Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 20
Byltingarflokkur Nokkurn kvíða kann að setja að frið- sömum borgurum við þær fréttir sem berast úr Svarfaðardal, að þar í sveit hvetji maður nokkur til þess að stofnað- ur verði byltingarflokkur á Íslandi í því augnamiði að kollsteypa núverandi þjóðskipulagi á Íslandi, „auðvalds- skipulaginu“ sem hann kallar svo, en það ágæta orð hefur varla heyrst eða sést á prenti hér á landi í aldarfjórð- ung. Maður þessi heitir Þórarinn Hjartarson og er sagnfræðing- ur, búsettur á þeim fræga bæ Tjörn, bróðursonur Kristjáns Eldjárn, fyrrverandi forseta. Boðskapinn um byltinguna flytur hann á vefritinu Múrn- um, sem gáfu- og menntafólk í flokki Vinstri grænna heldur úti á net- inu. Aðferðin er „leið harðnandi stétta- baráttu (fólksins sjálfs, grasrótar) og svo pólitísk og efnahagsleg bylting, þegar þjóðnýttar eru í snatri eignir stórauð- valdsins,“ skrifar Þórarinn. Og um það hvort áflog og bardagar séu framundan á Íslandi segir hann: „Um möguleika á friðsemd bylting- ar vil ég ekkert fullyrða hér og nú en um er að ræða afnám hins kapítalíska hagkerfis, ekki viðgerð eða endurnýjun.“ Hér er með öðrum orðum ekki verið að boða „umræðustjórnmál“ heldur „átakastjórn- mál“ af nýrri stærð- argráðu. Uggur í Múrverjum En jafnvel hinum róttæku Múverjum finnst Þórarinn ganga helsti langt. „Í greinum Þórarins birtist athyglisverð sýn á samfélag okkar tíma og hægt er að taka undir margt sem hann segir um það,“ segir einn helsti hugmynda- fræðingurinn á Múrnum, fræðimaður- inn Sverrir Jakobsson, en bætir við: „Á hinn bóginn er sérstakt að Þórarinn skuli gera kröfu um stofnun byltingar- flokks á Íslandi og ástæða til að taka það mál til sérstakrar skoðunar.“ Hin „sérstaka skoðun“ leiðir svo í ljós að ekki er tímabært að byltingarflokkur leysi Vinstri græna af hólmi, að minns- ta kosti ekki fyrr en búið er að benda á hvað eigi að koma í staðinn fyrir auð- valdsskipulagið. Stjórnmálaflokkar eru eins og annað fólk: þeir reynast misvel. Sumir flokkar hafa reynzt svo herfilega, að þeim er eiginlega betur lýst sem glæpafélögum en flokkum. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sálugu var form- lega ákærður fyrir glæpi á árun- um eftir 1990, þegar nýr ríkis- saksóknari komst að þeirri nið- urstöðu, að flokkurinn væri í raun réttri glæpafélag. Gjald- keri flokksins fleygði sér niður af svölum háhýsis frekar en að opna bækurnar. Réttarhaldið fór þó út um þúfur af tæknilegum ástæðum. Með líku lagi leystust nokkrir helztu stjórnmálaflokk- ar Ítalíu upp um svipað leyti, þegar uppvíst varð um gríðar- lega spillingu í herbúðum þeir- ra. Að vísu höfðu allir alltaf vit- að um spillinguna þarna suður frá, ekki síður en í Sovétríkjun- um. Það, sem breyttist eftir 1990, var það, að dómstólarnir tóku sér loksins meira sjálfstæði gagnvart flokkunum, og heið- virðum dómurum tókst að koma svo lögum yfir spillta stjórn- málamenn, að flokkarnir neydd- ust til að leggja upp laupana. Enginn vafi er þó á því, að báð- um löndum vegnar miklu betur nú, eftir að gömlu spilltu flokk- arnir hurfu sjónum eða a.m.k. frá völdum. Samt fer því fjarri, að öll kurl séu komin til grafar í löndunum tveim. Því þrátt fyrir allt hefur enn of lítið breytzt í báðum löndum frá fyrri tíð. Byrjum í Rússlandi. Vladímir Pútín forseti vann fyr- ir leyniþjónustuna KGB á valda- tíma kommúnista. Slíkir menn hafa yfirleitt ekki umtalsverðan kjörþokka, enda var honum í upphafi fært forsetaembættið á silfurfati. Það gerði Boris Jeltsín, forveri Pútíns. Þegar fá- valdarnir, sem höfðu staðið vörð um Jeltsín og lagt blessun sína yfir Pútín, komust að þeirri nið- urstöðu, að Pútín dygði ekki til þeirra verka, sem þurfti að vinna, og kusu heldur að styðja við bakið á andstæðingum hans, þá brauzt út kalt stríð og stendur enn. Fávaldarnir hafa að undan- förnu átt þriggja kosta völ: halda sér saman, flýja land eða fara í fangelsi. Þetta er valda- barátta, þar sem forsetinn beitir ríkisvaldinu fyrir sig með harðri hendi og leggur fjölmiðla að fót- um sér eða lokar þeim, og dóm- stólarnir dansa með. Blaðamenn í Rússlandi hafa verið myrtir í tugatali – einn þeirra nú nýlega fyrir ekki aðra sök en þá að hafa birt lista yfir ríkustu menn landsins. Ekkert þessara morða hefur verið upplýst; sum þeirra hafa jafnvel ekki verið rannsök- uð. Ástandið er miklu skárra á Ítalíu, en ekki gott samt. Silvio Berlusconi forsætisráðherra hóf ferilinn sem dægurlaga- söngvari á ferjum, en tók síðan að stunda viðskipti og sá sér þá hag í að stofna til vinfengis við stjórnmálamenn, þar á meðal Bettino Craxi, sem var forsætis- ráðherra landsins 1983-87 og eyddi sjö síðustu árum ævi sinn- ar í útlegð í Túnis á flótta undan 14 ára fangelsisdómi. Á skömm- um tíma varð Berlusconi um- svifamesti viðskiptajöfur Ítalíu og ríkasti maður landsins og lagði m.a. undir sig sjónvarps- stöðvar, svo að dagskrá þeirra minnir nú helzt á skemmtiatriði á ferjum og flóabátum. Kærurn- ar á hendur Berlusconi – fyrir mútur, fjársvik o.fl. – hafa hrúg- azt upp, en honum hefur m.a. tekizt að beita pólitísku valdi til að aftra dómstólum frá því að sækja hann til saka. Hann gæti endað í útlegð eins og Craxi vin- ur hans. Rússneskir og ítalskir stjórn- málamenn og einkavinir þeirra hafa neytt fjölbreyttra bragða til að maka krókinn. Á Ítalíu gerðu menn þetta aðallega með því að skammta sjálfum sér og vinum sínum hlunnindi og mis- nota aðstöðu sína á alla enda og kanta, en í Rússlandi með því að sölsa undir sig náttúruauðlindir og aðrar þjóðareignir. Morgunblaðið sagði nýlega í ritstjórnargrein af skyldu til- efni: „Skattalagabreytingarnar þýddu, að hægt var að fresta skattgreiðslum af söluhagnaði endalaust og alla ævi með því að fjárfesta í eignarhaldsfélögum í Lúxemborg og flytja milljarða- tugi af hagnaði vegna kvótasölu þannig úr landi. Þessir peningar koma aldrei aftur til Íslands og af þeim verða aldrei borgaðir skattar hér. Þeir verða aldrei til hagsbóta fyrir íslenzkt atvinnu- líf og munu aldrei bæta hag ís- lenzkra launþega. Skattalaga- breytingarnar sneru því beint að þeim viðskiptum, sem þá voru stunduð af miklu kappi með kvóta og voru efnislega með þeim hætti, að þeir sem fengu þennan hagnað til sín og fluttu hann úr landi í svonefndar end- urfjárfestingar þurfa aldrei að borga krónu í skatt – allt lög- legt“. Morgunblaðið er hér að lýsa ráðstöfunum, sem ríkis- stjórn undir forsæti Sjálfstæðis- flokksins gerði fyrir örfáum árum. Þegar allt var klappað og klárt, var svohljóðandi setning sett inn í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, í maí 2003: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinn- ar verði bundið í stjórnarskrá“. Ekki er ráð, nema í tíma sé tek- ið. Kannski forsætisráðuneytið láti svo lítið að upplýsa, hversu margir þeir voru milljarða- tugirnir í frásögn Morgunblaðs- ins? – og hverjir fluttu þá úr landi. ■ 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Endalok strandsiglinga ráðast af raunsæju mati á markaðsaðstæðum Við þurfum ekki nýja skipaútgerð ríkisins Að gera hlutina í réttri röð ORÐRÉTT Bara fyndið Það er eins og sumir haldi að skopteikningar eigi að gegna fræðsluhlutverki í Morgunblað- inu. Magnús S. Magnússon hagfræðingur fjallar um skopteikningar Sigmunds. Morgunblaðið 4. ágúst. Ríkið aftur í siglingarnar? Gæti verið ráð að samfélagið tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju? Fyrirtækið gæti t.d. heitið Skipaútgerð ríkisins. Ögmundur Jónasson alþingismaður bregst við ákvörðun Eimskips að hætta strandsiglingum. Morgunblaðið 4. ágúst. Fjallkonan ríkisborgari? Við innsetningarathöfn forseta Íslands var haft eftir þingmönn- um sem ekki vildu þó láta nafns síns getið, að þar sem skautbún- ingurinn væri klæðnaður Fjall- konunnar þyrfti að gera þá kröfu til þeirra sem honum klæddust að þeir væru íslenskir ríkisborg- arar. Frétt í DV: „Dorritt í skautbúningi vekur spurningar“. DV 4. ágúst. Í taugarnar á Ingva Hrafni Það er bara þessi löngun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að vera í sviðsljósinu og hafa áhrif sem fer í taugarnar á mér. Mér hefur fundist hann vera mikill óþurft- armaður í íslenskum stjórnmál- um og íslensku þjóðlífi. Ingvi Hrafn Jónsson á Útvarpi Sögu í tímaritsviðtali. Mannlíf ágúst 2004. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG RÚSSLAND OG ÍTALÍA ÞORVALDUR GYLFASON Kannski forsætis- ráðuneytið láti svo lítið að upplýsa, hversu margir þeir voru milljarða- tugirnir í frásögn Morgun- blaðsins? – og hverjir fluttu þá úr landi. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 F lest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafé-lags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsigling-um innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjáls markaðar inn- an tíðar sjá til þess að aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið. Eitt- hvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræð- um um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjó- leiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar op- inberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélag- anna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að „samfélagið“ tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og versl- anir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugg- lega til að geta boðið neytendum betra vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væru eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróun- inni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtæk- in greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.