfðum með frammistöðu sinni með stúlknalandsliðinu í Evrópukeppninni í Eist- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.